Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Hversu heitt er á Plútó?

EDS

Það er kalt á Plútó. Talið er að meðalhiti við yfirborð sé -230°C, hæsti hiti sé um -220°C og lægsti um -240°C. Hitatigið á Plútó er því ekki langt frá alkuli. Ástæðan fyrir þessu er sú að braut Plútó er yfrleitt langt frá sólu og einnig er yfirborðið bjart og sólargeislarnir endurkastast því vel af Plútó.



Í svari við spurningunni Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna? eftir Þorstein Þorsteinsson er stutt yfirlit yfir hnöttinn. Þar segir meðal annars:
Þvermál Plútó er 2300 km og er hann því heldur minni en tungl jarðar. Eðlismassi hans er að meðaltali nálægt 2 g/cm3 og er talið að hann sé úr grjóti að 60 hundraðshlutum. Afgangurinn er talinn vera ís af ýmsum gerðum og þá einkum frosið nitur (köfnunarefni), en einnig nokkuð af frosnu vatni, metani og kolmónoxíði (kolsýringi, CO).

Í sama svari er einnig talað um braut Plútó og kemur þar fram að það tekur Plútó 248 ár að fara eina umferð um sól.

Á Vísindavefnum eru mörg svör um Plútó og önnur fyrirbæri í geimnum, til dæmis við spurningunum:

Hér er einnig svarað spurningunni:

  • Hvað er Plútó mörg jarðár að fara í kring um sólina?

Höfundur

Útgáfudagur

2.11.2010

Spyrjandi

Tryggvi Björn Guðbjörnsson, María Helgadóttir, Aron Tómas

Tilvísun

EDS. „Hversu heitt er á Plútó?“ Vísindavefurinn, 2. nóvember 2010. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=56108.

EDS. (2010, 2. nóvember). Hversu heitt er á Plútó? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=56108

EDS. „Hversu heitt er á Plútó?“ Vísindavefurinn. 2. nóv. 2010. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=56108>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu heitt er á Plútó?
Það er kalt á Plútó. Talið er að meðalhiti við yfirborð sé -230°C, hæsti hiti sé um -220°C og lægsti um -240°C. Hitatigið á Plútó er því ekki langt frá alkuli. Ástæðan fyrir þessu er sú að braut Plútó er yfrleitt langt frá sólu og einnig er yfirborðið bjart og sólargeislarnir endurkastast því vel af Plútó.



Í svari við spurningunni Er Plútó ennþá flokkuð sem reikistjarna? eftir Þorstein Þorsteinsson er stutt yfirlit yfir hnöttinn. Þar segir meðal annars:
Þvermál Plútó er 2300 km og er hann því heldur minni en tungl jarðar. Eðlismassi hans er að meðaltali nálægt 2 g/cm3 og er talið að hann sé úr grjóti að 60 hundraðshlutum. Afgangurinn er talinn vera ís af ýmsum gerðum og þá einkum frosið nitur (köfnunarefni), en einnig nokkuð af frosnu vatni, metani og kolmónoxíði (kolsýringi, CO).

Í sama svari er einnig talað um braut Plútó og kemur þar fram að það tekur Plútó 248 ár að fara eina umferð um sól.

Á Vísindavefnum eru mörg svör um Plútó og önnur fyrirbæri í geimnum, til dæmis við spurningunum:

Hér er einnig svarað spurningunni:

  • Hvað er Plútó mörg jarðár að fara í kring um sólina?
...