Sólin Sólin Rís 11:02 • sest 15:37 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:24 • Sest 14:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:07 • Síðdegis: 15:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:18 • Síðdegis: 21:34 í Reykjavík

Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?

Helgi Skúli Kjartansson

Hve margir fluttust til Vesturheims?

Athugum fyrst hvar hægt er að finna upplýsingar um einstaka íslenska vesturfara. Um þá er til stórmerkileg bók, Vesturfaraskrá 1870–1914, eftir Júníus Kristinsson. Þar eru taldir upp, í röð eftir sýslum, hreppum og sveitabæjum, ekki færri en 14.268 íslenskir vesturfarar. Tilgreint er nafn, heimili og aldur, starf eða fjölskyldustaða, útflutningsár -höfn og -skip og áfangastaður í Vesturheimi, eftir því sem upplýsingar hrökkva til.

Upplýsingar Júníusar eru í fyrsta lagi frá Ameríkuagentunum sjálfum, eða „útflutningsstjórum“ eins og þeir kölluðust sem skipulögðu hópferðir til Vesturheims og seldu farseðla. Þeir áttu að skila til sýslumanna afritum af farseðlum og skrám um farþega hvers skips, og er allmikið til af þeim gögnum þótt annað hafi glatast eða aldrei verið skilað. Í öðru lagi hefur Júníus upplýsingar frá sóknarprestum, sem áttu að færa í kirkjubækur á hverju ári upplýsingar um fólk sem hafði flust úr prestakallinu. Þótt prestar ræktu ekki alltaf þessa skyldu, og sumar kirkjubækur hafi líka glatast, þá finnst meirihluta vesturfaranna getið á þennan hátt. Svo hefur Júníus í þriðja lagi farið yfir mörg þau rit þar sem helst er getið um einstaka íslenska vesturfara og bætt við fólki sem hvorki fannst getið hjá agentum né prestum. Auk þess bar hann saman við manntöl og margs konar gögn önnur þegar upplýsingar vantaði, t.d. aldur eða heimili, eða bar ekki saman. Verk hans er þannig afar rækilegt og vandlega unnið.


Er vesturfaraskráin þá tæmandi, þannig að færslufjöldinn í henni, 14.268, svari um leið spurningunni um heildarfjölda vesturfara? Nei, þar koma nú ekki öll kurl til grafar. Fáeina vantar sem fóru vestur fyrir 1870, meðal annars til Utah og Brasilíu. Miklu fleiri eru þeir þó sem fóru vestur eftir 1914. En þá voru heimildir Júníusar orðnar svo gloppóttar – ekkert frá agentum og sáralítið frá prestum – að hann sá ekki ástæðu til að teygja skrána lengra. Til að gera það yrði að kanna farþegalista vesturfaraskipanna sem skilað var þegar þau komu í höfn í Kanada eða Bandaríkjunum.

Og svo vantar talsvert á að allir vesturfarar áranna 1870–1914 komi til skila í þeim heimildum sem Júníus notar. Enda eðlilegt, þegar engin heimildin er tæmandi, að vissa einstaklinga vanti í þær allar. Þessum götum mætti að einhverju leyti loka með könnun á farþegalistunum frá Vesturheimi, en slíka rannsókn hefur ekki verið ráðist í.

Hvað voru vesturfararnir þá margir, ef allt er talið? Það hef ég reynt að áætla, fyrst í háskólaritgerð fyrir mörgum árum, síðan með hjálp Steinþórs Heiðarssonar í bók okkar, Framtíð handan hafs. Þar er stuðst við margs konar upplýsingar, meðal annars blaðafréttir og innflytjendatölfræði Kanadamanna, sem frá 1900 töldu Íslendinga sérstaklega í innflytjendaskýrslum. En víða urðum við að áætla eftir líkindum hve margir hefðu farið án þess að koma nokkurs staðar fram. Niðurstöðu okkar má því ekki taka of bókstaflega, en hún var 16.408 vesturfarar á árunum 1871 til 1914. Af þeim væri þá full tvö þúsund ekki að finna í Vesturfaraskránni. Um fjölda vesturfara eftir 1914 er engin traust áætlun til, en hann hefur numið hundruðum, mest fyrstu árin eftir styrjaldarlok 1918. Talið allt til 1930, þá hafa vesturfarar frá Íslandi verið nokkuð yfir 16.500.

