Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:19 • sest 17:03 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:08 • Síðdegis: 19:20 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:57 • Síðdegis: 13:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig er það með Gabríel, er hann fallinn engill eða einn af englum Guðs?

Sigurður Ægisson

Nei, Gabríel er ekki fallinn engill, heldur engill miskunnarinnar og aðalsendiboði almættisins. Hann er jafnframt oft talinn foringi erkienglanna.

Heilög ritning segir ekki beinum orðum að Gabríel sé erkiengill, en það er hins vegar fullyrt í Enoksbók. Í hinni trúarlegu arfleifð er honum oft ruglað saman við Mikael, enda virðast hlutverk þeirra skarast að einhverju leyti. Það á raunar einnig við um hina erkienglana tvo, Rafael og Úríel.



Gabríel birtist Sakaríasi í musterinu í Jerúsalem

Gabríel er nafngreindur fjórum sinnum í Biblíunni, tvisvar í Gamla testamentinu og tvisvar í Nýja testamentinu, og í öllum tilvikum er um stóra atburði að ræða. Fyrst birtist hann Daníel spámanni (554 f. Kr.) og útskýrir fyrir honum merkingu sýnar nokkurrar (Daníelsbók 8:15-26). Þeir Daníel hittast í annað sinn þegar Gabríel boðar frelsun Gyðingaþjóðarinnar úr ánauðinni í Babýlon (Daníelsbók 9:20-27). Þriðja sendiför erkiengilsins frá himnum til jarðar var til Sakaría prests í musterinu í Jerúsalem. Frá henni er sagt í Lúkasarguðspjalli (1:11-20), en þar kemur fram að Gabríel hafi kynnt sig á eftirfarandi máta: "Ég er Gabríel, sem stend frammi fyrir Guði [...]." Erindi Gabríels var að boða fæðingu Jóhannesar skírara, en Elísabet, kona Sakaríasar, var óbyrja og bæði voru þau hnigin að aldri.

Um næstu heimsókn Gabríels er einnig sagt frá í Lúkasarguðspjalli (1:26-31)

En á sjötta mánuði var Gabríel engill sendur frá Guði til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret, til meyjar, er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs, en mærin hét María. Og engillinn kom inn til hennar og sagði: ,,Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.” En hún varð hrædd við þessi orð og hugleiddi, hvílík þessi kveðja væri. Og engillinn sagði við hana: ,,Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita JESÚ.

Á apókrýfumeiði Nýja testamentisins er aukinheldur ýjað að því að Gabríel hafi sömuleiðis birst foreldrum Maríu, þeim Jóakim og Önnu, og tilkynnt um fæðingu hennar. Það er sennilegt að það hafi einnig verið Gabríel sem boðaði móður Samsonar fæðingu hans (Dómarabókin, 13. kafli), en margt er afar líkt með þeirri frásögn og öðrum frásögnum af honum. Gabríel á einnig að koma víðar fyrir í bókinni helgu, en sumir telja að Gabríel sé engillinn sem forðum glímdi við Jakob, ættföður Ísraelsmanna (Fyrsta Mósebók 32:24-29), að það hafi verið hann sem birtist Jósef trésmið í draumi og sagði honum að flýja til Egyptalands (Matteusarguðspjall 2:13), og að hann hafi velt steininum frá grafarmunna Jesú að morgni páskadags, þá sem „sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór” (Matteusarguðspjall 28:2).

Í Íslam, þar sem á Gabríel er minnst þrisvar sinnum undir nafni, er hann kallaður Jibríl. Hann á að hafa opinberað Múhameð Kóraninn, og er því engill sannleikans. Hann kemur einnig við sögu í Bahaítrú.



