Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?

Geir Þ. Þórarinsson

Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla jafna ekki hlotið arf. Konur nutu reyndar afar lítillar virðingar almennt. Þær vörðu nær öllum tíma sínum innan veggja heimilisins og stigu sjaldnast út fyrir hússins dyr, nema þá í fylgd húsbóndans eða hugsanlega ambáttar.

Konur sáu alfarið um heimilið en karlinn vann fyrir heimilinu. Þær konur sem ekki höfðu þræla til þess að versla fyrir sig eða sækja vatn í brunninn sáu ef til vill um slíkt sjálfar. Hins vegar voru konur útlendinga í Aþenu síður luktar inni á heimilum sínum og þær unnu oft úti, til dæmis í sölubás á markaðnum. Þannig gat félagsleg staða kvenna í Aþenu skipt máli um hvernig daglegt líf þeirra var. Bæði drengir og stúlkur gátu fengið sömu menntun en oft kostuðu foreldrar stúlkna þó minna til menntunar þeirra, svo að þær gengu að öllum líkindum ekki eins lengi í skóla og drengirnir og sennilega hlutu þær oftast menntun sína heima fyrir með áherslu á heimilisstörf. Útlenskar konur, ambáttir og frelsingjakonur gátu unnið fyrir sér sem fylgdarkonur og dansarar sem skemmtu körlum en slíkar konur nefndust hetærur. Sennilega er frægasta hetæran Aspasia, ástkona Períklesar. Gerður var greinarmunur á hetærum og öðrum vændiskonum (pornai).


Málverk eftir franska málarann Jean-Jacques-François Le Barbier (1738-1828) af spartverskri konu gefa syni sínum skjöld.

Í Spörtu var fyrirkomulagið öðruvísi. Þar má segja að hafi verið opinbert menntakerfi og miðaði spartverska kerfið að því öðru fremur að viðhalda hernaðarmætti borgarinnar. Allir drengir hlutu herþjálfun frá sjö ára aldri og allt fram til tvítugs en að þjálfuninni lokinni gengu þeir í herinn. Af því að karlanna naut ekki við í daglegu lífi, þar eð þeir vörðu öllum tíma sínum í herþjálfun og hernað, urðu konur að reka samfélagið að verulegu leyti. Menntun spartverskra stúlkna miðaði því meðal annars að því að búa þær undir það hlutverk sitt. Spartverskar stúlkur voru því ekki luktar inni á heimilum sínum og tóku til dæmis opinberlega þátt í íþróttaleikjum, svo sem glímu eða spjótkasti, og hvers kyns hátíðum.

Ólíkt aþenskum konum gátu spartverskar konur gátu átt eignir og hlotið arf. Munurinn á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu stafaði því aðallega af spartverskri samfélagsgerð og ólíkum þörfum þess samfélags.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

17.11.2009

Spyrjandi

Íris Hauksdóttir, f. 1993

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2009. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53678.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 17. nóvember). Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53678

Geir Þ. Þórarinsson. „Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2009. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53678>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Var einhver munur á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu til forna?
Já, munur var á stöðu kvenna í Aþenu annars vegar og Spörtu hins vegar. Í Aþenu var staða kvenna á klassískum tíma afar bág, þær höfðu ekki borgararéttindi þótt þær væru aþenskir borgarar og þær nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Þær fengu ekki að taka þátt í stjórnmálum, máttu ekki eiga eignir og gátu alla jafna ekki hlotið arf. Konur nutu reyndar afar lítillar virðingar almennt. Þær vörðu nær öllum tíma sínum innan veggja heimilisins og stigu sjaldnast út fyrir hússins dyr, nema þá í fylgd húsbóndans eða hugsanlega ambáttar.

Konur sáu alfarið um heimilið en karlinn vann fyrir heimilinu. Þær konur sem ekki höfðu þræla til þess að versla fyrir sig eða sækja vatn í brunninn sáu ef til vill um slíkt sjálfar. Hins vegar voru konur útlendinga í Aþenu síður luktar inni á heimilum sínum og þær unnu oft úti, til dæmis í sölubás á markaðnum. Þannig gat félagsleg staða kvenna í Aþenu skipt máli um hvernig daglegt líf þeirra var. Bæði drengir og stúlkur gátu fengið sömu menntun en oft kostuðu foreldrar stúlkna þó minna til menntunar þeirra, svo að þær gengu að öllum líkindum ekki eins lengi í skóla og drengirnir og sennilega hlutu þær oftast menntun sína heima fyrir með áherslu á heimilisstörf. Útlenskar konur, ambáttir og frelsingjakonur gátu unnið fyrir sér sem fylgdarkonur og dansarar sem skemmtu körlum en slíkar konur nefndust hetærur. Sennilega er frægasta hetæran Aspasia, ástkona Períklesar. Gerður var greinarmunur á hetærum og öðrum vændiskonum (pornai).


Málverk eftir franska málarann Jean-Jacques-François Le Barbier (1738-1828) af spartverskri konu gefa syni sínum skjöld.

Í Spörtu var fyrirkomulagið öðruvísi. Þar má segja að hafi verið opinbert menntakerfi og miðaði spartverska kerfið að því öðru fremur að viðhalda hernaðarmætti borgarinnar. Allir drengir hlutu herþjálfun frá sjö ára aldri og allt fram til tvítugs en að þjálfuninni lokinni gengu þeir í herinn. Af því að karlanna naut ekki við í daglegu lífi, þar eð þeir vörðu öllum tíma sínum í herþjálfun og hernað, urðu konur að reka samfélagið að verulegu leyti. Menntun spartverskra stúlkna miðaði því meðal annars að því að búa þær undir það hlutverk sitt. Spartverskar stúlkur voru því ekki luktar inni á heimilum sínum og tóku til dæmis opinberlega þátt í íþróttaleikjum, svo sem glímu eða spjótkasti, og hvers kyns hátíðum.

Ólíkt aþenskum konum gátu spartverskar konur gátu átt eignir og hlotið arf. Munurinn á stöðu kvenna í Aþenu og Spörtu stafaði því aðallega af spartverskri samfélagsgerð og ólíkum þörfum þess samfélags.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...