Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu líklegt er að það verði hvít jól?

Það er ýmsan fróðleik að finna á heimasíðu Veðurstofunnar sem gaman er að skoða. Meðal annars má þar finna upplýsingar um snjóhulu og snjódýpt í Reykjavík kl. 9 að morgni 25. desember allt frá árinu 1921 til 2008.

Á þessu tímabili var 37 sinnum alhvít jörð á jóladag í Reykjavík. Ef aðeins er horft á þessa tölfræði má því segja að það séu rúmlega 40% líkur á snjó á jóladag. Hafa ber í huga að miðað er við kl. 9 að morgni dags og getur snjóinn hafa tekið upp síðdegis í einhverjum tilvikum.Miðað við snjóalög undanfarna áratugi eru rúmlega 40% líkur á því að jörð sé alhvít í Reykjavík að morgni jóladags.

Mest var snjódýptin árið 1982, en þá mældist hún 29 cm. Þrjú ár þar á undan hafði snjódýptin verið á bilinu 12-20 cm. Næst mesta snjódýpt sem mælst hefur á jóladag í Reykjavík var hins vegar árið 1984, 24 cm.

Undanfarin ár hefur ekki verið mjög mikill snjór í Reykjavík á jóladag, jafnvel þótt jörð hafi verið alhvít í nokkur skipti þá hefur snjódýptin ekki verið meiri en 4 cm síðan árið 1993.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:

Útgáfudagur

17.12.2009

Spyrjandi

Ritstjórn

Höfundur

Tilvísun

EDS. „Hversu líklegt er að það verði hvít jól?“ Vísindavefurinn, 17. desember 2009. Sótt 18. nóvember 2019. http://visindavefur.is/svar.php?id=54823.

EDS. (2009, 17. desember). Hversu líklegt er að það verði hvít jól? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=54823

EDS. „Hversu líklegt er að það verði hvít jól?“ Vísindavefurinn. 17. des. 2009. Vefsíða. 18. nóv. 2019. <http://visindavefur.is/svar.php?id=54823>.

Chicago | APA | MLA

Sendu inn spurningu
eða

Vísindadagatalið

Sigríður Matthíasdóttir

1965

Sigríður Matthíasdóttir er sjálfstætt starfandi fræðimaður. Rannsóknir hennar spanna allvítt svið innan sagnfræðinnar en hún hefur meðal annars fengist við sögu íslenskrar þjóðernisstefnu, háskólasögu og sögu íslenskra vesturferða með áherslu á sögu kvenna.