Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:22 • sest 17:00 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:51 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:25 • Síðdegis: 13:54 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er?

Trausti Jónsson

Úrkoma er mæld með nokkrum gerðum mælitækja. Hér á landi eru nú um 80 mannaðar veðurstöðvar sem mæla úrkomu. Úrkoma er einnig mæld á um 60 sjálfvirkum stöðvum sem Veðurstofan og Landsvirkjun reka. Mönnuðum stöðvum fer fækkandi en sjálfvirkum fjölgandi.

Magn úrkomu er gefið upp í millimetrum (mm), 5 mm úrkoma jafngildir því að 5 mm lag af vatni hafi lagst yfir alla jörðina í námunda við úrkomumælinn. Þetta magn jafngildir 5 lítrum á fermetra.

Staðarval fyrir úrkomumæla getur verið erfitt. Æskilegt er að forðast staði þar sem nálæg hús, önnur mannvirki eða trjágróður geta truflað vind þannig að úrkoma beinist sérstaklega frá eða að mælinum.

Úrkomumæling á mönnuðum stöðvum

Úrkoma er mæld á öllum mönnuðum stöðvum kl. 9 að morgni en þar að auki kl. 18 á hefðbundnum veðurskeytastöðvum. Flestar mönnuðu úrkomumælistöðvarnar senda Veðurstofunni daglega skeyti um mælinguna kl. 9.

Úrkomumælir sem notaður er á mönnuðum stöðvum.

Úrkomumælir sá sem notaður er á mönnuðum stöðvum (mynd hér til hliðar) samanstendur af tveimur hólkum 30-40 cm háum. Í neðri hólkinum (a) sem er lokaður að neðan er komið fyrir brúsa úr plasti. Botn efri hólksins (b) er trekt með litlu opi og rennur því úrkoman sem fellur í efri hólkinn ofan í brúsann. Op efri hólksins er nákvæmlega 200 cm2 að flatarmáli.

Hólkarnir eru skorðaðir í járngrind sem fest er á staur (d) og er op efri hólksins venjulega í 1,5 m hæð yfir jörðu. Á snjóþungum stöðum eru mælarnir þó hafðir hærra frá jörðu, allt að 2 m. Fylgjast þarf með að ekki sé bleyta í neðri hólknum því hann getur tekið við þó nokkru vatnsmagni ef úrkomubrúsi fyllist í aftakarigningu. Í miklum vindi skilar úrkoman sér illa ofan í efri hólkinn og er því notuð vindhlíf (c) til að draga úr áhrifum vindsins. Hún er fest við grindina sem hólkarnir eru skorðaðir í.

Úrkomumæliglas. Álestur 4,0 mm.

Úrkomumagnið er mælt í sérstöku mæliglasi úr plasti eða gleri (mynd hér til hliðar). Kvarði glassins er þannig að á honum má lesa dýpt þess vatns (í mm og 1/10 mm) sem úrkoma myndi valda á láréttri jörð ef ekkert sigi niður, rynni burt eða gufaði upp. Við álestur er glasið látið standa á láréttum fleti. Vegna viðloðunar vatnsins við glasið verður yfirborð vatnsins svolítið íhvolft og skal álesturinn miðast við lægstu stöðu yfirborðsins.

Ekki má láta undir höfuð leggjast að aðgæta hvort vatn sé í mælinum hvern dag, jafnvel þótt athugunarmaður telji víst, að ekkert hafi rignt. Sé vatn í mælinum er því hellt í mæliglasið og er hægt að gera það úti eða inni eftir vild.

