Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 11:06 • sest 15:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 14:16 • Sest 01:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:14 • Síðdegis: 12:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:21 • Síðdegis: 19:10 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Í hvaða löndum eru konungsríki?

EDS

Orðið konungdæmi er notað yfir það sem á ensku kallast monarchy, jafnvel þó svo að þjóðhöfðinginn beri ekki alltaf titilinn konungur eða drottning. Dæmi um aðra titla eru keisari, fursti, hertogi, emír og soldán. Í konungdæmum hefur þjóðhöfðinginn venjulega hlotið tign sína í arf og þjónar þjóð sinni ævilangt ef hann segir ekki af sér eða er settur af með einhverjum hætti.



Elísabet II. Bretadrottning hefur setið lengur á valdastóli en flestir aðrir núlifandi þjóðhöfðingar konungdæma.

Það er nokkuð mismunandi hversu mikil völd þjóðhöfðingjar í konungdæmum hafa. Í löndum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar.

Í löndum með hálfþingbundna konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins en þjóðhöfðinginn hefur töluverð pólitísk völd sem hann getur beitt að eigin frumkvæði. Lönd í Breska samveldinu eru oft sett saman í flokk, en þar er þingbundin konungsstjórn þar sem Bretadrottning er þjóðhöfðingi yfir sjálfstæðri ríkisstjórn en tilnefnir landstjóra sem hefur táknrænt gildi. Forsætisráðherra er höfuð framkvæmdavaldsins og einnig leiðtogi löggjafarvaldsins. Loks eru það einveldislöndin, en í þeim er þjóðhöfðinginn höfuð framkvæmdavaldsins og fer með öll völd.

Samkvæmt lista á vefsíðunni Wikipediu eru 44 konungdæmi í heiminum í dag. Í Evrópu eru þetta löndin; Andorra, Belgía, Bretland, Danmörk, Holland, Liechtenstein, Lúxemborg, Mónakó, Noregur, Spánn, og Svíþjóð. Vatíkanið er oft flokkað hér með og er þá 12. konungdæmið í Evrópu.

Langflest þessara ríkja hafa þingbundna konungsstjórn. Undantekningarnar eru Liechtenstein og Mónakó, þar er hálfþingbundin konungsstjórn, og svo Vatíkanið. Í flestum löndunum ber þjóðhöfðinginn titilinn konungur eða drottning, í Lúxemborg nefnist hann stórhertogi, fursti í Mónakó, Liechtenstein og Andorra (reyndar eru tveir furstar í Andorra sem saman gegna hlutverki þjóðhöfðingja, forseti Frakklands og spænski biskupinn af Urgel) og svo páfi í Vatíkaninu.



Rauði liturinn sýnir konungdæmi.

Þeir sem vilja nánari útlistun á konungdæmum heimsins geta skoðað Wikipediu, bæði ensku og íslensku útgáfunni en við þær heimildir var aðallega stuðst við gerð þessa svars.

Myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

13.10.2011

Spyrjandi

Svanhildur Rós Guðmundsdóttir

Tilvísun

EDS. „Í hvaða löndum eru konungsríki?“ Vísindavefurinn, 13. október 2011, sótt 9. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58665.

EDS. (2011, 13. október). Í hvaða löndum eru konungsríki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58665

EDS. „Í hvaða löndum eru konungsríki?“ Vísindavefurinn. 13. okt. 2011. Vefsíða. 9. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58665>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Í hvaða löndum eru konungsríki?
Orðið konungdæmi er notað yfir það sem á ensku kallast monarchy, jafnvel þó svo að þjóðhöfðinginn beri ekki alltaf titilinn konungur eða drottning. Dæmi um aðra titla eru keisari, fursti, hertogi, emír og soldán. Í konungdæmum hefur þjóðhöfðinginn venjulega hlotið tign sína í arf og þjónar þjóð sinni ævilangt ef hann segir ekki af sér eða er settur af með einhverjum hætti.



Elísabet II. Bretadrottning hefur setið lengur á valdastóli en flestir aðrir núlifandi þjóðhöfðingar konungdæma.

Það er nokkuð mismunandi hversu mikil völd þjóðhöfðingjar í konungdæmum hafa. Í löndum með þingbundinni konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins og leiðtogi löggjafarvaldsins en þjóðhöfðinginn beitir einungis táknrænu valdi sínu með samþykki ríkisstjórnarinnar.

Í löndum með hálfþingbundna konungsstjórn er forsætisráðherra höfuð framkvæmdavaldsins en þjóðhöfðinginn hefur töluverð pólitísk völd sem hann getur beitt að eigin frumkvæði. Lönd í Breska samveldinu eru oft sett saman í flokk, en þar er þingbundin konungsstjórn þar sem Bretadrottning er þjóðhöfðingi yfir sjálfstæðri ríkisstjórn en tilnefnir landstjóra sem hefur táknrænt gildi. Forsætisráðherra er höfuð framkvæmdavaldsins og einnig leiðtogi löggjafarvaldsins. Loks eru það einveldislöndin, en í þeim er þjóðhöfðinginn höfuð framkvæmdavaldsins og fer með öll völd.

Samkvæmt lista á vefsíðunni Wikipediu eru 44 konungdæmi í heiminum í dag. Í Evrópu eru þetta löndin; Andorra, Belgía, Bretland, Danmörk, Holland, Liechtenstein, Lúxemborg, Mónakó, Noregur, Spánn, og Svíþjóð. Vatíkanið er oft flokkað hér með og er þá 12. konungdæmið í Evrópu.

Langflest þessara ríkja hafa þingbundna konungsstjórn. Undantekningarnar eru Liechtenstein og Mónakó, þar er hálfþingbundin konungsstjórn, og svo Vatíkanið. Í flestum löndunum ber þjóðhöfðinginn titilinn konungur eða drottning, í Lúxemborg nefnist hann stórhertogi, fursti í Mónakó, Liechtenstein og Andorra (reyndar eru tveir furstar í Andorra sem saman gegna hlutverki þjóðhöfðingja, forseti Frakklands og spænski biskupinn af Urgel) og svo páfi í Vatíkaninu.



Rauði liturinn sýnir konungdæmi.

Þeir sem vilja nánari útlistun á konungdæmum heimsins geta skoðað Wikipediu, bæði ensku og íslensku útgáfunni en við þær heimildir var aðallega stuðst við gerð þessa svars.

Myndir: