Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:37 • Sest 23:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:30 • Síðdegis: 23:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:04 • Síðdegis: 17:00 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru aðventukertin stundum fimm?

Sigurður Ægisson

Aðventukransar sem við þekkjum á Íslandi eru með fjögur kerti. Hins vegar tíðkast það sums staðar að hafa kertin fimm. Það merkir þó ekki að aðventan sé lengri heldur er fimmta kertið tileinkað Jesúbarninu og kveikt á því á jóladag.

Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina.

Fyrsta kertið nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í og þar sem ekkert pláss var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar.

Önnur heiti þeirra eru (í sömu röð) kerti vonarinnar, kærleikans, gleðinnar og friðarins.

Þegar kertin á aðventukransinum eru fimm þá er það fimmta hvítt, og er kveikt á því á jóladag, til heiðurs afmælisbarninu.

Samkvæmt evangelísk-lútherskri venju er fyrsta aðventukertið gjarnan hvítt, af því að um Kristssunnudag er að ræða (eins og fyrsti sunnudagur allra tímabila kirkjuársins er nefndur), eða þá fjólublátt eins og hin þrjú. Meðal rómversk-kaþólskra er þriðja kertið hins vegar stundum öðruvísi, það er að segja bleikt eins og sjá má á myndinni hér til hliðar, en er á fjórða aðventusunnudeginum skipt út fyrir þann lit, sem er á hinum þremur. Oft er líka um miðjukerti að ræða, það fimmta, hvítt, og er kveikt á því á jóladag, til heiðurs afmælisbarninu.

Og fleiri útgáfur þessa munu vera til.

Myndir:

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

4.12.2009

Síðast uppfært

6.12.2024

Spyrjandi

Þórey Ásgeirsdóttir, f. 1996

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Af hverju eru aðventukertin stundum fimm?“ Vísindavefurinn, 4. desember 2009, sótt 7. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=54671.

Sigurður Ægisson. (2009, 4. desember). Af hverju eru aðventukertin stundum fimm? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=54671

Sigurður Ægisson. „Af hverju eru aðventukertin stundum fimm?“ Vísindavefurinn. 4. des. 2009. Vefsíða. 7. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=54671>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru aðventukertin stundum fimm?
Aðventukransar sem við þekkjum á Íslandi eru með fjögur kerti. Hins vegar tíðkast það sums staðar að hafa kertin fimm. Það merkir þó ekki að aðventan sé lengri heldur er fimmta kertið tileinkað Jesúbarninu og kveikt á því á jóladag.

Aðventukransinn byggist á norður-evrópskri hefð. Hið sígræna greni táknar lífið sem er í Kristi og hringurinn táknar eilífðina.

Fyrsta kertið nefnist spádómakertið og minnir á fyrirheit spámanna Gamla testamentisins er höfðu sagt fyrir um komu frelsarans. Annað kertið nefnist Betlehemskertið. Þar er athyglinni beint að þorpinu sem Jesús fæddist í og þar sem ekkert pláss var fyrir hann. Þriðja kertið nefnist hirðakertið en snauðum og ómenntuðum fjárhirðum voru sögð tíðindin góðu á undan öllum öðrum. Fjórða kertið nefnist síðan englakertið og minnir okkur á þá sem báru mannheimi fregnirnar.

Önnur heiti þeirra eru (í sömu röð) kerti vonarinnar, kærleikans, gleðinnar og friðarins.

Þegar kertin á aðventukransinum eru fimm þá er það fimmta hvítt, og er kveikt á því á jóladag, til heiðurs afmælisbarninu.

Samkvæmt evangelísk-lútherskri venju er fyrsta aðventukertið gjarnan hvítt, af því að um Kristssunnudag er að ræða (eins og fyrsti sunnudagur allra tímabila kirkjuársins er nefndur), eða þá fjólublátt eins og hin þrjú. Meðal rómversk-kaþólskra er þriðja kertið hins vegar stundum öðruvísi, það er að segja bleikt eins og sjá má á myndinni hér til hliðar, en er á fjórða aðventusunnudeginum skipt út fyrir þann lit, sem er á hinum þremur. Oft er líka um miðjukerti að ræða, það fimmta, hvítt, og er kveikt á því á jóladag, til heiðurs afmælisbarninu.

Og fleiri útgáfur þessa munu vera til.

Myndir: ...