Sé snjór eða ís í mælinum er efra hylkið og brúsinn tekinn inn og snjórinn bræddur, en jafnskjótt er sett út annað hylki og brúsi. Um leið og snjórinn er þíddur, er hellt í mæliglasið og lesið á það. Þess skal gætt að setja ekki snjóinn eða ísinn, sem bræða skal, of nærri ofni eða hitunartæki, þó að gott sé að þiðnunin taki sem stystan tíma. Ekki má vatnið hitna eftir að ísinn er bræddur, heldur skal það mælt strax svo að ekkert gufi upp. Gæta þarf þess að missa ekki dropa niður þegar hellt er í mæliglasið og skiljið ekkert eftir. Drjúgur dropi getur orðið eftir í brúsanum ef hirðuleysislega er hellt úr honum.

Ef vatnið kemst ekki allt í glasið í einu verður að mæla tvisvar eða oftar og leggja tölurnar saman. Ekki má hella neinu niður heldur skal glasið tæmt jafnóðum í sérstakt ílát svo að unnt sé að endurtaka mælinguna. Sé snjór eða ís í mælinum verður hann að bráðna áður en mælt er. Taka verður báða hólka mælisins inn auk brúsans hafi snjór sest innan á neðri hólkinn. Aðrir eru settir í staðinn. Hægt er að bræða snjó og ís á þrennan hátt (varist mjög heitt vatn):
  • Hólkarnir með brúsanum settir ofan í volgt vatn og hafðir þar þar til snjórinn er bráðnaður. Leggið lok eða spjald ofan á op efri hólks til að draga úr uppgufun.
  • Leggið klút vættan í volgu vatni utan um hólkana og brúsann til að flýta bráðnun. Leggið lok eða spjald ofan á op til að draga úr uppgufun. Ekki má láta vatn renna á hólkinn.
  • Hægt er að hella volgu vatni ofan í hólk/brúsa til að flýta bráðnun. Vatnsmagnið verður að mæla nákvæmlega áður í mæliglasinu. Þegar snjórinn er bráðnaður er mælt á venjulegan hátt. Það magn af volgu vatni sem bætt var við, er síðan dregið frá heildartölunni. Þetta er fljótlegasta aðferðin, en jafnframt sú vandasamasta.

Þegar snjóar í hvassviðri er hætt við að úrkoman mælist mjög laklega. Athugunarmenn eru beðnir að skrá í athugasemdir ef þeim virðist úrkoman hafa verið meiri en mælingin gefur til kynna.

Úrkomumælingar á sjálfvirkum stöðvum

Tæki frá nokkrum framleiðendum eru í notkun hér á landi en í meginatriðum skiptast mælarnir í tvær gerðir. Annars vegar er úrkoman vegin í sífellu eftir því sem hún safnast í mælifötuna, en hins vegar er notað svonefnt vegasalt. Lítið mál tekur við úrkomunni úr trektinni. Þegar það er fullt sígur það niður og tæmist en annað mál rís um leið til að taka við næsta úrkomuskammti.

Flestir sjálfvirku mælarnir skrá athuganir sínar á 10 mínútna fresti allan sólarhringinn. Oftast er úrkoma 10 mínútna engin. Vogarmælarnir geta flestir tekið við um 600 mm úrkomu í fötuna, þá þarf að tæma hana með handafli. Snjór skilar sér ekki vel í sjálfvirku mælana en í sumum tilvikum er sérstakur hitagjafi í mælunum til snjóbræðslu. Hvassviðri getur einnig truflað mælinguna með hristingi sem það veldur. Lítilsháttar uppgufun er úr fötumælinum, jafnvel þótt regla sé að setja olíu ofan á vatnið í fötunni.

Mælingar, bæði mannaðar og sjálfvirkar, eru mjög erfiðar þar sem hlutfall snævar í heildarúrkomu er hátt og þar sem mjög vindasamt er. Þannig aðstæður eru algengar á hálendinu en einnig sums staðar á láglendi.

Höfundur

Trausti Jónsson

veðurfræðingur

Útgáfudagur

3.11.2011

Spyrjandi

Bjarni Jónasson, Ingibjörg Guðmundsdóttir

Tilvísun

Trausti Jónsson. „Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er?“ Vísindavefurinn, 3. nóvember 2011, sótt 4. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54631.

