Sólin Sólin Rís 04:02 • sest 22:49 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:53 • Sest 03:55 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:57 • Síðdegis: 15:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:24 • Síðdegis: 21:47 í Reykjavík

Hvað þýða litirnir í norska fánanum?

Sólrún Svana Pétursdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Norski fáninn, blár og hvítur kross á rauðum feldi, er hönnun athafnamannsins Fredriks Meltzers (1779-1855) sem sat um tíma á norska Stórþinginu. Fáninn var kynntur til sögunnar árið 1821 og samþykktur af Stórþinginu sama ár. Á þessum tíma heyrði Noregur undir Svíþjóð og konungurinn (sænski) neitaði að skrifa undir lögin um fánann þannig að hann varð ekki ríkisfáni Noregs þó almenningur mætti nota hann. Það var ekki fyrr en árið 1899, eftir að norska Stórþingið hafði þrisvar sinnum samþykkt fána Meltzers, sem hann varð opinber fáni Noregs og var honum fyrst flaggað sem slíkum þann 15. desember 1899.Norski þjóðfáninn.

Við hönnun fánans valdi Meltzer að nota kross eins og í danska og sænska fánanum, hinum norrænu fánum þessa tíma. Litirnir þrír, rauður, hvítur og blár, voru tákn frelsis og lýðræðis, sömu litir og í fánum landa eins og Frakklands, Hollands, Bretlands og Bandaríkjanna. Meltzer á ekki að hafa gefið aðra skýringu á litavali sínu en hins vegar hafa verið getgátur um það seinna meir að rauði feldurinn og hvíti krossinn séu vísun í danska fánann, sem um aldir var einnig fáni Noregs, en blái krossinn vísi til sænska fánans.

Þó Norðmenn hafi ekki fengið sinn eigin þjóðfána fyrr en um aldamótin 1900 hafa um aldir verið notaðir ýmiss konar fánar í Noregi eins og sjá má með því að smella hér. Sem dæmi má nefna að frá því snemma á 14. öld (og líklega töluvert fyrr) notuðu Noregskonungar gjarnan rauðan fána með gylltu ljóni. Eftir 1500, þegar farið var að auðkenna skip með fánum síns heimalands, var sá fáni siglingafáni Noregs en á 17. og 18. öld dró smám saman úr notkun hans. Þessi fáni var hins vegar gerður að konungsfána (Kongeflagget) þeirra árið 1905 þegar Noregur fékk sjálfstæði frá Svíþjóð.

Á meðan Noregur var undir Danmörku, frá 16. öld og til 1814 var danski fáninn jafnframt fáni Noregs. Á tímabilinu 1814-1821, eftir að Noregur komst undir Svíþjóð, var siglingafáni Norðmanna í norðurhöfum (norðan Cape Finisterre á Spáni) hvítur kross á rauðum feldi eins og danski fáninn, nema hvað ljónið gyllta var í efra horninu vinstra megin. Eftir að fáni Meltzers kom fram var hann notaður á sjóferðum í norðurhöfum til ársins 1844.Dæmi um fána sem notaðir hafa verið í Noregi.

Á sama tíma, fyrri hluta 19. aldar, þurftu norskir sjófarendur í siglingum í suðurhöfum að tengja sig við Svíþjóð til verndar gegn sjóræningjum frá Norður-Afríku. Fyrst í stað notuðu þeir sænska fánann, gulan kross á bláum feldi, en 1818 kom breytt útgáfa þar sem efri hlutinn vinstra megin var rauður með hvítu x-i og var sá fáni notaður til 1844. Frá 1844 og þar til þeir fengu sinn opinbera þjóðfána sigldu norsk skip undir fána sem var eins og fáni Meltzers nema hvað í efra vinstra horninu var sambland af sænska fánanum bláa og gula og rauða, bláa og hvíta fánanum norska.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, röð námskeiða á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007 og að hluta eftir starfsmann Vísindavefsins.

Höfundar

nemandi í Háskóla unga fólksins

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

29.4.2008

Spyrjandi

Orri Jónsson, f. 1992, Eydís, f. 1995, Birta Þórsdóttir, 1993

Tilvísun

Sólrún Svana Pétursdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað þýða litirnir í norska fánanum?“ Vísindavefurinn, 29. apríl 2008. Sótt 18. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=13293.

