Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Eru fiskar í Tjörninni í Reykjavík?

Finnur Ingimarsson

Hér er einnig svarað spurningunni:
Gætuð þið sagt mér frá botnlífi Reykjavíkurtjarnarinnar?

Lífríki Reykjavíkurtjarnar hefur tekið ýmsum breytingum í tímans rás. Í upphafi hefur Tjörnin verið sjávarlón sem sjórinn hefur stíflað með malarkambi og er hún talin hafa lokast af fyrir um 1200 árum. Lækurinn, útfall úr Tjörninni, rann áður opinn út í sjó og þar sem Tjörnin er aðeins í um 2 m hæð yfir meðalsjávarmáli gætti flóðs og fjöru í tjörninni og kom sjór inn í gegnum lækinn. Árið 1913 var Lækurinn settur í stokk og seinna var honum lokað og Lækjargata lögð yfir Lækinn. Nú er búið að koma fyrir loku þannig að einstreymi er út úr Tjörninni og tekur það fyrir sjóblöndun í hana.

Fram til ársins 1962 var skólpi veitt í Tjörnina en nú á að vera búið að koma í veg fyrir alla slíka losun þótt alltaf sé hætta á því að við nýframkvæmdir og lagfæringar komi upp rangar tengingar milli ofanvatnsveitu og skólps.

Síðustu ár virðist lífríki Tjarnarinnar hafa verið í framför að mörgu leyti.

Síðustu ár virðist lífríki Tjarnarinnar hafa verið í framför að mörgu leyti. Fyrir utan Hústjörnina[1] þá voru aðrir hlutar Tjarnarinnar gróðurlausir og voru búnir að vera það um alllangan tíma. Um árið 2015 nam vatnaplanta sem kallast smánykra land í Tjörninni og á mjög stuttum tíma hafði hún þakið mjög stóran hluta tjarnarbotnsins. Önnur nykrutegund, fjallnykra, finnst þar einnig en hún er mun sjaldgæfari og er á stangli víðast hvar en þó er hana helst að finna í Hústjörninni.

Við þetta hefur lífríkið í vatninu breyst til batnaðar, hornsílum hefur fjölgað mjög mikið, en það má segja að áður hafi þau aðeins tórt þarna. Einnig bar aðeins á því að blágrænar bakteríur næðu að fjölga sér mikið yfir sumarið en allra síðustu ár hefur þeirra aðeins orðið vart á vorin en þær ná ekki að mynda blóma. Án efa hafa fiskar gengið í Lækinn og Tjörnina á árum áður en ekki er vitað til þess að aðrir fiskar en hornsíli þrífist þar.

Á og í botninum á Tjörninni lifa nokkrir hópar lífvera og í síðustu sýnatöku árið 2021 voru ánar[2] þar ríkjandi hópur, þá komu smásæ krabbadýr sem kallast vatnaflær, þá lirfur rykmýsflugna og loks annar hópur krabbadýra sem kallast árfætlur. Eru þessir hópar gjarnan algengir í botnseti stöðuvatna.

Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur vaktað lífríki Reykjavíkurtjarnar og skoðað efna- og eðlisþætti, vatnagróður, smádýralíf og hornsíli. Á vef stofnunarinnar má skoða niðurstöður: Vöktun á lífríki Reykjavíkurtjarnar - Náttúrufræðistofa Kópavogs.

Tilvísanir:
  1. ^ Á korti sem fylgir svari við spurningunni Hvaðan kemur vatnið í Tjörnina í Reykjavík? sést staðsetning Hústjarnarinnar.
  2. ^ Ánar tilheyra flokki liðorma (Oligochaeta).

Mynd:

Höfundur

Finnur Ingimarsson

forstöðumaður Náttúrufræðistofu Kópavogs

Útgáfudagur

16.5.2022

Spyrjandi

Malcolm Fraser, Jónína Sigurgeirsdóttir

Tilvísun

Finnur Ingimarsson. „Eru fiskar í Tjörninni í Reykjavík?“ Vísindavefurinn, 16. maí 2022. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53637.