Trausti Jónsson. (2011, 3. nóvember). Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54631

Trausti Jónsson. „Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er?“ Vísindavefurinn. 3. nóv. 2011. Vefsíða. 4. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54631>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér hver aðferðafræðin við úrkomumælingar er?
Úrkoma er mæld með nokkrum gerðum mælitækja. Hér á landi eru nú um 80 mannaðar veðurstöðvar sem mæla úrkomu. Úrkoma er einnig mæld á um 60 sjálfvirkum stöðvum sem Veðurstofan og Landsvirkjun reka. Mönnuðum stöðvum fer fækkandi en sjálfvirkum fjölgandi.

Magn úrkomu er gefið upp í millimetrum (mm), 5 mm úrkoma jafngildir því að 5 mm lag af vatni hafi lagst yfir alla jörðina í námunda við úrkomumælinn. Þetta magn jafngildir 5 lítrum á fermetra.

Staðarval fyrir úrkomumæla getur verið erfitt. Æskilegt er að forðast staði þar sem nálæg hús, önnur mannvirki eða trjágróður geta truflað vind þannig að úrkoma beinist sérstaklega frá eða að mælinum.

Úrkomumæling á mönnuðum stöðvum

Úrkoma er mæld á öllum mönnuðum stöðvum kl. 9 að morgni en þar að auki kl. 18 á hefðbundnum veðurskeytastöðvum. Flestar mönnuðu úrkomumælistöðvarnar senda Veðurstofunni daglega skeyti um mælinguna kl. 9.

Úrkomumælir sem notaður er á mönnuðum stöðvum.

Úrkomumælir sá sem notaður er á mönnuðum stöðvum (mynd hér til hliðar) samanstendur af tveimur hólkum 30-40 cm háum. Í neðri hólkinum (a) sem er lokaður að neðan er komið fyrir brúsa úr plasti. Botn efri hólksins (b) er trekt með litlu opi og rennur því úrkoman sem fellur í efri hólkinn ofan í brúsann. Op efri hólksins er nákvæmlega 200 cm2 að flatarmáli.

Hólkarnir eru skorðaðir í járngrind sem fest er á staur (d) og er op efri hólksins venjulega í 1,5 m hæð yfir jörðu. Á snjóþungum stöðum eru mælarnir þó hafðir hærra frá jörðu, allt að 2 m. Fylgjast þarf með að ekki sé bleyta í neðri hólknum því hann getur tekið við þó nokkru vatnsmagni ef úrkomubrúsi fyllist í aftakarigningu. Í miklum vindi skilar úrkoman sér illa ofan í efri hólkinn og er því notuð vindhlíf (c) til að draga úr áhrifum vindsins. Hún er fest við grindina sem hólkarnir eru skorðaðir í.

Úrkomumæliglas. Álestur 4,0 mm.

Úrkomumagnið er mælt í sérstöku mæliglasi úr plasti eða gleri (mynd hér til hliðar). Kvarði glassins er þannig að á honum má lesa dýpt þess vatns (í mm og 1/10 mm) sem úrkoma myndi valda á láréttri jörð ef ekkert sigi niður, rynni burt eða gufaði upp. Við álestur er glasið látið standa á láréttum fleti. Vegna viðloðunar vatnsins við glasið verður yfirborð vatnsins svolítið íhvolft og skal álesturinn miðast við lægstu stöðu yfirborðsins.

Ekki má láta undir höfuð leggjast að aðgæta hvort vatn sé í mælinum hvern dag, jafnvel þótt athugunarmaður telji víst, að ekkert hafi rignt. Sé vatn í mælinum er því hellt í mæliglasið og er hægt að gera það úti eða inni eftir vild.