Gabríel birtist Maríu

Á myndverkum, sem oftast tengjast ferð hans til Nazaret, er hann gjarnan vængjaður, þó ekki alltaf, oft með geislabaug, berandi lilju, krossstaf, spjót, veldissprota eða þá bókrullu í hönd. Þar eru yfirleitt letruð orðin: ,,Ave Maria" eða þá ,,Ave Maria, gratia plena. Dominus tecum". Það merkir: ,,Heil vert þú, María" eða ,,Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs. Drottinn er með þér" (Lúkasarguðspjall 1:28). Stundum er hann sýndur með hægri höndina reista upp til blessunar eða í heilsan. Elstu listaverkin klæða hann ríkulega og ekki er óalgengt að sjá hann með kórónu, en mærin er á hinn bóginn fátækleg og auðmjúk. Eftir 1400 breytist þetta og Guðsmóðirin tilvonandi verður miðdepillinn, en Gabríel krýpur með hendur á brjósti. Enn annað tákn Gabríels er skjöldur og á kirkjuskúlptúrum er hann iðulega sýndur með lúður, horfandi í austur, þess albúinn að básúna endurkomu Drottins.

Af fornum sögnum að dæma tala englar bara hebresku, en Gabríel erkiengill er þar undantekningin; hann kann öll tungumál veraldar. Hann situr Guði til vinstri handar og er því af einhverjum englafræðingum talinn vera kerúbi, en þeir standa vörð um hásætið og einnig lífsins tré í Paradís (sem Rafael erkiengill er einnig sagður gera í annarri heimild) (Síðari Kroníkubók 3:7-14). Í Enoksbók er hann sagður ríkja yfir þeirri stétt.



Erkiengillinn Gabríel

Áður fyrr var minningardagur Gabríels ekki haldinn um alla vesturkirkjuna, bara hér og þar. Árið 1921 lagði Benedikt páfi XV hann á 24. mars (boðunardagur Maríu er 25. mars), en árið 1969 var þessu breytt og hátíðin sett á Mikjálsmessu og allra engla, 29. september. Í austurkirkjunni er hún hins vegar 26. mars og hefur verið svo um aldir.

Nafnið Gabríel er talið merkja „Guð er styrkur minn”, „Guð hefur opinberað sig máttugan”, „hetja Guðs”, „maður Guðs”, „hinn sterki maður Guðs” eða „hinn mikli”.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Myndir:

Höfundur

guðfræðingur og þjóðfræðingur

Útgáfudagur

3.2.2006

Spyrjandi

Guðmundur Ólafsson

Tilvísun

Sigurður Ægisson. „Hvernig er það með Gabríel, er hann fallinn engill eða einn af englum Guðs?“ Vísindavefurinn, 3. febrúar 2006, sótt 3. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5614.

Sigurður Ægisson. (2006, 3. febrúar). Hvernig er það með Gabríel, er hann fallinn engill eða einn af englum Guðs? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5614

Sigurður Ægisson. „Hvernig er það með Gabríel, er hann fallinn engill eða einn af englum Guðs?“ Vísindavefurinn. 3. feb. 2006. Vefsíða. 3. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5614>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig er það með Gabríel, er hann fallinn engill eða einn af englum Guðs?
Nei, Gabríel er ekki fallinn engill, heldur engill miskunnarinnar og aðalsendiboði almættisins. Hann er jafnframt oft talinn foringi erkienglanna.

Heilög ritning segir ekki beinum orðum að Gabríel sé erkiengill, en það er hins vegar fullyrt í Enoksbók. Í hinni trúarlegu arfleifð er honum oft ruglað saman við Mikael, enda virðast hlutverk þeirra skarast að einhverju leyti. Það á raunar einnig við um hina erkienglana tvo, Rafael og Úríel.



Gabríel birtist Sakaríasi í musterinu í Jerúsalem

Gabríel er nafngreindur fjórum sinnum í Biblíunni, tvisvar í Gamla testamentinu og tvisvar í Nýja testamentinu, og í öllum tilvikum er um stóra atburði að ræða. Fyrst birtist hann Daníel spámanni (554 f. Kr.) og útskýrir fyrir honum merkingu sýnar nokkurrar (Daníelsbók 8:15-26). Þeir Daníel hittast í annað sinn þegar Gabríel boðar frelsun Gyðingaþjóðarinnar úr ánauðinni í Babýlon (Daníelsbók 9:20-27). Þriðja sendiför erkiengilsins frá himnum til jarðar var til Sakaría prests í musterinu í Jerúsalem. Frá henni er sagt í Lúkasarguðspjalli (1:11-20), en þar kemur fram að Gabríel hafi kynnt sig á eftirfarandi máta: "Ég er Gabríel, sem stend frammi fyrir Guði [...]." Erindi Gabríels var að boða fæðingu Jóhannesar skírara, en Elísabet, kona Sakaríasar, var óbyrja og bæði voru þau hnigin að aldri.