Hve margir fluttust heim á ný?

Úr vöndu er að ráða þegar svara á hversu margir fluttust heim til Íslands aftur. Aldrei hefur verið reynt að skrá þá á sama hátt og Júníus gerði við vesturfarana sjálfa. Þeirra sér aðeins stað á óbeinan hátt. Með því að bera íbúafjölda landsins samkvæmt manntölum saman við tölur um fjölda fæddra og dáinna, má reikna svokallaðan flutningsjöfnuð landsins á hverju manntalstímabili (þær tölur má til dæmis finna í mikill fróðleiksnámu um sögulegar hagtölur sem Hagstofan gaf út 1997, bæði á bók og geisladiski, undir heitinu Hagskinna). Sá jöfnuður er auðvitað neikvæður á þessu skeiði, sem táknar að fleiri fluttust frá landinu en til þess. En ef áætlaður fjöldi vesturfaranna er tekinn út úr þessum jöfnuði, og reynt að áætla hvort fleiri Íslendingar hafi flust til Evrópu eða Evrópumenn til Íslands, þá stendur eftir fjöldi heimfluttra vesturfara.

Slíkur reikningur er mikilli óvissu háður, bæði vegna hugsanlegrar ónákvæmni í fjölda vesturfaranna sjálfra og af því hve lítið er vitað um búferlaflutninga milli Íslands og Evrópu. Í bók okkar Steinþórs er samanburður við flutningsjöfnuð landsins notaður til að prófa hvort áætlaður vesturfarafjöldi virðist nærri lagi, en ekki reynt að ná ákveðinni niðurstöðu um fjölda heimfluttra vesturfara. Gróft áætlað má þó slá því fram að þeir hafi verið nálægt einu þúsundi fram til 1914, þar af flestir eftir 1900 en mjög fáir fyrir 1890. Eftir 1914 bætast líklega við nokkur hundruð.

Af vesturförunum öllum munu þá milli fimm og tíu af hundraði hafa snúið aftur til gamla landsins. Það hefur líklega mest verið einhleypt fólk sem fór ungt til Vesturheims og fluttist fljótlega heim aftur. Að heilar fjölskyldur slitu sig upp eftir langa dvöl vestra og flyttust aftur til gamla landsins, það var örugglega sjaldgæft. Í íslenskum manntölum eru nauðafáir sagðir fæddir í Bandaríkjunum eða Kanada, og af því má sjá að heimfluttir vesturfarar höfðu yfirleitt ekki með sér börn fædd vestra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd

 • Hagskinna: Sögulegar hagtölur um Ísland (ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon), Reykjavík (Hagstofa Íslands) 1997.
 • Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson, Framtíð handan hafs: Vesturfarir frá Íslandi 1870–1914 (Sagnfræðirannsóknir, 17. bindi), Reykjavík (Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands) 2003.
 • Júníus H. Kristinsson, Vesturfaraskrá 1870–1914, Reykjavík (Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands) 1983.
 • Myndin er af Íslenska: Fjölbrautaáfangi. Garðaskóli. Sótt 30.12.2005.

Spurningarnar voru upphaflega þessar:

 • Hve margir fluttu vestur um haf og hvar getur maður nálgast upplýsingar um hverjir fóru? (Geir Konráð)
 • Margir Íslendingar settust að í Norður-Ameríku 1870-1914. Einhverjir fluttust aftur til Íslands. Hversu margir voru það? (Helga)

Höfundur

Helgi Skúli Kjartansson

prófessor í sagnfræði, Menntavísindasviði HÍ

Útgáfudagur

30.12.2005

Spyrjandi

Geir Konráð Theodórsson, f. 1986
Helga Hjarðar

Tilvísun

Helgi Skúli Kjartansson. „Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?“ Vísindavefurinn, 30. desember 2005. Sótt 8. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5525.

