Hvernig er plast endurunnið hér á landi?Plast er búið til úr mismunandi fjölliðum. Því miður eru ekki til íslensk heiti á þeim en algengt er að nota skammstafanir þeirra. Þær algengustu eru: high-density polyethylene (HDPE), low-density polyethylene (LDPE), polypropylene (PP), polyvinyl chloride (PVC), poly(ethylene terephthalate) (PET), polystyrene (PS) og polyurethane (PUR). Um 80% plastefna sem notuð voru í Evrópusambandinu árið 2011 voru unnin úr þessum sjö fjölliðum.

Plast er ekki það sama og plast. Því er mikilvægt að flokka og aðgreina frá mismunandi tegundir plasts áður en hægt er að endurvinna það.
- Aðskilnun út frá eðlismassa og floti: sumt plast flýtur í vatni á meðan annað sekkur. Það er því hægt að nota eðlismassann til að gera „flotpróf“ á plastinu og aðskilja það að einhverju leyti þannig.
- Röntgengeislatækni: röntgengeislar geta verið notaðar til að greina á milli mismunandi plastefna út frá þéttleika þeirra.
- Innrauðir skynjarar: þegar lýst er á plast endurkastar það aðallega innrauðu ljósi, þannig er hægt að nota innrauða skynjara til að aðgreina plasttegundirnar út frá því hvaða ljósbylgjum nákvæmlega þær endurkasta.

Ein algengasta aðferðin við endurvinnslu plasts er svokölluð þrýstimótun (e. extrusion).
- Singh, N. o.fl. Recycling of Plastic Solid Waste: A State of Art Review and Future Applications. Composites Part B: Engineering. 2017, 115, 409–422.
- Shen, L.; Worrell, E. Plastic Recycling. Í Handbook of Recycling: State-of-the-art for Practitioners, Analysts, and Scientists; Elsevier Inc., 2014; 179–190.
- Sorpa. Plast án úrvinnslugjalds.
- Types of Plastic - Union Thai Polyplast. (Sótt 18.12.2020).
- Overview of a plastic extrusion machine with the plasticizing component... | Download Scientific Diagram - (researchgate.net). Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. (Sótt 18.12.2020).