Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvar á ég heima?

Ritstjórn Vísindavefsins

Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendingar að hafa þjóðskrá. Bandaríkjamenn gætu til dæmis átt í vandræðum með að fá staðfestingu á því hvar þeir eigi heima því enginn sambærilegur gagnagrunnur er til þar í landi. Lesa má nánar um það í svari EMB við spurningunni Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána? Bandaríkjamenn þurfa þess vegna að treysta á að þeir muni hvar þeir eigi heima ætli þeir að fara heim, opinberir aðilar geta ekki sagt þeim það.


Þarna eigum við heima.

Svo er náttúrulega spurning hvar maður er heima hjá sér. Við getum til dæmis ekki tekið þjóðskrána sem endanlegan sannleik um það hvar fólk á heima þótt hún sé góð heimild. Í þjóðskránni er lögheimili okkar skráð en í sumum tilfellum býr fólk annars staðar. Það á til dæmis við um margt skólafólk utan af landi sem þarf að flytja sig um set til þess að sækja nám annars staðar en í sinni heimabyggð. Þá er það gjarnan með lögheimili áfram á gamla staðunum, til dæmis hjá foreldrum, þótt það búi sjálft mikinn hluta ársins annars staðar. Á hvorum staðnum er maður þá 'heima hjá sér'? Eða geta kannski fleiri en einn staður verið 'heima' í einu?

Þegar einn af starfsmönnum Vísindavefsins gerði lokaritgerðina sína í landafræði skoðaði hún sumarhúsabyggð á Hornströndum. Þar talaði hún meðal annars við áttræða konu sem flutti frá Aðalvík til Hafnarfjarðar um tvítugt. Á fullorðinsárum byrjaði hún að fara aftur til Aðalvíkur á sumrin og talaði alltaf um að þá væri hún að fara 'heim' þó að hún hefði ekki búið þar í áratugi.

Heima er því greinilega teygjanlegt hugtak og vísar ekki endilega til þess staðar sem fólk býr á hverju sinni, heldur kannski frekar hvar fólki líður 'heimilislega' eða hvar rætur þess liggja. Sumum finnst svo greinilega að orðið heima þurfi ekki einu sinni að vísa til vistarvera, eins og sést best á að okkur barst spurningin Erum við heima hjá okkur þegar við sitjum undir stýri?

Að lokum finnst okkur að við séum knúin til að vara fólk við því að eyða of miklum tíma heima hjá sér. Samkvæmt rannsóknum í málvísindum merkir orðið 'heimskur' nefnilega bókstaflega að vera heimaalinn, að hafa sjaldan komið út fyrir hússins dyr. Að sjálfsögðu viljum við ekki að lesendur okkar verði vitgrannir og fávísir, svo við hvetjum þá til að húka ekki alltaf heima heldur fara út að skoða heiminn! Þetta á að sjálfsögðu líka við um okkur Vísindavefara, enda höfum við stundum velt því fyrir okkur hvort við séum í rauninni mjög heimsk þar sem við eyðum svo miklum tíma á Vísindavefnum. Nánar má lesa um þær pælingar í svari okkar við spurningunni Eruð þið heimskir?

Við höfum tekið viðkvæmar og nærgöngular spurningar af þessu tagi svo nærri okkur að við höfum gagngert reynt að draga úr heimskunni með markvissum aðgerðum. Þannig fluttist einn starfsmaður vefsins búferlum til Kanada til að freista þess að draga úr heimsku sinni, aðalritstjórinn fór kringum hnöttinn í fyrra og skoðaði sig um á Nýja-Sjálandi (sem er nærri því eins langt í burtu og hægt er að komast á yfirborði jarðar) og akkúrat núna er aðstoðarritstjórinn á leið til Nepal í sama tilgangi. Við vonum að þetta leiði til þess að lesendur hætti að spyrja hvort við séum heimsk!

Mynd: Image:BlankMap-World.png. Wikimedia Commons.


Þetta svar er föstudagssvar. Ef einhver tekur því alvarlega er það alfarið á hans eða hennar eigin ábyrgð.

Útgáfudagur

7.4.2006

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvar á ég heima? “ Vísindavefurinn, 7. apríl 2006. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5813.

