Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:46 • sest 18:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 10:16 • Sest 18:20 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:01 • Síðdegis: 13:16 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað getið þið sagt mér um dúfnategundina Ptilinopus arcanus?

Jón Már Halldórsson

Tegundin Ptilinopus arcanus (e. Negros fruit-dove) er einlend (endemísk) tegund á Filippseyjum. Tegundin er annaðhvort í mikilli útrýmingarhættu eða útdauð. Síðasti staðfesti fundur hennar var árið 1953 á eyjunni Negros sem tilheyrir áðurnefndum Filippseyjum.

Ptilinopus arcanus.

Í óstaðfestum heimildum er dúfunnar getið árið 2002 en fullsnemmt verður að telja að úrskurða tegundina útdauða þrátt fyrir að einhverjir leiðangrar hafa verið farnir á hugsanleg búsvæði hennar. Nokkrar aðrar tegundir svokallaðra ávaxtadúfna finnast á eyjunni en þær eru vinsæl veiðibráð innfæddra. Enn fremur hefur griðalegt skógarhögg verið stundað á eyjunni og er nú aðeins um 4% upprunalegra skóga eftir þar. Að vísu er þetta mat frá árinu 1988 svo telja verður víst að talan hafi lækkað enn meira. Með slíkri búsvæðaeyðingu er grundvellinum kippt undan skógarfuglum eins og ávaxtadúfum.

P. arcanus er 16,5 cm á lengd; lítil dúfa með dökkgrænan fjaðurham og gula augnhringi, öskugrátt forenni og gráhvítan háls. Þessi lýsing er aðeins byggð á einum kvenfugli sem varðveittur er á náttúrufræðisafni í London. Þetta eintak var skotið í háu tréi í 1.100 metra hæð yfir sjávarmáli. Ekki er hægt að leggja mat á helstu vistfræðilegu þætti tegundarinnar, hvort hún haldi sig í skógum í fjalllendi eða er láglendisskógarfugl því nú er búið að eyða meira og minna öllu skóglendi undir þúsund metrum á eyjunni. Ef svo reynist hefur tegundin einfaldlega verið þurrkað út sökum þessa.

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.5.2011

Síðast uppfært

6.3.2023

Spyrjandi

Örn Arnarson, f. 1999

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um dúfnategundina Ptilinopus arcanus?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2011, sótt 4. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=56620.

Jón Már Halldórsson. (2011, 3. maí). Hvað getið þið sagt mér um dúfnategundina Ptilinopus arcanus? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=56620

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um dúfnategundina Ptilinopus arcanus?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2011. Vefsíða. 4. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=56620>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um dúfnategundina Ptilinopus arcanus?
Tegundin Ptilinopus arcanus (e. Negros fruit-dove) er einlend (endemísk) tegund á Filippseyjum. Tegundin er annaðhvort í mikilli útrýmingarhættu eða útdauð. Síðasti staðfesti fundur hennar var árið 1953 á eyjunni Negros sem tilheyrir áðurnefndum Filippseyjum.

Ptilinopus arcanus.

Í óstaðfestum heimildum er dúfunnar getið árið 2002 en fullsnemmt verður að telja að úrskurða tegundina útdauða þrátt fyrir að einhverjir leiðangrar hafa verið farnir á hugsanleg búsvæði hennar. Nokkrar aðrar tegundir svokallaðra ávaxtadúfna finnast á eyjunni en þær eru vinsæl veiðibráð innfæddra. Enn fremur hefur griðalegt skógarhögg verið stundað á eyjunni og er nú aðeins um 4% upprunalegra skóga eftir þar. Að vísu er þetta mat frá árinu 1988 svo telja verður víst að talan hafi lækkað enn meira. Með slíkri búsvæðaeyðingu er grundvellinum kippt undan skógarfuglum eins og ávaxtadúfum.

P. arcanus er 16,5 cm á lengd; lítil dúfa með dökkgrænan fjaðurham og gula augnhringi, öskugrátt forenni og gráhvítan háls. Þessi lýsing er aðeins byggð á einum kvenfugli sem varðveittur er á náttúrufræðisafni í London. Þetta eintak var skotið í háu tréi í 1.100 metra hæð yfir sjávarmáli. Ekki er hægt að leggja mat á helstu vistfræðilegu þætti tegundarinnar, hvort hún haldi sig í skógum í fjalllendi eða er láglendisskógarfugl því nú er búið að eyða meira og minna öllu skóglendi undir þúsund metrum á eyjunni. Ef svo reynist hefur tegundin einfaldlega verið þurrkað út sökum þessa.

Mynd:...