Finnur Ingimarsson. (2022, 16. maí). Eru fiskar í Tjörninni í Reykjavík? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53637

Finnur Ingimarsson. „Eru fiskar í Tjörninni í Reykjavík?“ Vísindavefurinn. 16. maí. 2022. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53637>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru fiskar í Tjörninni í Reykjavík?
Hér er einnig svarað spurningunni:

Gætuð þið sagt mér frá botnlífi Reykjavíkurtjarnarinnar?

Lífríki Reykjavíkurtjarnar hefur tekið ýmsum breytingum í tímans rás. Í upphafi hefur Tjörnin verið sjávarlón sem sjórinn hefur stíflað með malarkambi og er hún talin hafa lokast af fyrir um 1200 árum. Lækurinn, útfall úr Tjörninni, rann áður opinn út í sjó og þar sem Tjörnin er aðeins í um 2 m hæð yfir meðalsjávarmáli gætti flóðs og fjöru í tjörninni og kom sjór inn í gegnum lækinn. Árið 1913 var Lækurinn settur í stokk og seinna var honum lokað og Lækjargata lögð yfir Lækinn. Nú er búið að koma fyrir loku þannig að einstreymi er út úr Tjörninni og tekur það fyrir sjóblöndun í hana.

Fram til ársins 1962 var skólpi veitt í Tjörnina en nú á að vera búið að koma í veg fyrir alla slíka losun þótt alltaf sé hætta á því að við nýframkvæmdir og lagfæringar komi upp rangar tengingar milli ofanvatnsveitu og skólps.

Síðustu ár virðist lífríki Tjarnarinnar hafa verið í framför að mörgu leyti.

Síðustu ár virðist lífríki Tjarnarinnar hafa verið í framför að mörgu leyti. Fyrir utan Hústjörnina[1] þá voru aðrir hlutar Tjarnarinnar gróðurlausir og voru búnir að vera það um alllangan tíma. Um árið 2015 nam vatnaplanta sem kallast smánykra land í Tjörninni og á mjög stuttum tíma hafði hún þakið mjög stóran hluta tjarnarbotnsins. Önnur nykrutegund, fjallnykra, finnst þar einnig en hún er mun sjaldgæfari og er á stangli víðast hvar en þó er hana helst að finna í Hústjörninni.

Við þetta hefur lífríkið í vatninu breyst til batnaðar, hornsílum hefur fjölgað mjög mikið, en það má segja að áður hafi þau aðeins tórt þarna. Einnig bar aðeins á því að blágrænar bakteríur næðu að fjölga sér mikið yfir sumarið en allra síðustu ár hefur þeirra aðeins orðið vart á vorin en þær ná ekki að mynda blóma. Án efa hafa fiskar gengið í Lækinn og Tjörnina á árum áður en ekki er vitað til þess að aðrir fiskar en hornsíli þrífist þar.

Á og í botninum á Tjörninni lifa nokkrir hópar lífvera og í síðustu sýnatöku árið 2021 voru ánar[2] þar ríkjandi hópur, þá komu smásæ krabbadýr sem kallast vatnaflær, þá lirfur rykmýsflugna og loks annar hópur krabbadýra sem kallast árfætlur. Eru þessir hópar gjarnan algengir í botnseti stöðuvatna.

Náttúrufræðistofa Kópavogs hefur vaktað lífríki Reykjavíkurtjarnar og skoðað efna- og eðlisþætti, vatnagróður, smádýralíf og hornsíli. Á vef stofnunarinnar má skoða niðurstöður: Vöktun á lífríki Reykjavíkurtjarnar - Náttúrufræðistofa Kópavogs.

Tilvísanir:
  1. ^ Á korti sem fylgir svari við spurningunni Hvaðan kemur vatnið í Tjörnina í Reykjavík? sést staðsetning Hústjarnarinnar.
  2. ^ Ánar tilheyra flokki liðorma (Oligochaeta).

Mynd:...