Sólin Sólin Rís 02:59 • sest 24:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:26 • Síðdegis: 17:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:30 • Síðdegis: 24:03 í Reykjavík

Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi?

Jón Már Halldórsson

Sandlóa (Charadrius hiaticula) er af ætt fjörufugla (Charadriidae). Hún er algeng hér á landi og finnst á gróðurlitlum svæðum á láglendi um allt land.

Sandlóan er lítill og feitlaginn fugl nokkuð svipuð heiðlóu að vexti. Hún er frá 18 til 20 cm á lengd og vegur um 60 grömm. Vænghaf hennar er allt upp í 55 cm á lengd.

Sandlóan er ljósbrún að ofanverðu, með svartan og hvítan kraga um hálsinn og hvítt enni. Hún hefur svarta breiða línu á milli augnanna. Efst á kollinum er hún ljósbrún eins og á baki en hvít að neðan. Goggurinn er rauðgulur en yst er hann svartur. Fæturnir eru stuttir og ljósgulir.

Sandlóa (Charadrius hiaticula).

Hreiðurgerð sandlóunnar er einföld, aðeins lítil dæld í gróðurlitlu landi svo sem á melum eða sjávargrundum. Þar verpir hún að meðaltali fjórum eggjum sem eru ljósbrún að lit alsett fjölmörgum doppum. Útungunin tekur þrjár til fjórar vikur og eru ungarnir hreiðurfælnir, það er þeir yfirgefa hreiðrið strax eftir klak og hlaupa um nágrennið með foreldrum sínum og bjarga sér með því að tína upp skordýr og önnur smádýr. Ungarnir verða fleygir að jafnaði 24 daga gamlir. Fæða sandlóa er aðallega skordýr (Insecta) og smáar tegundir krabbadýra (Crustacea). Einnig tínir hún upp í sig snigla (Gastropoda) og ýmsar tegundir orma.

Vísindamenn frá Náttúrufræðistofnun Íslands gerðu rannsóknir á stofnstærð nokkurra mófugla fyrir fáeinum árum. Stærð varpstofns sandlóunnar er um 50 þúsund varppör, það er 100 þúsund fuglar sem eru í varpi.

Sandlóan verpir víðar en á Íslandi. Hún finnst um norðanverða Evrasíu. Einnig verpir hún á heimskautaeyjum Kanada og eitthvað á Grænlandi. Íslenskar sandlóur fara á haustin til Bretlandseyja, til vesturstrandar Frakklands og Spánar og jafnvel suður til Marokkó þar sem þær dvelja á leirum og sandfjörum. Sandlóan kemur til landsins venjulega um miðjan apríl.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.11.2010

Spyrjandi

Hafdís Jónsdóttir, f. 1992

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2010. Sótt 27. júní 2022. http://visindavefur.is/svar.php?id=57455.

Jón Már Halldórsson. (2010, 19. nóvember). Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=57455

Jón Már Halldórsson. „Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2010. Vefsíða. 27. jún. 2022. <http://visindavefur.is/svar.php?id=57455>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað getið þið sagt mér um sandlóu, til dæmis um útbreiðslu í heiminum og stofninn hér á landi?
Sandlóa (Charadrius hiaticula) er af ætt fjörufugla (Charadriidae). Hún er algeng hér á landi og finnst á gróðurlitlum svæðum á láglendi um allt land.

Sandlóan er lítill og feitlaginn fugl nokkuð svipuð heiðlóu að vexti. Hún er frá 18 til 20 cm á lengd og vegur um 60 grömm. Vænghaf hennar er allt upp í 55 cm á lengd.

Sandlóan er ljósbrún að ofanverðu, með svartan og hvítan kraga um hálsinn og hvítt enni. Hún hefur svarta breiða línu á milli augnanna. Efst á kollinum er hún ljósbrún eins og á baki en hvít að neðan. Goggurinn er rauðgulur en yst er hann svartur. Fæturnir eru stuttir og ljósgulir.

Sandlóa (Charadrius hiaticula).

Hreiðurgerð sandlóunnar er einföld, aðeins lítil dæld í gróðurlitlu landi svo sem á melum eða sjávargrundum. Þar verpir hún að meðaltali fjórum eggjum sem eru ljósbrún að lit alsett fjölmörgum doppum. Útungunin tekur þrjár til fjórar vikur og eru ungarnir hreiðurfælnir, það er þeir yfirgefa hreiðrið strax eftir klak og hlaupa um nágrennið með foreldrum sínum og bjarga sér með því að tína upp skordýr og önnur smádýr. Ungarnir verða fleygir að jafnaði 24 daga gamlir. Fæða sandlóa er aðallega skordýr (Insecta) og smáar tegundir krabbadýra (Crustacea). Einnig tínir hún upp í sig snigla (Gastropoda) og ýmsar tegundir orma.

Vísindamenn frá Náttúrufræðistofnun Íslands gerðu rannsóknir á stofnstærð nokkurra mófugla fyrir fáeinum árum. Stærð varpstofns sandlóunnar er um 50 þúsund varppör, það er 100 þúsund fuglar sem eru í varpi.

Sandlóan verpir víðar en á Íslandi. Hún finnst um norðanverða Evrasíu. Einnig verpir hún á heimskautaeyjum Kanada og eitthvað á Grænlandi. Íslenskar sandlóur fara á haustin til Bretlandseyja, til vesturstrandar Frakklands og Spánar og jafnvel suður til Marokkó þar sem þær dvelja á leirum og sandfjörum. Sandlóan kemur til landsins venjulega um miðjan apríl.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild:

Mynd:...