
Gabríel birtist Sakaríasi í musterinu í Jerúsalem
En á sjötta mánuði var Gabríel engill sendur frá Guði til borgar í Galíleu, sem heitir Nasaret, til meyjar, er var föstnuð manni, sem Jósef hét, af ætt Davíðs, en mærin hét María. Og engillinn kom inn til hennar og sagði: ,,Heil vert þú, sem nýtur náðar Guðs! Drottinn er með þér.” En hún varð hrædd við þessi orð og hugleiddi, hvílík þessi kveðja væri. Og engillinn sagði við hana: ,,Óttast þú eigi, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði. Þú munt þunguð verða og son ala, og þú skalt láta hann heita JESÚ.Á apókrýfumeiði Nýja testamentisins er aukinheldur ýjað að því að Gabríel hafi sömuleiðis birst foreldrum Maríu, þeim Jóakim og Önnu, og tilkynnt um fæðingu hennar. Það er sennilegt að það hafi einnig verið Gabríel sem boðaði móður Samsonar fæðingu hans (Dómarabókin, 13. kafli), en margt er afar líkt með þeirri frásögn og öðrum frásögnum af honum. Gabríel á einnig að koma víðar fyrir í bókinni helgu, en sumir telja að Gabríel sé engillinn sem forðum glímdi við Jakob, ættföður Ísraelsmanna (Fyrsta Mósebók 32:24-29), að það hafi verið hann sem birtist Jósef trésmið í draumi og sagði honum að flýja til Egyptalands (Matteusarguðspjall 2:13), og að hann hafi velt steininum frá grafarmunna Jesú að morgni páskadags, þá sem „sem elding ásýndum og klæðin hvít sem snjór” (Matteusarguðspjall 28:2). Í Íslam, þar sem á Gabríel er minnst þrisvar sinnum undir nafni, er hann kallaður Jibríl. Hann á að hafa opinberað Múhameð Kóraninn, og er því engill sannleikans. Hann kemur einnig við sögu í Bahaítrú.

Gabríel birtist Maríu

Erkiengillinn Gabríel
- Hver er munurinn á engli og erkiengli? eftir Sigurð Ægisson
- Hverjir eru englar? Af hverju var einn engla guðs óvinur? Verð ég engill? eftir Einar Sigurbjörnsson
- Er Satan til? eftir Hauk Má Helgason og Sigurjón Árna Eyjólfsson
- Hvort er Biblían trúarrit eða siðfræðirit? eftir Hjalta Hugason
- Er biblían „orð Guðs” samkvæmt kenningum hinnar íslensku þjóðkirkju? eftir Einar Sigurbjörnsson
Myndir: