Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 22 svör fundust

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvers vegna var Kópavogsfundurinn haldinn og hver var tilgangurinn með honum?

Kópavogsfundurinn 1662 var afleiðing af atburðum sem höfðu gerst í Danmörku næstu ár á undan. Í danska konungsríkinu hafði aðallinn lengi ráðið miklu. Konungar voru kjörnir, þótt þeir væru jafnan valdir úr ríkjandi konungsfjölskyldu, og gátu aðalsmenn sett nýjum konungi skilyrði sem takmörkuðu völd hans. Stéttaþin...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver fann upp orðið lýðveldi?

Elstu þekktu dæmin um orðið lýðveldi (e. republic) í Ritmálssafni Orðabókar Háskólans eru í ritinu Miðaldarsagan eftir Pál Melsteð frá 1866. Það er því ekki mjög gamalt í málinu. „átti Genúa í ófriði við lýðveldið Písa.“ (bls. 224)„Hið elzta miðaldaríki á Ítalíu var lýðveldið Venezía.“ (bls. 226) Aðeins eld...

category-iconHugvísindi

Hvernig er stjórnarfarið í Kína?

Frá því Kína var sameinað í eitt ríki hefur stjórnun landsins miðað að því að halda landinu saman sem einu ríki. Sökum þess hversu víðfemt landið þá hafa landsstjórnir hvers tíma orðið að dreifa valdi sínu og því urðu snemma til staðbundin stjórnvöld sem höfðu það hlutverk að tryggja yfirráð valdsstjórnarinnar. St...

category-iconHeimspeki

Hver var Mary Wollstonecraft og hvernig barðist hún fyrir réttindum kvenna?

Enski heimspekingurinn og rithöfundurinn Mary Wollstonecraft var uppi á seinni hluta 18. aldar. Hún aðhylltist upplýsingarhugsjónina um mátt skynseminnar, var lýðræðissinni og barðist fyrir jöfnum réttindum öllum til handa, konum þar meðtöldum. Wollstonecraft fæddist í London 27. apríl 1759, önnur í röð sjö systki...

category-iconLögfræði

Hver var Montesquieu og fyrir hvað er hann þekktur?

Montesquieu, eða fullu nafni Charles de Secondat, Baron de la Bréde et de Montesquieu fæddist árið 1689 og lést 1755. Eftir venjulega skólagöngu, þar sem megináherslan var lögð á latínu, hóf hann árið 1705 nám í lögfræði og lauk því fjórum árum síðar. Næstu árin fékkst hann við lögfræðistörf. Hann kvæntist árið 17...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað eru lofkvæði?

Lofkvæði eru einfaldlega kvæði með lofi eða hrósi um einhvern. Í hugtakasafninu Hugtök og heiti í bókmenntafræði er ekki sérstök færsla um lofkvæði heldur vísað á hugtakið dróttkvæði. Dróttkvæði eru iðulega flokkuð eftir efni og einn flokkur þeirra er hirðkvæði sem eru lofkvæði um höfðingja, en orðið drótt merk...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju vildu dönsk yfirvöld veita Íslendingum fullveldi?

Stutta svarið hljómar svona: Danir höfðu blátt áfram engan áhuga lengur á því að ráða yfir Íslandi. Árið 1848 var einveldi afnumið í Danmörku og frá því að þingræði var innleitt árið 1901 höfðu frjálslyndir stjórnmálamenn setið að völdum, menn sem höfðu samúð með sjálfstæðiskröfum Íslendinga. Það getur aldrei þjón...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Af hverju er Brynjólfur Sveinsson á 1.000 kr. seðlinum?

Spurnining í fullri lengd hljóðaði svona: Hver var Brynjólfur Sveinsson og hvað gerði hann til að komast á 1.000 kr. seðil Íslendinga? Í stuttu máli sagt var Brynjólfur Sveinsson prestssonur vestan úr Önundarfirði, fæddur árið 1605. Hann gekk í Skálholtsskóla og lauk stúdentsprófi þaðan 1623. Síðan sigldi h...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvað varð um börn Loðvíks XVI. og Maríu Antoníettu eftir að þau voru hálshöggvin?

Loðvík XVI. (1754-1793) og eiginkona hans María Antoníetta (1755-1793) eignuðust fjögur börn. Frumburðurinn hét María Theresa og fæddist árið 1778 eftir rúmlega átta ára hjónaband foreldranna. Stúlka gat ekki tekið við krúnunni og því var mikilvægt að þeim hjónum fæddist drengur. Sú varð raunin árið 1781 þegar Lo...

category-iconHugvísindi

Hver var röksemdafærsla Jóns Sigurðssonar fyrir aukinni sjálfstjórn Íslendinga?

Jón Sigurðsson (1811-1879) hafði engin bein tengsl við frönsku byltinguna sem hófst í París árið 1789. Hins vegar er óhætt að fullyrða að hann hafi verið undir hugmyndafræðilegum áhrifum frá byltingunni og því megi tala um óbein tengsl Jóns við hana. Byltingin markaði óneitanlega djúp spor í sögu Vesturlanda, en þ...

category-iconHugvísindi

Hver skrifaði Gamla sáttmála og hvað fólst í honum?

Gamli sáttmáli var samningur milli Íslendinga og Noregskonungs sem fyrst var skrifað undir í Lögréttu á Alþingi árið 1262. Í honum fólst í meginatriðum að Íslendingar gerðust þegnar Noregskonungs og greiddu honum skatt. Landið var þó ekki innlimað í veldi konungs heldur gert að skattlandi líkt og Rómverjar gerðu o...

category-iconFélagsvísindi

Af hverju þurfum við á mannréttindalögum að halda? Er ekki nóg að hafa lög í hverju landi?

Langflestar þjóðir vilja tryggja þegnum sínum ákveðin grundvallarréttindi og hafa því lögleitt mannréttindaákvæði. Mannréttindi takmarka heimildir ríkisvaldsins til íhlutunar í garð borgaranna og veita þannig öryggi og réttindi í samskiptum við hið opinbera. Þau eru þó engin trygging fyrir því að stjórnvöld taki g...

category-iconLandafræði

Hver er munurinn á nýlendu og hjálendu?

Útilokað er að gefa einhlítt svar við þessari spurningu, því að merking beggja hugtakanna er óljós og hefur breyst í tímans rás. Bókstafleg merking orðsins nýlenda er einfaldlega nýtt land, og vísaði það gjarnan til lands sem brotið er undir nýja byggð eða ræktun. Þessi merking kemur meðal annars fram í bæjarnafni...

category-iconHugvísindi

Hvers vegna varð Kína aldrei heimsveldi eins og Rómaveldi?

Kína hefur verið heimsveldi á sinn hátt í brátt þrjú þúsund ár, að vísu með smáhléum. Á vissum stuttum tímaskeiðum leystist Kína í smáríki en alvarlegast var þegar reynt var að drepa kínversku þjóðina svona að mestu leyti fyrst eftir innrás Mongóla á 13. öld. En eins og aðrar innrásarþjóðir í Kína, komust höfðingj...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvaða afleiðingar hafði franska byltingin á konungsfjölskylduna?

Þegar franska byltingin hófst var Loðvík sextándi (1754-1793) við völd í Frakklandi. Kona hans var Marie Antoinette (1755-1793) og áttu þau saman fjögur börn, þau Marie-Thérèse-Charlotte (1778-1851), Louis-Joseph-Xavier-François (1781-1789), Louis-Charles (1785 -1795) og Sophie-Hélène-Béatrix (1786-1787). Bæði Sop...

Fleiri niðurstöður