Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:41 • Síðdegis: 13:18 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:59 • sest 15:39 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:55 • Síðdegis: 19:23 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:41 • Síðdegis: 13:18 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað eru mörg konungdæmi í Evrópu?

Brynhildur Ingimarsdóttir

Í Evrópu eru 12 konungdæmi. Þau eru Andorra, Belgía, Bretland, Danmörk, Holland, Liechtenstein, Lúxemborg, Mónakó, Noregur, Spánn, Svíþjóð og Vatíkanið. Í flestum löndunum ber þjóðhöfðinginn titilinn konungur eða drottning, í Lúxemborg nefnist hann stórhertogi, fursti í Mónakó, Liechtenstein og Andorra og svo páfi í Vatíkaninu.

Tíu þessara konungdæma eru ríki þar sem embætti þjóðhöfðingja gengur í erfðir. Í Vatíkaninu er þjóðhöfðinginn páfi sem er kjörinn af kardínálum kaþólsku kirkjunnar. Í Andorra eru tveir furstar sem saman gegna hlutverki þjóðhöfðingja; forseti Frakklands og spænski biskupinn af Urgel sem er skipaður af páfanum.

Landakort af Evrópu. Bláu löndin á kortinu eru lýðveldi en þau rauðu konungdæmi.

Landakort af Evrópu. Bláu löndin á kortinu eru lýðveldi en þau rauðu konungdæmi.

Flest þessara ríkja hafa þingbundna konungsstjórn þar sem forsætisráðherra er höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar. Í Liechtenstein og Mónakó er hálfþingbundin konungsstjórn þar sem forsætisráðherra er höfuð framkvæmdavaldsins en þjóðhöfðinginn hefur töluverð pólitísk völd sem hann getur beitt að eigin frumkvæði. Vatíkanið er einveldi og þjóðhöfðinginn er höfuð framkvæmdavaldsins og fer með öll völd.

Sex þessara konungdæma eru aðilar að Evrópusambandinu: Belgía, Danmörk, Holland, Lúxemborg, Spánn og Svíþjóð. Fjögur þeirra hafa einnig tekið upp evru, það eru Beneluxlöndin og Spánn.

Í upphafi tuttugustu aldar voru einungis Frakkland, Sviss og San Marínó lýðveldi með þingræðislegt stjórnarfar í Evrópu. Útbreiðsla lýðveldisstjórnarfars hófst ekki fyrr en á fyrri hluta tuttugustu aldar þegar fjölmörgum konungum var steypt af stóli í kjölfar stríðsátaka eða byltinga. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar er því meirihluti Evrópuríkja lýðveldi þar sem æðsti leiðtogi ríkisins er þjóðkjörinn með beinum eða óbeinum hætti.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Brynhildur Ingimarsdóttir

alþjóðastjórnmálafræðingur og fyrrverandi verkefnastjóri á Evrópuvefnum

Útgáfudagur

26.7.2013

Síðast uppfært

5.12.2025

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvað eru mörg konungdæmi í Evrópu?“ Vísindavefurinn, 26. júlí 2013, sótt 6. desember 2025, https://visindavefur.is/svar.php?id=65611.

Brynhildur Ingimarsdóttir. (2013, 26. júlí). Hvað eru mörg konungdæmi í Evrópu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=65611

Brynhildur Ingimarsdóttir. „Hvað eru mörg konungdæmi í Evrópu?“ Vísindavefurinn. 26. júl. 2013. Vefsíða. 6. des. 2025. <https://visindavefur.is/svar.php?id=65611>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað eru mörg konungdæmi í Evrópu?
Í Evrópu eru 12 konungdæmi. Þau eru Andorra, Belgía, Bretland, Danmörk, Holland, Liechtenstein, Lúxemborg, Mónakó, Noregur, Spánn, Svíþjóð og Vatíkanið. Í flestum löndunum ber þjóðhöfðinginn titilinn konungur eða drottning, í Lúxemborg nefnist hann stórhertogi, fursti í Mónakó, Liechtenstein og Andorra og svo páfi í Vatíkaninu.

Tíu þessara konungdæma eru ríki þar sem embætti þjóðhöfðingja gengur í erfðir. Í Vatíkaninu er þjóðhöfðinginn páfi sem er kjörinn af kardínálum kaþólsku kirkjunnar. Í Andorra eru tveir furstar sem saman gegna hlutverki þjóðhöfðingja; forseti Frakklands og spænski biskupinn af Urgel sem er skipaður af páfanum.

Landakort af Evrópu. Bláu löndin á kortinu eru lýðveldi en þau rauðu konungdæmi.

Landakort af Evrópu. Bláu löndin á kortinu eru lýðveldi en þau rauðu konungdæmi.

Flest þessara ríkja hafa þingbundna konungsstjórn þar sem forsætisráðherra er höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar. Í Liechtenstein og Mónakó er hálfþingbundin konungsstjórn þar sem forsætisráðherra er höfuð framkvæmdavaldsins en þjóðhöfðinginn hefur töluverð pólitísk völd sem hann getur beitt að eigin frumkvæði. Vatíkanið er einveldi og þjóðhöfðinginn er höfuð framkvæmdavaldsins og fer með öll völd.

Sex þessara konungdæma eru aðilar að Evrópusambandinu: Belgía, Danmörk, Holland, Lúxemborg, Spánn og Svíþjóð. Fjögur þeirra hafa einnig tekið upp evru, það eru Beneluxlöndin og Spánn.

Í upphafi tuttugustu aldar voru einungis Frakkland, Sviss og San Marínó lýðveldi með þingræðislegt stjórnarfar í Evrópu. Útbreiðsla lýðveldisstjórnarfars hófst ekki fyrr en á fyrri hluta tuttugustu aldar þegar fjölmörgum konungum var steypt af stóli í kjölfar stríðsátaka eða byltinga. Í upphafi tuttugustu og fyrstu aldar er því meirihluti Evrópuríkja lýðveldi þar sem æðsti leiðtogi ríkisins er þjóðkjörinn með beinum eða óbeinum hætti.

Heimildir og myndir:

...