Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Loðvík Joseph leit dagsins ljós. Árið 1785 fæddist annar drengur, Loðvík Karl og ári seinna kom Sofía Helena í heiminn.

Sofía varð skammlífust systkinanna og lést aðeins 11 mánaða gömul, í júlí 1787. Krónprinsinn Loðvík Joseph var einnig heilsuveill og lést tveimur árum síðar, í júní 1789, þá tæplega átta ára gamall. Aðeins tvö af börnum einvaldsins voru því á lífi þegar Parísarbúar réðust á Bastilluna í júlí 1789, en sá atburður er af mörgum talinn marka upphaf frönsku byltingarinnar.



María Antoníetta ásamt börnum sínum Maríu Theresu, Loðvík Karli og Loðvík Joseph. Málverk frá 1878 eftir Élisabeth Vigée-Lebrun (1755 – 1842).

Á tímum byltingarinnar neyddust Loðvík XVI. og María Antoníetta að flytja frá Versölum til Parísar, ásamt fjölskyldu og fylgdarliði. Í ágúst árið 1792 var konungsfjölskyldan hneppt í varðhald í Temple-fangelsinu í París. Konungurinn var sóttur til saka fyrir landráð og tekinn af lífi með fallöxi þann 21. janúar 1793. María Antoníetta hlaut sömu örlög í október sama ár.

Sumarið 1793 var Loðvík Joseph, sem konungssinnar höfðu kallað Loðvík XVII. frá dauða föður hans, tekinn frá móður sinni og komið fyrir í umsjón byltingarsinna. Hann sætti ekki góðri meðferð í þeirri fangavist og þann 8. júní 1795 var tilkynnt að hann hefði látist úr berklum.

Margir efuðust um að erfingi krúnunnar væri í raun og veru látinn og fljótt komust á kreik sögur um að honum hefði verið smyglað úr fangelsinu. Árin og áratugina á eftir komu margir fram á sjónarsviðið sem sögðust vera prinsinn og gerðu tilkall til ríkiserfða. Rúmum 200 árum eftir að drengurinn í fangelsinu dó var málið loks til lykta leitt með hjálp erfðatækninnar. Á sínum tíma hafði hjarta drengsins verið stolið við krufningu og það varðveitt. Árið 2000 var gerður samanburður á DNA úr hjartanu og DNA úr hári Maríu Antoníettu, tveimur systrum hennar og núlifandi ættingjum þeirra. Samanburðurinn leiddi í ljós að drengurinn sem lést í fangelsinu var í raun litli prinsinn Loðvík Karl.

María Theresa. Olíumálverk frá 1827 eftir Alexandre-François Caminade (1783–1862).

María Theresa var því eina barn franska einvaldsins sem náði fullorðinsaldri og sú eina úr konungsfjölskyldunni sem lifði af vistina í Temple-fangelsinu. Henni var sleppt daginn fyrir 17. afmælisdaginn sinn þann 18. desember 1795 og send í útlegð til Vínarborgar til frænda síns Francis II. Nokkrum árum seinna fór hún til föðurbróður síns sem dvaldi í útlegð þar sem nú er Lettland. Föðurbróðirinn haði við dauða prinsins unga í fangelsinu nokkrum árum áður tekið sér titilinn Loðvík XVIII. Hann kom því til leiðar að bræðrabörnin María Theresa og Loðvík-Antoine giftust. Loðvík-Antoine var sonur yngri bróður Loðviks XVI. og Loðviks XVIII.

Um tíma bjó fjölskyldan í Bretlandi en árið 1814, þegar einveldið var endurreist og Loðvik XVIII. tók við völdum, sneri María Theresa aftur til Frakklands ásamt manni sínum og frændfólki. Við andlát konungsins árið 1824 tók bróðir hans Karl X. við völdum. Þar sem eiginmaður Maríu Theresu var elsti sonur Karls X. og þar með krónprins var hún orðin væntanleg drottning Frakklands.

Það átti þó ekki fyrir henni að liggja að feta í fótspor móður sinnar og ríkja við hlið eiginmanns síns því í júlíbyltingunni árið 1830 afsalaði Karl X. sér völdum og fór í útlegð til Edinborgar ásamt fjölskyldu sinni, þar með talinni Maríu Theresu. Þar var fjölskyldan í nokkur ár, fór síðan til Prag og þaðan til Ítalíu. Síðustu ár ævi sinnar bjó María Theresa í kastala utan við Vínarborg. Hún lést úr lungnabólgu þann 19. október 1855. María Theresa var barnlaus.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

9.11.2011

Síðast uppfært

18.6.2018

Spyrjandi

Bára Alexandersdóttir, f. 1997

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?“ Vísindavefurinn, 9. nóvember 2011, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56139.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2011, 9. nóvember). Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56139

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?“ Vísindavefurinn. 9. nóv. 2011. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56139>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?
Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Loðvík Joseph leit dagsins ljós. Árið 1785 fæddist annar drengur, Loðvík Karl og ári seinna kom Sofía Helena í heiminn.