Sólrún Svana Pétursdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2008, 29. apríl). Hvað þýða litirnir í norska fánanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=13293

Sólrún Svana Pétursdóttir og Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Hvað þýða litirnir í norska fánanum?“ Vísindavefurinn. 29. apr. 2008. Vefsíða. 18. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=13293>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað þýða litirnir í norska fánanum?
Norski fáninn, blár og hvítur kross á rauðum feldi, er hönnun athafnamannsins Fredriks Meltzers (1779-1855) sem sat um tíma á norska Stórþinginu. Fáninn var kynntur til sögunnar árið 1821 og samþykktur af Stórþinginu sama ár. Á þessum tíma heyrði Noregur undir Svíþjóð og konungurinn (sænski) neitaði að skrifa undir lögin um fánann þannig að hann varð ekki ríkisfáni Noregs þó almenningur mætti nota hann. Það var ekki fyrr en árið 1899, eftir að norska Stórþingið hafði þrisvar sinnum samþykkt fána Meltzers, sem hann varð opinber fáni Noregs og var honum fyrst flaggað sem slíkum þann 15. desember 1899.Norski þjóðfáninn.

Við hönnun fánans valdi Meltzer að nota kross eins og í danska og sænska fánanum, hinum norrænu fánum þessa tíma. Litirnir þrír, rauður, hvítur og blár, voru tákn frelsis og lýðræðis, sömu litir og í fánum landa eins og Frakklands, Hollands, Bretlands og Bandaríkjanna. Meltzer á ekki að hafa gefið aðra skýringu á litavali sínu en hins vegar hafa verið getgátur um það seinna meir að rauði feldurinn og hvíti krossinn séu vísun í danska fánann, sem um aldir var einnig fáni Noregs, en blái krossinn vísi til sænska fánans.

Þó Norðmenn hafi ekki fengið sinn eigin þjóðfána fyrr en um aldamótin 1900 hafa um aldir verið notaðir ýmiss konar fánar í Noregi eins og sjá má með því að smella hér. Sem dæmi má nefna að frá því snemma á 14. öld (og líklega töluvert fyrr) notuðu Noregskonungar gjarnan rauðan fána með gylltu ljóni. Eftir 1500, þegar farið var að auðkenna skip með fánum síns heimalands, var sá fáni siglingafáni Noregs en á 17. og 18. öld dró smám saman úr notkun hans. Þessi fáni var hins vegar gerður að konungsfána (Kongeflagget) þeirra árið 1905 þegar Noregur fékk sjálfstæði frá Svíþjóð.

Á meðan Noregur var undir Danmörku, frá 16. öld og til 1814 var danski fáninn jafnframt fáni Noregs. Á tímabilinu 1814-1821, eftir að Noregur komst undir Svíþjóð, var siglingafáni Norðmanna í norðurhöfum (norðan Cape Finisterre á Spáni) hvítur kross á rauðum feldi eins og danski fáninn, nema hvað ljónið gyllta var í efra horninu vinstra megin. Eftir að fáni Meltzers kom fram var hann notaður á sjóferðum í norðurhöfum til ársins 1844.Dæmi um fána sem notaðir hafa verið í Noregi.

Á sama tíma, fyrri hluta 19. aldar, þurftu norskir sjófarendur í siglingum í suðurhöfum að tengja sig við Svíþjóð til verndar gegn sjóræningjum frá Norður-Afríku. Fyrst í stað notuðu þeir sænska fánann, gulan kross á bláum feldi, en 1818 kom breytt útgáfa þar sem efri hlutinn vinstra megin var rauður með hvítu x-i og var sá fáni notaður til 1844. Frá 1844 og þar til þeir fengu sinn opinbera þjóðfána sigldu norsk skip undir fána sem var eins og fáni Meltzers nema hvað í efra vinstra horninu var sambland af sænska fánanum bláa og gula og rauða, bláa og hvíta fánanum norska.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:


Þetta svar er að hluta eftir nemanda í Háskóla unga fólksins, röð námskeiða á vegum Háskóla Íslands fyrir 12-16 ára ungmenni í júnímánuði 2007 og að hluta eftir starfsmann Vísindavefsins....