Um næstu heimsókn Gabríels er einnig sagt frá í Lúkasarguðspjalli (1:26-31)

En á sjötta mánuði var Gabríel engill sendur frá Guði til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret, til meyjar, er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs, en mærin hét María. Og engillinn kom inn til hennar og sagði: ,,Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.” En hún varð hrædd við þessi orð og hugleiddi, hvílík þessi kveðja væri. Og engillinn sagði við hana: ,,Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita JESÚ.

Á apókrýfumeiði Nýja testamentisins er aukinheldur ýjað að því að Gabríel hafi sömuleiðis birst foreldrum Maríu, þeim Jóakim og Önnu, og tilkynnt um fæðingu hennar. Það er sennilegt að það hafi einnig verið Gabríel sem boðaði móður Samsonar fæðingu hans (Dómarabókin, 13. kafli), en margt er afar líkt með þeirri frásögn og öðrum frásögnum af honum. Gabríel á einnig að koma víðar fyrir í bókinni helgu, en sumir telja að Gabríel sé engillinn sem forðum glímdi við Jakob, ættföður Ísraelsmanna (Fyrsta Mósebók 32:24-29), að það hafi verið hann sem birtist Jósef trésmið í draumi og sagði honum að flýja til Egyptalands (Matteusarguðspjall 2:13), og að hann hafi velt steininum frá grafarmunna Jesú að morgni páskadags, þá sem „sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór” (Matteusarguðspjall 28:2).

Í Íslam, þar sem á Gabríel er minnst þrisvar sinnum undir nafni, er hann kallaður Jibríl. Hann á að hafa opinberað Múhameð Kóraninn, og er því engill sannleikans. Hann kemur einnig við sögu í Bahaítrú.



Gabríel birtist Maríu

Á myndverkum, sem oftast tengjast ferð hans til Nazaret, er hann gjarnan vængjaður, þó ekki alltaf, oft með geislabaug, berandi lilju, krossstaf, spjót, veldissprota eða þá bókrullu í hönd. Þar eru yfirleitt letruð orðin: ,,Ave Maria" eða þá ,,Ave Maria, gratia plena. Dominus tecum". Það merkir: ,,Heil vert þú, María" eða ,,Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs. Drottinn er með þér" (Lúkasarguðspjall 1:28). Stundum er hann sýndur með hægri höndina reista upp til blessunar eða í heilsan. Elstu listaverkin klæða hann ríkulega og ekki er óalgengt að sjá hann með kórónu, en mærin er á hinn bóginn fátækleg og auðmjúk. Eftir 1400 breytist þetta og Guðsmóðirin tilvonandi verður miðdepillinn, en Gabríel krýpur með hendur á brjósti. Enn annað tákn Gabríels er skjöldur og á kirkjuskúlptúrum er hann iðulega sýndur með lúður, horfandi í austur, þess albúinn að básúna endurkomu Drottins.

Af fornum sögnum að dæma tala englar bara hebresku, en Gabríel erkiengill er þar undantekningin; hann kann öll tungumál veraldar. Hann situr Guði til vinstri handar og er því af einhverjum englafræðingum talinn vera kerúbi, en þeir standa vörð um hásætið og einnig lífsins tré í Paradís (sem Rafael erkiengill er einnig sagður gera í annarri heimild) (Síðari Kroníkubók 3:7-14). Í Enoksbók er hann sagður ríkja yfir þeirri stétt.



Erkiengillinn Gabríel

Áður fyrr var minningardagur Gabríels ekki haldinn um alla vesturkirkjuna, bara hér og þar. Árið 1921 lagði Benedikt páfi XV hann á 24. mars (boðunardagur Maríu er 25. mars), en árið 1969 var þessu breytt og hátíðin sett á Mikjálsmessu og allra engla, 29. september. Í austurkirkjunni er hún hins vegar 26. mars og hefur verið svo um aldir.

Nafnið Gabríel er talið merkja „Guð er styrkur minn”, „Guð hefur opinberað sig máttugan”, „hetja Guðs”, „maður Guðs”, „hinn sterki maður Guðs” eða „hinn mikli”.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:


Myndir:

...