Sólin Sólin Rís 09:53 • sest 17:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 18:01 • Sest 11:02 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:05 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:55 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík

Hvar búa flestir frumbyggjar Ástralíu?

EDS

Talið er að frumbyggjar Ástralíu hafi verið á bilinu 315.000-1.000.000 fyrir komu hvítra manna. Eins og víða annars staðar fækkaði frumbyggjum eftir að Evrópumenn settust að í landi þeirra og hélt sú þróun áfram fram á 20. öldina; talið er að í kringum 1920 hafi fjöldi þeirra verið kominn niður í 72.000. Síðustu áratugi hefur hins vegar orðið viðsnúningur þar á og þeim sem teljast til frumbyggja fjölgað.

Út frá manntalsgögnum er áætlað að árið 2006 hafi 517.200 Ástralar talist til frumbyggja eða sem nemur 2,5% af íbúum landsins. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hvernig frumbyggjar dreifast um Ástralíu en flestir eru þeir á austurströnd landsins, í fylkjunum Nýja Suður-Wales (148.200 eða 29%) og Queensland (146.400 eða 28%).Dreifing ástralskra frumbyggja árið 2006.

Norðurhéraðið sker sig hins vegar úr ef skoðað er hversu hátt hlutfall frumbyggjar eru af heildaríbúafjölda. Þar eru þeir um 32% íbúanna en í öðrum fylkjum landsins er hlutfall þeirra alls staðar undir 4%.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og kort:

Höfundur

Útgáfudagur

3.8.2010

Spyrjandi

Sigrún Hilmarsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvar búa flestir frumbyggjar Ástralíu?“ Vísindavefurinn, 3. ágúst 2010. Sótt 6. febrúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=55690.

EDS. (2010, 3. ágúst). Hvar búa flestir frumbyggjar Ástralíu? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=55690

EDS. „Hvar búa flestir frumbyggjar Ástralíu?“ Vísindavefurinn. 3. ágú. 2010. Vefsíða. 6. feb. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=55690>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar búa flestir frumbyggjar Ástralíu?
Talið er að frumbyggjar Ástralíu hafi verið á bilinu 315.000-1.000.000 fyrir komu hvítra manna. Eins og víða annars staðar fækkaði frumbyggjum eftir að Evrópumenn settust að í landi þeirra og hélt sú þróun áfram fram á 20. öldina; talið er að í kringum 1920 hafi fjöldi þeirra verið kominn niður í 72.000. Síðustu áratugi hefur hins vegar orðið viðsnúningur þar á og þeim sem teljast til frumbyggja fjölgað.

Út frá manntalsgögnum er áætlað að árið 2006 hafi 517.200 Ástralar talist til frumbyggja eða sem nemur 2,5% af íbúum landsins. Á kortinu hér fyrir neðan má sjá hvernig frumbyggjar dreifast um Ástralíu en flestir eru þeir á austurströnd landsins, í fylkjunum Nýja Suður-Wales (148.200 eða 29%) og Queensland (146.400 eða 28%).Dreifing ástralskra frumbyggja árið 2006.

Norðurhéraðið sker sig hins vegar úr ef skoðað er hversu hátt hlutfall frumbyggjar eru af heildaríbúafjölda. Þar eru þeir um 32% íbúanna en í öðrum fylkjum landsins er hlutfall þeirra alls staðar undir 4%.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og kort:

...