Sofía varð skammlífust systkinanna og lést aðeins 11 mánaða gömul, í júlí 1787. Krónprinsinn Loðvík Joseph var einnig heilsuveill og lést tveimur árum síðar, í júní 1789, þá tæplega átta ára gamall. Aðeins tvö af börnum einvaldsins voru því á lífi þegar Parísarbúar réðust á Bastilluna í júlí 1789, en sá atburður er af mörgum talinn marka upphaf frönsku byltingarinnar.



María Antoníetta ásamt börnum sínum Maríu Theresu, Loðvík Karli og Loðvík Joseph. Málverk frá 1878 eftir Élisabeth Vigée-Lebrun (1755 – 1842).

Á tímum byltingarinnar neyddust Loðvík XVI. og María Antoníetta að flytja frá Versölum til Parísar, ásamt fjölskyldu og fylgdarliði. Í ágúst árið 1792 var konungsfjölskyldan hneppt í varðhald í Temple-fangelsinu í París. Konungurinn var sóttur til saka fyrir landráð og tekinn af lífi með fallöxi þann 21. janúar 1793. María Antoníetta hlaut sömu örlög í október sama ár.

Sumarið 1793 var Loðvík Joseph, sem konungssinnar höfðu kallað Loðvík XVII. frá dauða föður hans, tekinn frá móður sinni og komið fyrir í umsjón byltingarsinna. Hann sætti ekki góðri meðferð í þeirri fangavist og þann 8. júní 1795 var tilkynnt að hann hefði látist úr berklum.

Margir efuðust um að erfingi krúnunnar væri í raun og veru látinn og fljótt komust á kreik sögur um að honum hefði verið smyglað úr fangelsinu. Árin og áratugina á eftir komu margir fram á sjónarsviðið sem sögðust vera prinsinn og gerðu tilkall til ríkiserfða. Rúmum 200 árum eftir að drengurinn í fangelsinu dó var málið loks til lykta leitt með hjálp erfðatækninnar. Á sínum tíma hafði hjarta drengsins verið stolið við krufningu og það varðveitt. Árið 2000 var gerður samanburður á DNA úr hjartanu og DNA úr hári Maríu Antoníettu, tveimur systrum hennar og núlifandi ættingjum þeirra. Samanburðurinn leiddi í ljós að drengurinn sem lést í fangelsinu var í raun litli prinsinn Loðvík Karl.

María Theresa. Olíumálverk frá 1827 eftir Alexandre-François Caminade (1783–1862).

María Theresa var því eina barn franska einvaldsins sem náði fullorðinsaldri og sú eina úr konungsfjölskyldunni sem lifði af vistina í Temple-fangelsinu. Henni var sleppt daginn fyrir 17. afmælisdaginn sinn þann 18. desember 1795 og send í útlegð til Vínarborgar til frænda síns Francis II. Nokkrum árum seinna fór hún til föðurbróður síns sem dvaldi í útlegð þar sem nú er Lettland. Föðurbróðirinn haði við dauða prinsins unga í fangelsinu nokkrum árum áður tekið sér titilinn Loðvík XVIII. Hann kom því til leiðar að bræðrabörnin María Theresa og Loðvík-Antoine giftust. Loðvík-Antoine var sonur yngri bróður Loðviks XVI. og Loðviks XVIII.

Um tíma bjó fjölskyldan í Bretlandi en árið 1814, þegar einveldið var endurreist og Loðvik XVIII. tók við völdum, sneri María Theresa aftur til Frakklands ásamt manni sínum og frændfólki. Við andlát konungsins árið 1824 tók bróðir hans Karl X. við völdum. Þar sem eiginmaður Maríu Theresu var elsti sonur Karls X. og þar með krónprins var hún orðin væntanleg drottning Frakklands.

Það átti þó ekki fyrir henni að liggja að feta í fótspor móður sinnar og ríkja við hlið eiginmanns síns því í júlíbyltingunni árið 1830 afsalaði Karl X. sér völdum og fór í útlegð til Edinborgar ásamt fjölskyldu sinni, þar með talinni Maríu Theresu. Þar var fjölskyldan í nokkur ár, fór síðan til Prag og þaðan til Ítalíu. Síðustu ár ævi sinnar bjó María Theresa í kastala utan við Vínarborg. Hún lést úr lungnabólgu þann 19. október 1855. María Theresa var barnlaus.

Heimildir og myndir:...