Sé snjór eða ís í mælinum er efra hylkið og brúsinn tekinn inn og snjórinn bræddur, en jafnskjótt er sett út annað hylki og brúsi. Um leið og snjórinn er þíddur, er hellt í mæliglasið og lesið á það. Þess skal gætt að setja ekki snjóinn eða ísinn, sem bræða skal, of nærri ofni eða hitunartæki, þó að gott sé að þiðnunin taki sem stystan tíma. Ekki má vatnið hitna eftir að ísinn er bræddur, heldur skal það mælt strax svo að ekkert gufi upp. Gæta þarf þess að missa ekki dropa niður þegar hellt er í mæliglasið og skiljið ekkert eftir. Drjúgur dropi getur orðið eftir í brúsanum ef hirðuleysislega er hellt úr honum.

Ef vatnið kemst ekki allt í glasið í einu verður að mæla tvisvar eða oftar og leggja tölurnar saman. Ekki má hella neinu niður heldur skal glasið tæmt jafnóðum í sérstakt ílát svo að unnt sé að endurtaka mælinguna. Sé snjór eða ís í mælinum verður hann að bráðna áður en mælt er. Taka verður báða hólka mælisins inn auk brúsans hafi snjór sest innan á neðri hólkinn. Aðrir eru settir í staðinn. Hægt er að bræða snjó og ís á þrennan hátt (varist mjög heitt vatn):
  • Hólkarnir með brúsanum settir ofan í volgt vatn og hafðir þar þar til snjórinn er bráðnaður. Leggið lok eða spjald ofan á op efri hólks til að draga úr uppgufun.
  • Leggið klút vættan í volgu vatni utan um hólkana og brúsann til að flýta bráðnun. Leggið lok eða spjald ofan á op til að draga úr uppgufun. Ekki má láta vatn renna á hólkinn.
  • Hægt er að hella volgu vatni ofan í hólk/brúsa til að flýta bráðnun. Vatnsmagnið verður að mæla nákvæmlega áður í mæliglasinu. Þegar snjórinn er bráðnaður er mælt á venjulegan hátt. Það magn af volgu vatni sem bætt var við, er síðan dregið frá heildartölunni. Þetta er fljótlegasta aðferðin, en jafnframt sú vandasamasta.

Þegar snjóar í hvassviðri er hætt við að úrkoman mælist mjög laklega. Athugunarmenn eru beðnir að skrá í athugasemdir ef þeim virðist úrkoman hafa verið meiri en mælingin gefur til kynna.

Úrkomumælingar á sjálfvirkum stöðvum

Tæki frá nokkrum framleiðendum eru í notkun hér á landi en í meginatriðum skiptast mælarnir í tvær gerðir. Annars vegar er úrkoman vegin í sífellu eftir því sem hún safnast í mælifötuna, en hins vegar er notað svonefnt vegasalt. Lítið mál tekur við úrkomunni úr trektinni. Þegar það er fullt sígur það niður og tæmist en annað mál rís um leið til að taka við næsta úrkomuskammti.

Flestir sjálfvirku mælarnir skrá athuganir sínar á 10 mínútna fresti allan sólarhringinn. Oftast er úrkoma 10 mínútna engin. Vogarmælarnir geta flestir tekið við um 600 mm úrkomu í fötuna, þá þarf að tæma hana með handafli. Snjór skilar sér ekki vel í sjálfvirku mælana en í sumum tilvikum er sérstakur hitagjafi í mælunum til snjóbræðslu. Hvassviðri getur einnig truflað mælinguna með hristingi sem það veldur. Lítilsháttar uppgufun er úr fötumælinum, jafnvel þótt regla sé að setja olíu ofan á vatnið í fötunni.

Mælingar, bæði mannaðar og sjálfvirkar, eru mjög erfiðar þar sem hlutfall snævar í heildarúrkomu er hátt og þar sem mjög vindasamt er. Þannig aðstæður eru algengar á hálendinu en einnig sums staðar á láglendi....