Sólin Sólin Rís 10:31 • sest 15:59 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:37 • Síðdegis: 20:01 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:22 • Síðdegis: 14:00 í Reykjavík

Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi?

MBS

Eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi? er talsverður munur á því hvort miðað sé við hæð fjalla frá sjávarmáli eða frá fjallsrótum. Það fjall sem gnæfir hæst yfir sjávarmáli er án efa Everestfjall sem tilheyrir Himalajafjallgarðinum, en þar er einnig er að finna flest önnur hæstu fjöll heims. Sé hins vegar miðað við hvert sé hæsta fjall heimsins frá rótum hefur Mauna Kea vinninginn.

Mauna Kea er eitt þeirra fimm eldfjalla sem mynda eyjuna Hawaii. Á tungu innfæddra þýðir Mauna Kea „hvíta fjallið“ og vísar til þess að yfir vetrartímann er fjallið iðulega hulið snjóþekju.Gígur Mauna Kea

Mauna Kea er í 4.205 m hæð yfir sjávarmáli og er þar með hæsti tindur Hawaii-eyjaklasans (í samhengi má nefna að hæsti tindur Íslands, Hvannadalshnjúkur, er ekki nema um 2110 m). Þó að þetta sé mikil hæð jafnast það ekkert á við hæð Himalajafjalla þar sem Everestfjallið gnæfir yfir í 8.844 m hæð yfir sjávarmáli. Mauna Kea á hins vegar rætur sínar á hafsbotni sem liggja um 5.000 m undir yfirborði Kyrrahafsins. Frá rótum til topps er Mauna Kea því yfir 9.000 m á hæð og þar með stærsta fjall í heimi.

Í milljónir ára byggðist Mauna Kea upp með síendurteknum eldgosum. Á þeim 4.500 árum sem liðin eru frá seinasta eldgosi hefur Mauna Kea hins vegar smám saman verið að lækka, en sökum þyngdar sinnar hefur það verið að síga hægt og bítandi niður í sjávarbotninn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og Myndir:

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

17.2.2006

Spyrjandi

Elín Magnea

Tilvísun

MBS. „Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi?“ Vísindavefurinn, 17. febrúar 2006. Sótt 26. nóvember 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=5652.

MBS. (2006, 17. febrúar). Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5652

MBS. „Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi?“ Vísindavefurinn. 17. feb. 2006. Vefsíða. 26. nóv. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5652>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig má það vera að Mauna Kea gæti verið hæsta fjall í heimi?
Eins og fram kemur í svari Vísindavefsins við spurningunni: Hvert er stærsta eldfjall í heimi? er talsverður munur á því hvort miðað sé við hæð fjalla frá sjávarmáli eða frá fjallsrótum. Það fjall sem gnæfir hæst yfir sjávarmáli er án efa Everestfjall sem tilheyrir Himalajafjallgarðinum, en þar er einnig er að finna flest önnur hæstu fjöll heims. Sé hins vegar miðað við hvert sé hæsta fjall heimsins frá rótum hefur Mauna Kea vinninginn.

Mauna Kea er eitt þeirra fimm eldfjalla sem mynda eyjuna Hawaii. Á tungu innfæddra þýðir Mauna Kea „hvíta fjallið“ og vísar til þess að yfir vetrartímann er fjallið iðulega hulið snjóþekju.Gígur Mauna Kea

Mauna Kea er í 4.205 m hæð yfir sjávarmáli og er þar með hæsti tindur Hawaii-eyjaklasans (í samhengi má nefna að hæsti tindur Íslands, Hvannadalshnjúkur, er ekki nema um 2110 m). Þó að þetta sé mikil hæð jafnast það ekkert á við hæð Himalajafjalla þar sem Everestfjallið gnæfir yfir í 8.844 m hæð yfir sjávarmáli. Mauna Kea á hins vegar rætur sínar á hafsbotni sem liggja um 5.000 m undir yfirborði Kyrrahafsins. Frá rótum til topps er Mauna Kea því yfir 9.000 m á hæð og þar með stærsta fjall í heimi.

Í milljónir ára byggðist Mauna Kea upp með síendurteknum eldgosum. Á þeim 4.500 árum sem liðin eru frá seinasta eldgosi hefur Mauna Kea hins vegar smám saman verið að lækka, en sökum þyngdar sinnar hefur það verið að síga hægt og bítandi niður í sjávarbotninn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og Myndir:

...