Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Hvað var Austurlandahraðlestin?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annarri og styttri leið.

Fyrsta ferð Austurlandahraðlestarinnar á milli Parísar og Istanbúl var í október árið 1883. Reyndar komust farþegarnir ekki alla leið með lestinni heldur þurftu að sigla síðasta spölinn til Istanbúl með ferju. Árið 1889 var hins vegar í fyrsta skipti hægt að fara alla leið með lestinni á milli borganna tveggja.Það átti ekki að fara illa um farþega í Austurlandahraðlestinni.

Leið lestarinnar tók nokkrum breytingum í áranna rás. Upphaflega fór hún um Strassborg, München, Vín, Búdapest og Búkarest. Ferðir Austurlandahraðlestarinnar lágu niðri á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar en eftir stríðið, árið 1919, var ný leið á milli Parísar og Istanbúl kynnt til sögunnar. Á þeirri leið var farið um Lausanne, Mílanó, Feneyjar, Belgrad og Sófíu áður en komið var á leiðarenda í Istanbúl.

Þessi nýja leið kallaðist Simplon-Austurlandahraðlestin (e. Simplon Orient Express – kennd við Simplon-jarðgöngin sem tengja saman Sviss og Ítalíu) og varð hún fljótlega vinsælasta leiðin á milli Parísar og Istanbúl, þótt upphaflega leið Austurlandahraðlestarinnar væri enn þá farin samhliða.

Ferðir Austurlandahraðlestarinnar lágu aftur niðri á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en hófust á ný eftir stríðið. Árið 1962 lögðust af ferðir á upphaflegu leið lestarleiðinni en Simplon-leiðin var áfram farin til ársins 1977, þegar beinar lestarferðir á milli Parísar og Istanbúl lögðust af. Síðan hefur heitið Austurlandahraðlestin verði notað um lest sem fer styttri vegalengd, fyrst á milli Parísar og Búkarest, síðar á milli Parísar og Vínar og nú allra síðast á milli Strassborgar og Vínar.Albert Finney í hlutverki Hercule Poirot, reynir að finna út hver framdi morð í Austurlandahraðlestinni í kvikmyndinni Murder on the Orient Express sem gerð var eftir sögu Agöthu Christie árið 1974.

Austurlandahraðlestin hefur í gegnum tíðina verið sveipuð ljóma og tengd þægindum og munaðarlífi þótt hún hafi í upphafi verið eins og hver önnur lest. Kóngafólk, aðalsmenn, viðskiptajöfrar og aðrir slíkir ferðuðust með lestinni og hefur það sjálfsagt enn ýtt undir þá ímynd sem tengdist henni. Frægð sína enn þann dag í dag á Austurlandahraðlestin líka að einhverju leyti að þakka frægum rithöfundum sem nýttu lestina að einhverju eða miklu leyti sem sögusvið. Þar má að öðrum ólöstuðum nefna eitt frægasta verk Agöthu Christie, Austurlandahraðlestin (Murder on the Orient Express).

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

24.9.2009

Spyrjandi

Hlynur Þór Antonsson

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað var Austurlandahraðlestin?“ Vísindavefurinn, 24. september 2009. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=53237.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2009, 24. september). Hvað var Austurlandahraðlestin? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53237

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað var Austurlandahraðlestin?“ Vísindavefurinn. 24. sep. 2009. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53237>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað var Austurlandahraðlestin?
Austurlandahraðlestin (e. Orient Express) var lest sem gekk á milli Parísar og Istanbúl á árunum 1883-1977. Reyndar breyttist leiðin sem lestin fór á þessum tíma, bæði vegna samgöngubóta og annarra aðstæðna. Eftir 1977 hætti lestin að ganga alla leið til Istanbúl en nafnið Austurlandahraðlestin hélst áfram á annarri og styttri leið.

Fyrsta ferð Austurlandahraðlestarinnar á milli Parísar og Istanbúl var í október árið 1883. Reyndar komust farþegarnir ekki alla leið með lestinni heldur þurftu að sigla síðasta spölinn til Istanbúl með ferju. Árið 1889 var hins vegar í fyrsta skipti hægt að fara alla leið með lestinni á milli borganna tveggja.Það átti ekki að fara illa um farþega í Austurlandahraðlestinni.

Leið lestarinnar tók nokkrum breytingum í áranna rás. Upphaflega fór hún um Strassborg, München, Vín, Búdapest og Búkarest. Ferðir Austurlandahraðlestarinnar lágu niðri á tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar en eftir stríðið, árið 1919, var ný leið á milli Parísar og Istanbúl kynnt til sögunnar. Á þeirri leið var farið um Lausanne, Mílanó, Feneyjar, Belgrad og Sófíu áður en komið var á leiðarenda í Istanbúl.

Þessi nýja leið kallaðist Simplon-Austurlandahraðlestin (e. Simplon Orient Express – kennd við Simplon-jarðgöngin sem tengja saman Sviss og Ítalíu) og varð hún fljótlega vinsælasta leiðin á milli Parísar og Istanbúl, þótt upphaflega leið Austurlandahraðlestarinnar væri enn þá farin samhliða.

Ferðir Austurlandahraðlestarinnar lágu aftur niðri á tímum seinni heimsstyrjaldarinnar en hófust á ný eftir stríðið. Árið 1962 lögðust af ferðir á upphaflegu leið lestarleiðinni en Simplon-leiðin var áfram farin til ársins 1977, þegar beinar lestarferðir á milli Parísar og Istanbúl lögðust af. Síðan hefur heitið Austurlandahraðlestin verði notað um lest sem fer styttri vegalengd, fyrst á milli Parísar og Búkarest, síðar á milli Parísar og Vínar og nú allra síðast á milli Strassborgar og Vínar.Albert Finney í hlutverki Hercule Poirot, reynir að finna út hver framdi morð í Austurlandahraðlestinni í kvikmyndinni Murder on the Orient Express sem gerð var eftir sögu Agöthu Christie árið 1974.

Austurlandahraðlestin hefur í gegnum tíðina verið sveipuð ljóma og tengd þægindum og munaðarlífi þótt hún hafi í upphafi verið eins og hver önnur lest. Kóngafólk, aðalsmenn, viðskiptajöfrar og aðrir slíkir ferðuðust með lestinni og hefur það sjálfsagt enn ýtt undir þá ímynd sem tengdist henni. Frægð sína enn þann dag í dag á Austurlandahraðlestin líka að einhverju leyti að þakka frægum rithöfundum sem nýttu lestina að einhverju eða miklu leyti sem sögusvið. Þar má að öðrum ólöstuðum nefna eitt frægasta verk Agöthu Christie, Austurlandahraðlestin (Murder on the Orient Express).

Heimildir og myndir:

...