Sólin Sólin Rís 11:00 • sest 15:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:24 • Sest 10:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:46 • Síðdegis: 18:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 12:02 • Síðdegis: 24:09 í Reykjavík

Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augnknettinum sem samsvarar filmu í gamaldags myndavélum. Sjáaldrið virðist vera svart vegna þess að mestallt ljósið sem berst inn um það er gleypt af vefjum inni í auganu.

Sjáöldrin eru umlukin lithimnu sem gefur augunum lit sinn, eins og nafnið gefur til kynna. Lithimnan samanstendur aðallega af sléttum vöðvum. Annars vegar eru hringvöðvar sem liggja utan um sjáöldrin og hins vegar eru geislavöðvar sem liggja eins og geislar út frá þeim. Þegar hringvöðvarnir dragast saman minnka sjáöldrin og hleypa minni birtu inn í augun. Þetta gerist í mikilli birtu. Þegar geislavöðvarnir dragast aftur á móti saman, stækka sjáöldrin og meiri birtu er hleypt inn í augun. Þetta gerist í myrkri.

Seftaugaboð stuðla að samdrætti hringvöðvanna en driftaugaboð að samdrætti geislavöðvanna. Þetta er í grófum dráttum lýsing á ljósviðbragði sjáaldranna. Þetta viðbragð er oft kannað á slysavarðstofum til að kanna lífsnauðsynlega starfsemi heilastofns sjúklinga sem grunur er um að hafi orðið fyrir heilaskaða.Sjáöldrin bregðast ekki aðeins við ljósi. Þau geta brugðist við sterkum tilfinningum, eins og ótta eða sorg, eða ef skyntaug er snert, til dæmis þegar maður finnur sársauka. Andleg áreynsla getur einnig haft áhrif, eins og þegar maður reynir að muna eitthvað eða þarf að einbeita sér.

Sum lyf, eins og áfengi og ópíöt (til dæmis morfín, heróín og kódeín) valda minnkun sjáaldra, þar sem þau hafa áhrif á seftaugakerfið sem veldur samdrætti hringvöðvanna. Önnur lyf hafa áhrif á driftaugakerfið sem veldur samdrætti geislavöðvanna sem stuðlar að stækkun sjáaldra. Til þeirra lyfja heyra kókaín, meskalín, silocíbin (e. psilocybin) í ofskynjunarsveppum, LSD og amfetamín. Þetta er ein ástæða þess að þeir sem eru háðir þessum lyfjum bera gjarnan dökk sólgleraugu, þar sem lyfin valda útvíkkun sjáaldranna og birta verður því mjög óþægileg þegar sjáöldrin bregðast ekki eðlilega við henni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Af hverju stækka og minnka augasteinarnir? Getur gleði, sorg, þreyta eða næringarleysi haft áhrif eða er það bara notkun lyfja sem hefur áhrif á stækkun og minnkun þeirra?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Geta augasteinar orðið mjög litlir við einhverja misnotkun lyfja eða efna?

Höfundur

Útgáfudagur

7.4.2010

Spyrjandi

Jóhanna Wium, Soffía Egilsdóttir

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?“ Vísindavefurinn, 7. apríl 2010. Sótt 7. desember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=55088.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2010, 7. apríl). Af hverju stækka og minnka augasteinarnir? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55088

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?“ Vísindavefurinn. 7. apr. 2010. Vefsíða. 7. des. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55088>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju stækka og minnka augasteinarnir?
Það sem lítur út fyrir að vera lítill svartur stein í miðju augnanna er í raun alls ekki stein, heldur sjáaldur sem er op. Augasteinninn er inni í augnknettinum sjálfum og er glær, hörð kúla, sem sagt alvöru “steinn”. Hann er augnlinsan og sjáaldrið er ljósopið sem hleypir ljósi inn í augað á sjónuna aftast í augnknettinum sem samsvarar filmu í gamaldags myndavélum. Sjáaldrið virðist vera svart vegna þess að mestallt ljósið sem berst inn um það er gleypt af vefjum inni í auganu.

Sjáöldrin eru umlukin lithimnu sem gefur augunum lit sinn, eins og nafnið gefur til kynna. Lithimnan samanstendur aðallega af sléttum vöðvum. Annars vegar eru hringvöðvar sem liggja utan um sjáöldrin og hins vegar eru geislavöðvar sem liggja eins og geislar út frá þeim. Þegar hringvöðvarnir dragast saman minnka sjáöldrin og hleypa minni birtu inn í augun. Þetta gerist í mikilli birtu. Þegar geislavöðvarnir dragast aftur á móti saman, stækka sjáöldrin og meiri birtu er hleypt inn í augun. Þetta gerist í myrkri.

Seftaugaboð stuðla að samdrætti hringvöðvanna en driftaugaboð að samdrætti geislavöðvanna. Þetta er í grófum dráttum lýsing á ljósviðbragði sjáaldranna. Þetta viðbragð er oft kannað á slysavarðstofum til að kanna lífsnauðsynlega starfsemi heilastofns sjúklinga sem grunur er um að hafi orðið fyrir heilaskaða.Sjáöldrin bregðast ekki aðeins við ljósi. Þau geta brugðist við sterkum tilfinningum, eins og ótta eða sorg, eða ef skyntaug er snert, til dæmis þegar maður finnur sársauka. Andleg áreynsla getur einnig haft áhrif, eins og þegar maður reynir að muna eitthvað eða þarf að einbeita sér.

Sum lyf, eins og áfengi og ópíöt (til dæmis morfín, heróín og kódeín) valda minnkun sjáaldra, þar sem þau hafa áhrif á seftaugakerfið sem veldur samdrætti hringvöðvanna. Önnur lyf hafa áhrif á driftaugakerfið sem veldur samdrætti geislavöðvanna sem stuðlar að stækkun sjáaldra. Til þeirra lyfja heyra kókaín, meskalín, silocíbin (e. psilocybin) í ofskynjunarsveppum, LSD og amfetamín. Þetta er ein ástæða þess að þeir sem eru háðir þessum lyfjum bera gjarnan dökk sólgleraugu, þar sem lyfin valda útvíkkun sjáaldranna og birta verður því mjög óþægileg þegar sjáöldrin bregðast ekki eðlilega við henni.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Í heild hljóðaði spurningin svona:

Af hverju stækka og minnka augasteinarnir? Getur gleði, sorg, þreyta eða næringarleysi haft áhrif eða er það bara notkun lyfja sem hefur áhrif á stækkun og minnkun þeirra?

Hér er einnig svarað spurningunni:
Geta augasteinar orðið mjög litlir við einhverja misnotkun lyfja eða efna?
...