Helgi Skúli Kjartansson. (2005, 30. desember). Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5525

Helgi Skúli Kjartansson. „Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?“ Vísindavefurinn. 30. des. 2005. Vefsíða. 8. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5525>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hve margir Íslendingar fluttust til Vesturheims og hve margir sneru heim aftur?
Hve margir fluttust til Vesturheims?

Athugum fyrst hvar hægt er að finna upplýsingar um einstaka íslenska vesturfara. Um þá er til stórmerkileg bók, Vesturfaraskrá 1870–1914, eftir Júníus Kristinsson. Þar eru taldir upp, í röð eftir sýslum, hreppum og sveitabæjum, ekki færri en 14.268 íslenskir vesturfarar. Tilgreint er nafn, heimili og aldur, starf eða fjölskyldustaða, útflutningsár -höfn og -skip og áfangastaður í Vesturheimi, eftir því sem upplýsingar hrökkva til.

Upplýsingar Júníusar eru í fyrsta lagi frá Ameríkuagentunum sjálfum, eða „útflutningsstjórum“ eins og þeir kölluðust sem skipulögðu hópferðir til Vesturheims og seldu farseðla. Þeir áttu að skila til sýslumanna afritum af farseðlum og skrám um farþega hvers skips, og er allmikið til af þeim gögnum þótt annað hafi glatast eða aldrei verið skilað. Í öðru lagi hefur Júníus upplýsingar frá sóknarprestum, sem áttu að færa í kirkjubækur á hverju ári upplýsingar um fólk sem hafði flust úr prestakallinu. Þótt prestar ræktu ekki alltaf þessa skyldu, og sumar kirkjubækur hafi líka glatast, þá finnst meirihluta vesturfaranna getið á þennan hátt. Svo hefur Júníus í þriðja lagi farið yfir mörg þau rit þar sem helst er getið um einstaka íslenska vesturfara og bætt við fólki sem hvorki fannst getið hjá agentum né prestum. Auk þess bar hann saman við manntöl og margs konar gögn önnur þegar upplýsingar vantaði, t.d. aldur eða heimili, eða bar ekki saman. Verk hans er þannig afar rækilegt og vandlega unnið.


Er vesturfaraskráin þá tæmandi, þannig að færslufjöldinn í henni, 14.268, svari um leið spurningunni um heildarfjölda vesturfara? Nei, þar koma nú ekki öll kurl til grafar. Fáeina vantar sem fóru vestur fyrir 1870, meðal annars til Utah og Brasilíu. Miklu fleiri eru þeir þó sem fóru vestur eftir 1914. En þá voru heimildir Júníusar orðnar svo gloppóttar – ekkert frá agentum og sáralítið frá prestum – að hann sá ekki ástæðu til að teygja skrána lengra. Til að gera það yrði að kanna farþegalista vesturfaraskipanna sem skilað var þegar þau komu í höfn í Kanada eða Bandaríkjunum.

Og svo vantar talsvert á að allir vesturfarar áranna 1870–1914 komi til skila í þeim heimildum sem Júníus notar. Enda eðlilegt, þegar engin heimildin er tæmandi, að vissa einstaklinga vanti í þær allar. Þessum götum mætti að einhverju leyti loka með könnun á farþegalistunum frá Vesturheimi, en slíka rannsókn hefur ekki verið ráðist í.

Hvað voru vesturfararnir þá margir, ef allt er talið? Það hef ég reynt að áætla, fyrst í háskólaritgerð fyrir mörgum árum, síðan með hjálp Steinþórs Heiðarssonar í bók okkar, Framtíð handan hafs. Þar er stuðst við margs konar upplýsingar, meðal annars blaðafréttir og innflytjendatölfræði Kanadamanna, sem frá 1900 töldu Íslendinga sérstaklega í innflytjendaskýrslum. En víða urðum við að áætla eftir líkindum hve margir hefðu farið án þess að koma nokkurs staðar fram. Niðurstöðu okkar má því ekki taka of bókstaflega, en hún var 16.408 vesturfarar á árunum 1871 til 1914. Af þeim væri þá full tvö þúsund ekki að finna í Vesturfaraskránni. Um fjölda vesturfara eftir 1914 er engin traust áætlun til, en hann hefur numið hundruðum, mest fyrstu árin eftir styrjaldarlok 1918. Talið allt til 1930, þá hafa vesturfarar frá Íslandi verið nokkuð yfir 16.500.

