Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 354 svör fundust
Hvar á ég heima?
Þú átt heima heima hjá þér! Fyrir því eru staðfestar heimiildir. Þú getur tekið upp símtólið, hringt í Þjóðskrá í síma 5692900 og gefið upp nafn eða kennitölu og fengið staðfestingu á því að þú hafir lögheimili heima hjá þér og fengið að vita hvar það er. Því miður eru ekki allar þjóðir jafnheppnar og við Íslendin...
Hver er uppruni orðsins heimskur?
Orðið heimskur ‛vitgrannur, fávís’ er náskylt orðunum heim ‛(í átt) til heimkynna’ og heima ‛heimkynni, heimili’ og ‛í heimkynnum sínum’. Orðið heimskur þekkist allt frá fornu máli. Ekki þótti það karlmannlegt að sitja alltaf heima og fara ekkert. Í Hávamálum stendur (5. erindi): Vits er...
Átti Skafti heima í Skaftafelli?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Nú er ég úr Vestur-Skaftafellssýslu og hef stundum velt fyrir mér öllum þessum heitum tengdum við "Skafta" (t.d. Skaftá) og að þetta gríðarlega landflæmi sem Vestur og Austur-Skaftafellssýsla tilheyrir. Var Skafti maður sem átti heima í Skaftafelli? Eða er átt við eitthvað landfræ...
Eru þeir sem vinna „að heiman“ heima hjá sér?
Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hvað þýðir að vinna að heiman? Margir segjast nú á dögum vera að vinna að heiman og eiga við að þeir séu að vinna heima hjá sér. Er þetta rétt? Getur ekki verið að „að heiman“ þýði fjarri heimili. Ég er að vinna fjarri heimili mínu. Í atviksorðinu heiman er fólgin hreyf...
Af hverju á Guð heima í himnaríki?
Hér er einnig svarað spurningu Evu Þorbjargar Ellertsdóttur: Hvað er himnaríki stórt? Kristnir menn nefna heimkynni Guðs himin. En himinninn er ekki staður. Þess vegna er ekki hægt að mæla stærð himnaríkis. Þegar við segjum að Guð sé á himnum þá meinum við að ekki er hægt að benda á tiltekinn stað þar sem Guð e...
Á fólk heima á suðurpólnum eða norðurpólnum?
Þegar talað er um suðurpólinn er misjafnt hvort átt er við syðsta punkt jarðarinnar eða Suðurskautslandið allt. Suðurpóllinn sjálfur (í fyrri skilningi orðsins) er ekki mannlaus því frá árinu 1957 hafa Bandaríkjamenn starfrækt þar rannsóknarstöð, Amundsen-Scott South Pole Station. Stöðin er mönnuð allt árið um kr...
Mega bændur slátra heima hjá sér til einkanota?
Lög nr. 96/1997 um eldi og heilbrigði sláturdýra, slátrun, vinnslu, heilbrigðisskoðun og gæðamat á sláturafurðum ná yfir afurðir dýra sem slátrað er heima, sbr. g-lið 2. gr. Í 1. mgr. 5. gr. laganna segir að sláturdýrum, sem slátra eigi til að flytja afurðirnar á erlendan markað eða til dreifingar og neyslu inn...
Er hægt að smíða vélmenni heima hjá sér?
Það er ekki einfalt mál að smíða vélmenni heima hjá sér. Á íslensku notum við orðið vélmenni um róbota í mannslíki. Vélmenni eru flókin fyrirbæri. Til þess að stjórna þeim þarf yfirleitt tölvu og hugbúnað, því það þarf marga mótora til að knýja hendur, fætur og aðra líkamsparta sem eiga að hreyfast. Hins vegar ...
Hver er skilgreiningin á trúleysingja?
Trúleysingi er sá sem ekki hefur neina trú í skilningnum „traust og tilbeiðsla á goðmögnum eða vættum; trúarbrögð”. Það að vera trúlaus er sem sagt það að vera laus við trú á guði eða yfirskilvitlegar æðri verur. Alþjóðaorðið yfir trúleysingja er aþeisti. Forskeytið a- felur í sér neitun og merkir 'ekki' eða 'á...
Erum við heima hjá okkur þegar við sitjum undir stýri?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hver er skilgreiningin á einkabifreið? Hefur maður sömu réttindi þar eins og heima hjá sér (er maður „heima hjá sér" undir stýri)? Bifreið er skilgreind svo í 2. gr. umferðarlaga nr. 50/1987: a. Vélknúið ökutæki sem ekki telst torfærutæki og aðallega er ætlað til fólks- eða ...
Hvar býr jólasveinninn?
Þegar líður að jólum og jólasveinar fara á kreik vakna margar spurningar, sérstaklega hjá yngstu kynslóðinni. Ein þeirra sem oft berst Vísindavefnum er hvar jólasveinninn eigi heima? Það eru ýmsar hugmyndir í gangi um heimkynni jólasveinsins og skiptir þá máli hvort átt er við þennan alþjóðlega sem ferðast um á hr...
Hversu almenn er tölvueign Íslendinga?
Samkvæmt könnun sem gerð var í mars og apríl 1999 var tölva á tveim þriðjuhlutum heimila á Íslandi. Þar sem tölvueign fer stöðugt vaxandi má ætla að þetta hlutfall sé hærra núna. Auk þess hafa margir aðgang að tölvu á vinnustað þótt þeir séu ekki með tölvu heima hjá sér. Niðurstöður sömu könnunar sýndu að 82,3%...
Hver er munurinn á örlögum og forlögum?
Orðið örlög er notað um það sem er fyrir fram ákveðið af einhverjum (guðum, forlagadísum, forsjóninni). Sömu merkingu hefur orðið forlög. Það er notað um sköp, örlög einhvers. Orðatiltækið enginn má sköpum renna segir það sama og orðatiltækin enginn getur sín forlög flúið og enginn flýr örlög sín, það er ef forsj...
Er rétt íslenska að nota 'hvar' og 'hvaðan' þar sem oftast er notað 'þar sem'?
Spurningin er svona í fullri lengd: Er "rétt" íslenska að nota "hvar" og "hvaðan" þar sem ("hvar") oftast er notað "þar sem"? Annað dæmi: ...hvaðan nöfn vinningshafanna verða dregin út. Orðið hvar er atviksorð sem notað er þegar spurt er um stað, t.d.: „Hvar á hann heima?”, „Hvar eigum við að hittast?”. Orði...
Hvaða heima er átt við í orðasamböndunum "þessa heims og annars" og að "sýna einhverjum í tvo heimana"?
Orðið heimur kemur fyrir í nokkrum orðtökum þar sem fyrir koma tveir heimar. Fyrir utan þau sem nefnd eru í fyrirspurninni eru til dæmis vera milli heims og Heljar, vera milli tveggja heima og vita hvorki í þennan heim né annan. Hugmyndin er rakin til þeirrar fornu trúar að við dauðann komist menn í eitthvert ...