Ritstjórn Vísindavefsins. (2006, 7. apríl). Hvar á ég heima? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5813

Ritstjórn Vísindavefsins. „Hvar á ég heima? “ Vísindavefurinn. 7. apr. 2006. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5813>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvar á ég heima?
Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendingar að hafa þjóðskrá. Bandaríkjamenn gætu til dæmis átt í vandræðum með að fá staðfestingu á því hvar þeir eigi heima því enginn sambærilegur gagnagrunnur er til þar í landi. Lesa má nánar um það í svari EMB við spurningunni Hvar er hægt að skoða bandarísku þjóðskrána? Bandaríkjamenn þurfa þess vegna að treysta á að þeir muni hvar þeir eigi heima ætli þeir að fara heim, opinberir aðilar geta ekki sagt þeim það.


Þarna eigum við heima.

Svo er náttúrulega spurning hvar maður er heima hjá sér. Við getum til dæmis ekki tekið þjóðskrána sem endanlegan sannleik um það hvar fólk á heima þótt hún sé góð heimild. Í þjóðskránni er lögheimili okkar skráð en í sumum tilfellum býr fólk annars staðar. Það á til dæmis við um margt skólafólk utan af landi sem þarf að flytja sig um set til þess að sækja nám annars staðar en í sinni heimabyggð. Þá er það gjarnan með lögheimili áfram á gamla staðunum, til dæmis hjá foreldrum, þótt það búi sjálft mikinn hluta ársins annars staðar. Á hvorum staðnum er maður þá 'heima hjá sér'? Eða geta kannski fleiri en einn staður verið 'heima' í einu?

Þegar einn af starfsmönnum Vísindavefsins gerði lokaritgerðina sína í landafræði skoðaði hún sumarhúsabyggð á Hornströndum. Þar talaði hún meðal annars við áttræða konu sem flutti frá Aðalvík til Hafnarfjarðar um tvítugt. Á fullorðinsárum byrjaði hún að fara aftur til Aðalvíkur á sumrin og talaði alltaf um að þá væri hún að fara 'heim' þó að hún hefði ekki búið þar í áratugi.

Heima er því greinilega teygjanlegt hugtak og vísar ekki endilega til þess staðar sem fólk býr á hverju sinni, heldur kannski frekar hvar fólki líður 'heimilislega' eða hvar rætur þess liggja. Sumum finnst svo greinilega að orðið heima þurfi ekki einu sinni að vísa til vistarvera, eins og sést best á að okkur barst spurningin Erum við heima hjá okkur þegar við sitjum undir stýri?

Að lokum finnst okkur að við séum knúin til að vara fólk við því að eyða of miklum tíma heima hjá sér. Samkvæmt rannsóknum í málvísindum merkir orðið 'heimskur' nefnilega bókstaflega að vera heimaalinn, að hafa sjaldan komið út fyrir hússins dyr. Að sjálfsögðu viljum við ekki að lesendur okkar verði vitgrannir og fávísir, svo við hvetjum þá til að húka ekki alltaf heima heldur fara út að skoða heiminn! Þetta á að sjálfsögðu líka við um okkur Vísindavefara, enda höfum við stundum velt því fyrir okkur hvort við séum í rauninni mjög heimsk þar sem við eyðum svo miklum tíma á Vísindavefnum. Nánar má lesa um þær pælingar í svari okkar við spurningunni Eruð þið heimskir?

Við höfum tekið viðkvæmar og nærgöngular spurningar af þessu tagi svo nærri okkur að við höfum gagngert reynt að draga úr heimskunni með markvissum aðgerðum. Þannig fluttist einn starfsmaður vefsins búferlum til Kanada til að freista þess að draga úr heimsku sinni, aðalritstjórinn fór kringum hnöttinn í fyrra og skoðaði sig um á Nýja-Sjálandi (sem er nærri því eins langt í burtu og hægt er að komast á yfirborði jarðar) og akkúrat núna er aðstoðarritstjórinn á leið til Nepal í sama tilgangi. Við vonum að þetta leiði til þess að lesendur hætti að spyrja hvort við séum heimsk!

Mynd: Image:BlankMap-World.png. Wikimedia Commons.


Þetta svar er föstudagssvar. Ef einhver tekur því alvarlega er það alfarið á hans eða hennar eigin ábyrgð....