Hve margir fluttust heim á ný?

Úr vöndu er að ráða þegar svara á hversu margir fluttust heim til Íslands aftur. Aldrei hefur verið reynt að skrá þá á sama hátt og Júníus gerði við vesturfarana sjálfa. Þeirra sér aðeins stað á óbeinan hátt. Með því að bera íbúafjölda landsins samkvæmt manntölum saman við tölur um fjölda fæddra og dáinna, má reikna svokallaðan flutningsjöfnuð landsins á hverju manntalstímabili (þær tölur má til dæmis finna í mikill fróðleiksnámu um sögulegar hagtölur sem Hagstofan gaf út 1997, bæði á bók og geisladiski, undir heitinu Hagskinna). Sá jöfnuður er auðvitað neikvæður á þessu skeiði, sem táknar að fleiri fluttust frá landinu en til þess. En ef áætlaður fjöldi vesturfaranna er tekinn út úr þessum jöfnuði, og reynt að áætla hvort fleiri Íslendingar hafi flust til Evrópu eða Evrópumenn til Íslands, þá stendur eftir fjöldi heimfluttra vesturfara.

Slíkur reikningur er mikilli óvissu háður, bæði vegna hugsanlegrar ónákvæmni í fjölda vesturfaranna sjálfra og af því hve lítið er vitað um búferlaflutninga milli Íslands og Evrópu. Í bók okkar Steinþórs er samanburður við flutningsjöfnuð landsins notaður til að prófa hvort áætlaður vesturfarafjöldi virðist nærri lagi, en ekki reynt að ná ákveðinni niðurstöðu um fjölda heimfluttra vesturfara. Gróft áætlað má þó slá því fram að þeir hafi verið nálægt einu þúsundi fram til 1914, þar af flestir eftir 1900 en mjög fáir fyrir 1890. Eftir 1914 bætast líklega við nokkur hundruð.

Af vesturförunum öllum munu þá milli fimm og tíu af hundraði hafa snúið aftur til gamla landsins. Það hefur líklega mest verið einhleypt fólk sem fór ungt til Vesturheims og fluttist fljótlega heim aftur. Að heilar fjölskyldur slitu sig upp eftir langa dvöl vestra og flyttust aftur til gamla landsins, það var örugglega sjaldgæft. Í íslenskum manntölum eru nauðafáir sagðir fæddir í Bandaríkjunum eða Kanada, og af því má sjá að heimfluttir vesturfarar höfðu yfirleitt ekki með sér börn fædd vestra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd

 • Hagskinna: Sögulegar hagtölur um Ísland (ritstj. Guðmundur Jónsson og Magnús S. Magnússon), Reykjavík (Hagstofa Íslands) 1997.
 • Helgi Skúli Kjartansson og Steinþór Heiðarsson, Framtíð handan hafs: Vesturfarir frá Íslandi 1870–1914 (Sagnfræðirannsóknir, 17. bindi), Reykjavík (Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands) 2003.
 • Júníus H. Kristinsson, Vesturfaraskrá 1870–1914, Reykjavík (Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands) 1983.
 • Myndin er af Íslenska: Fjölbrautaáfangi. Garðaskóli. Sótt 30.12.2005.

Spurningarnar voru upphaflega þessar:

 • Hve margir fluttu vestur um haf og hvar getur maður nálgast upplýsingar um hverjir fóru? (Geir Konráð)
 • Margir Íslendingar settust að í Norður-Ameríku 1870-1914. Einhverjir fluttust aftur til Íslands. Hversu margir voru það? (Helga)
...