Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Eru ofskynjunarsveppir ólöglegir á Íslandi?

Árni Helgason

Já, innflutningur, útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla ofskynjunarsveppa er ólögleg skv. lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni. Í 1. mgr., sbr. 4. mgr. 2. gr. laganna kemur fram að neysla þeirra efna sem talin eru upp í lögunum sé bönnuð.

Í 6. gr. laganna er rakinn listi þeirra efna sem er ólöglegt að neyta. Meðal þeirra efna er silocíbin (e. psilocybin) sem er í sumum sveppum og veldur ofskynjunum. Fyrir þá sem vilja lesa nánar um ofskynjunarsveppi og önnur efni í sveppum er bent á þessa grein á vef Lýðheilsustöðvar.

Brot gegn lögunum varða fangelsi allt að 6 árum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Höfundur

lögfræðingur

Útgáfudagur

3.12.2009

Spyrjandi

Arnar Karl

Tilvísun

Árni Helgason. „Eru ofskynjunarsveppir ólöglegir á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 3. desember 2009. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=53697.

Árni Helgason. (2009, 3. desember). Eru ofskynjunarsveppir ólöglegir á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=53697

Árni Helgason. „Eru ofskynjunarsveppir ólöglegir á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 3. des. 2009. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=53697>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Eru ofskynjunarsveppir ólöglegir á Íslandi?
Já, innflutningur, útflutningur, sala, kaup, skipti, afhending, móttaka, framleiðsla, tilbúningur og varsla ofskynjunarsveppa er ólögleg skv. lögum nr. 65/1974, um ávana- og fíkniefni. Í 1. mgr., sbr. 4. mgr. 2. gr. laganna kemur fram að neysla þeirra efna sem talin eru upp í lögunum sé bönnuð.

Í 6. gr. laganna er rakinn listi þeirra efna sem er ólöglegt að neyta. Meðal þeirra efna er silocíbin (e. psilocybin) sem er í sumum sveppum og veldur ofskynjunum. Fyrir þá sem vilja lesa nánar um ofskynjunarsveppi og önnur efni í sveppum er bent á þessa grein á vef Lýðheilsustöðvar.

Brot gegn lögunum varða fangelsi allt að 6 árum.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:...