Sólin Sólin Rís 04:13 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:17 • Sest 10:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:13 • sest 22:53 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:17 • Sest 10:49 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:10 • Síðdegis: 21:32 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:15 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?

Geir Þ. Þórarinsson

Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Að öllum líkindum má heimfæra þetta upp á öll samfélög fornaldar.

Meðal Grikkja voru hjónabönd talin þjóna þeim tilgangi öðrum fremur að ala mönnum afkomendur. Konur áttu svo að halda sig heima og láta helst ekki sjá sig á almannafæri og virðulegar konur gerðu það ekki. Í útfararræðu Períklesar sem er að finna í annarri bók Þúkýdídesar um Pelópsskagastríðið segir Períkles til dæmis að það sé höfuðkostur á konu að hún sé hvorki lofuð né löstuð. Með öðrum orðum ættu karlmenn helst aldrei að þurfa að heyra minnst á konur og verða sem allra minnst varir við þær eða ónáðaðir af þeim.

Aristóteles var engin undantekning. Hann var haldinn sömu kvenfyrirlitningunni og meira eða minna allir grískir karlmenn. En Aristóteles reyndi líka að finna henni fræðilegar og heimspekilegar undirstöður. Hann færði rök fyrir því að konur væru í raun bara „vanskapaðir“ karlar og að þeir væru í eðli sínu æðra kynið. Hann hafði kenningu um náttúrulegan þrældóm og hélt að körlum væri eðlilegt að ríkja yfir konum eins og gömlum yfir ungum og að sumu leyti eins og herra yfir þræl sínum; á hinn bóginn væri konum eðlilegt að vera körlunum undirgefnar og hlýða.

Í samskiptum kynjanna eru konur þolendur eins og Aristóteles kemst að orði í Siðfræði Níkomakkosar. Þær skortir líka að hans mati hæfileikann til að taka ákvarðanir eins og karlmenn þótt þær skorti ekki endilega greindina og eru meiri tilfinningaverur en karlmenn. Til dæmis gæta hugrakkir menn þess að láta ekki aðra syrgja með sér en það gera hins vegar konur og kvenlegir menn að sögn Aristótelesar. En hann taldi að körlum og konum væri eðlislægt að finna sér maka, búa saman og geta börn; „börnin hnýta kynin saman“ eins og Aristóteles orðar það því að þau eru „sameiginleg heill“ hjónanna (8.12 1162a, þýð. SHS). Þótt körlunum sé samkvæmt þessu eðlilegt að stjórna ættu þeir samt sem áður að bera ákveðna virðingu fyrir konum sínum og líta á þær sem næstum því jafningja sína innan veggja heimilisins.

Í Siðfræði Níkomakkosar segir Aristóteles þar sem hann ber saman heimilishald og stjórnarfar ríkis: „Samfélag manns og konu virðist vera aðalsveldi, því maðurinn stjórnar eftir verðleikum sínum og þegar hann skyldi stjórna en lætur konunni eftir það sem henni hæfir. Ráði maðurinn öllu leiðir sambandið til fámennisstjórnar, því þá brýtur hann á hlutfallslegum verðleikum manns og konu en stjórnar ekki vegna yfirburða sinna. Stundum stjórna þó konur séu þær erfingjar, en þá stjórna þær ekki fyrir eigin ágæti heldur í krafti auðæva og valda, eins og í fámennisveldi.“ (8.10 1160b-61a, þýð. SHS)

Kenningin um náttúrulegan þrældóm, sem Aristóteles reifar í fyrstu bók Stjórnspekinnar, er heimspekileg kenning sem byggir á einhvers konar stigveldi meðal einstaklinga þannig að sumir séu æðri en aðrir. En hugmyndinni um að konur væru óæðra kynið fann hann hins vegar réttlætingu í líffræði sinni. Líffræðileg umfjöllun Aristótelesar um konur og raunar líffræði mannsins almennt stenst engan vegin samanburð við til að mynda sjávarlíffræði hans sem er oft furðugóð miðað við aldur enda þótt þar skjátlist honum stundum líka all verulega. Í ritinu Um getnað dýra fjallar Aristóteles ítarlega um getnað hinna ýmsu dýrategunda, þar á meðal mannsins. Hann hélt til dæmis að við getnað legðu konur einungis til efni í fóstrið en að form þess (og þar með sál þess) kæmi úr sæði mannsins; konan væri því efnisorsök en karlinn væri gerandaorsök, formleg orsök og tilgangsorsök barnsins. Hann hélt enn fremur að efnisorsakir væru almennt séð ekki eins mikilvægar og hinar og sem slíkar væru konur óæðra kynið. Þannig reyndi Aristóteles að réttlæta hugmyndir sínar um kynin með líffræði sinni.

En þótt Aristóteles hafi fundið heimspekilega og líffræðilega réttlætingu fyrir kvenfyrirlitningunni er hún samt sem áður ekki nauðsynlegur og óaðskiljanlegur hluti af heimspeki hans. Kenningar hans velta ekki endilega á að þessi atriði séu samþykkt heldur má gera á þeim viðeigandi breytingar. Sumir femínistar, eins og til dæmis Martha Nussbaum, hafa meira að segja tekið upp ýmsar af kenningum Aristótelesar og gert sér mat úr þeim.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Aristóteles, Siðfræði Níkómakkosar. Svavar Hrafn Svavarsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1995).

Myndir:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

12.5.2009

Spyrjandi

Sævar Már Gústavsson, f. 1991

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2009, sótt 25. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51767.

