Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 23:49 • Sest 15:04 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:06 • Síðdegis: 23:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 04:41 • Síðdegis: 17:31 í Reykjavík

Hvað er minnsta egg í heimi stórt?

Jón Már Halldórsson

Hér er gengið út frá því að spurt sé um fuglsegg en margar mjög smáar lífverur, svo sem krabbaflær og aðrir smásæir hryggleysingjar, verpa einnig eggjum.

Sá fugl sem að jafnaði verpir minnstum eggjum er tegundin sólbríi (Mellisuga minima) sem er af ætt kólibrífugla (Trochilidae). Sólbríinn lifir í skóglendi, (regnskógum og heittempruðum skógum) á nokkrum eyjum Karíbahafsins, til dæmis á Hispaníolu og Jamaíku. Hann er enn nokkuð algengur á þeim slóðum og því ekki talinn í mikilli útrýmingarhættu.Sólbríinn (Mellisuga minima).

Egg sólbríans eru aðeins um 10 mm á lengd og um 0,38 grömm að þyngd. Það er því ekki að undra að hreiður hans eru einnig minnst allra fuglshreiðra. Meðalbreidd þeirra er aðeins um 2 cm og dýptin á bilinu 2-3 cm.

Til samanburðar má nefna að strútsegg, sem eru þyngst allra eggja núlifandi fugla, eru að meðaltali um 1,36 kg eða rúmlega 3.600 sinnum þyngra en egg sólibríans.

Upplýsingar um skyld efni má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins eftir sama höfund:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

2.1.2006

Spyrjandi

Harpa Jóhannesdóttir

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað er minnsta egg í heimi stórt?“ Vísindavefurinn, 2. janúar 2006. Sótt 4. desember 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=5532.

Jón Már Halldórsson. (2006, 2. janúar). Hvað er minnsta egg í heimi stórt? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5532

Jón Már Halldórsson. „Hvað er minnsta egg í heimi stórt?“ Vísindavefurinn. 2. jan. 2006. Vefsíða. 4. des. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5532>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er minnsta egg í heimi stórt?
Hér er gengið út frá því að spurt sé um fuglsegg en margar mjög smáar lífverur, svo sem krabbaflær og aðrir smásæir hryggleysingjar, verpa einnig eggjum.

Sá fugl sem að jafnaði verpir minnstum eggjum er tegundin sólbríi (Mellisuga minima) sem er af ætt kólibrífugla (Trochilidae). Sólbríinn lifir í skóglendi, (regnskógum og heittempruðum skógum) á nokkrum eyjum Karíbahafsins, til dæmis á Hispaníolu og Jamaíku. Hann er enn nokkuð algengur á þeim slóðum og því ekki talinn í mikilli útrýmingarhættu.Sólbríinn (Mellisuga minima).

Egg sólbríans eru aðeins um 10 mm á lengd og um 0,38 grömm að þyngd. Það er því ekki að undra að hreiður hans eru einnig minnst allra fuglshreiðra. Meðalbreidd þeirra er aðeins um 2 cm og dýptin á bilinu 2-3 cm.

Til samanburðar má nefna að strútsegg, sem eru þyngst allra eggja núlifandi fugla, eru að meðaltali um 1,36 kg eða rúmlega 3.600 sinnum þyngra en egg sólibríans.

Upplýsingar um skyld efni má finna í eftirfarandi svörum Vísindavefsins eftir sama höfund:

Heimildir og mynd:...