Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hvaða merking liggur að baki orðinu kontór í barnaleiknum sannleikurinn og kontór?

Þrátt fyrir eftirgrennslan hefur ekkert komið fram sem varpað gæti öruggu ljósi á orðið kontór í leiknum sem spurt var um. Í stuttu máli snýst leikurinn um það að leikmenn velja milli þess að svara spurningu (sannleikurinn) eða leysa þraut (kontór).Orðið kontór, sé um það að ræða, er tökuorð úr dönsku kontor 'skrifstofa' en þangað er það komið úr frönsku comptoir 'búðarborð'. Að baki liggur latneska sögnin computāre 'telja, reikna út'. Kontór var algengt orð í málinu á fyrri hluta 20. aldar og fram eftir öldinni. Í stærri íbúðum var oft kontór sem bóka- eða vinnuherbergi húsbóndans. Slík herbergi voru síðar um skeið kölluð ,,húsbóndaherbergi“ á teikningum arkitekta.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Útgáfudagur

4.11.2009

Spyrjandi

Elísabet Straumland, Björg Torfadóttir

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaða merking liggur að baki orðinu kontór í barnaleiknum sannleikurinn og kontór?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2009. Sótt 21. júlí 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=53049.

Guðrún Kvaran. (2009, 4. nóvember). Hvaða merking liggur að baki orðinu kontór í barnaleiknum sannleikurinn og kontór? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53049

Guðrún Kvaran. „Hvaða merking liggur að baki orðinu kontór í barnaleiknum sannleikurinn og kontór?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2009. Vefsíða. 21. júl. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53049>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Hans Tómas Björnsson

1975

Hans Tómas Björnsson er dósent í færsluvísindum og barnalækningum við Háskóla Íslands. Rannsóknir hans hafa snúið að því að skilja ástæður breytileika á utangenaerfðum.