Geir Þ. Þórarinsson. (2009, 12. maí). Hvaða álit hafði Aristóteles á konum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51767

Geir Þ. Þórarinsson. „Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2009. Vefsíða. 25. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51767>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða álit hafði Aristóteles á konum?
Það verður seint sagt að konur hafi notið mikillar virðingar í Grikklandi hinu forna. Margt af því sem Grikkir töldu einkenna konur og vera kvenlegt mátu þeir lítils; margt af því sem þeir mátu lítils töldu þeir kvenlegt. Almennt var staða kvenna bág, þær höfðu engin pólitísk réttindi og nutu á engan hátt jafnræðis á við karla. Að öllum líkindum má heimfæra þetta upp á öll samfélög fornaldar.

Meðal Grikkja voru hjónabönd talin þjóna þeim tilgangi öðrum fremur að ala mönnum afkomendur. Konur áttu svo að halda sig heima og láta helst ekki sjá sig á almannafæri og virðulegar konur gerðu það ekki. Í útfararræðu Períklesar sem er að finna í annarri bók Þúkýdídesar um Pelópsskagastríðið segir Períkles til dæmis að það sé höfuðkostur á konu að hún sé hvorki lofuð né löstuð. Með öðrum orðum ættu karlmenn helst aldrei að þurfa að heyra minnst á konur og verða sem allra minnst varir við þær eða ónáðaðir af þeim.

Aristóteles var engin undantekning. Hann var haldinn sömu kvenfyrirlitningunni og meira eða minna allir grískir karlmenn. En Aristóteles reyndi líka að finna henni fræðilegar og heimspekilegar undirstöður. Hann færði rök fyrir því að konur væru í raun bara „vanskapaðir“ karlar og að þeir væru í eðli sínu æðra kynið. Hann hafði kenningu um náttúrulegan þrældóm og hélt að körlum væri eðlilegt að ríkja yfir konum eins og gömlum yfir ungum og að sumu leyti eins og herra yfir þræl sínum; á hinn bóginn væri konum eðlilegt að vera körlunum undirgefnar og hlýða.

Í samskiptum kynjanna eru konur þolendur eins og Aristóteles kemst að orði í Siðfræði Níkomakkosar. Þær skortir líka að hans mati hæfileikann til að taka ákvarðanir eins og karlmenn þótt þær skorti ekki endilega greindina og eru meiri tilfinningaverur en karlmenn. Til dæmis gæta hugrakkir menn þess að láta ekki aðra syrgja með sér en það gera hins vegar konur og kvenlegir menn að sögn Aristótelesar. En hann taldi að körlum og konum væri eðlislægt að finna sér maka, búa saman og geta börn; „börnin hnýta kynin saman“ eins og Aristóteles orðar það því að þau eru „sameiginleg heill“ hjónanna (8.12 1162a, þýð. SHS). Þótt körlunum sé samkvæmt þessu eðlilegt að stjórna ættu þeir samt sem áður að bera ákveðna virðingu fyrir konum sínum og líta á þær sem næstum því jafningja sína innan veggja heimilisins.

Í Siðfræði Níkomakkosar segir Aristóteles þar sem hann ber saman heimilishald og stjórnarfar ríkis: „Samfélag manns og konu virðist vera aðalsveldi, því maðurinn stjórnar eftir verðleikum sínum og þegar hann skyldi stjórna en lætur konunni eftir það sem henni hæfir. Ráði maðurinn öllu leiðir sambandið til fámennisstjórnar, því þá brýtur hann á hlutfallslegum verðleikum manns og konu en stjórnar ekki vegna yfirburða sinna. Stundum stjórna þó konur séu þær erfingjar, en þá stjórna þær ekki fyrir eigin ágæti heldur í krafti auðæva og valda, eins og í fámennisveldi.“ (8.10 1160b-61a, þýð. SHS)

Kenningin um náttúrulegan þrældóm, sem Aristóteles reifar í fyrstu bók Stjórnspekinnar, er heimspekileg kenning sem byggir á einhvers konar stigveldi meðal einstaklinga þannig að sumir séu æðri en aðrir. En hugmyndinni um að konur væru óæðra kynið fann hann hins vegar réttlætingu í líffræði sinni. Líffræðileg umfjöllun Aristótelesar um konur og raunar líffræði mannsins almennt stenst engan vegin samanburð við til að mynda sjávarlíffræði hans sem er oft furðugóð miðað við aldur enda þótt þar skjátlist honum stundum líka all verulega. Í ritinu Um getnað dýra fjallar Aristóteles ítarlega um getnað hinna ýmsu dýrategunda, þar á meðal mannsins. Hann hélt til dæmis að við getnað legðu konur einungis til efni í fóstrið en að form þess (og þar með sál þess) kæmi úr sæði mannsins; konan væri því efnisorsök en karlinn væri gerandaorsök, formleg orsök og tilgangsorsök barnsins. Hann hélt enn fremur að efnisorsakir væru almennt séð ekki eins mikilvægar og hinar og sem slíkar væru konur óæðra kynið. Þannig reyndi Aristóteles að réttlæta hugmyndir sínar um kynin með líffræði sinni.

En þótt Aristóteles hafi fundið heimspekilega og líffræðilega réttlætingu fyrir kvenfyrirlitningunni er hún samt sem áður ekki nauðsynlegur og óaðskiljanlegur hluti af heimspeki hans. Kenningar hans velta ekki endilega á að þessi atriði séu samþykkt heldur má gera á þeim viðeigandi breytingar. Sumir femínistar, eins og til dæmis Martha Nussbaum, hafa meira að segja tekið upp ýmsar af kenningum Aristótelesar og gert sér mat úr þeim.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:
  • Aristóteles, Siðfræði Níkómakkosar. Svavar Hrafn Svavarsson (þýð.) (Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1995).

Myndir:...