Sólin Sólin Rís 02:55 • sest 24:04 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 20:03 • Sest 01:31 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:37 • Síðdegis: 16:15 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:53 • Síðdegis: 22:30 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Hver er uppruni orðsins heimskur?

Guðrún Kvaran

Orðið heimskur ‛vitgrannur, fávís’ er náskylt orðunum heim ‛(í átt) til heimkynna’ og heima ‛heimkynni, heimili’ og ‛í heimkynnum sínum’. Orðið heimskur þekkist allt frá fornu máli. Ekki þótti það karlmannlegt að sitja alltaf heima og fara ekkert. Í Hávamálum stendur (5. erindi):

Vits er þörf

þeim er víða ratar

dælt er heima hvað.

Dælt merkir þarna ‛auðvelt’, það er auðvelt að halda sig heima en vit er nauðsynlegt ef fara á víða. Heimskur er þá upphaflega sá sem heldur sig heima við og aflar sér ekki þekkingar á ferðum.


Heimskur er sá sem heldur sig heima.

Mynd:

  • Flickr.com. Hrafnseyri. Ljósmyndari er Étienne Ljóni Poisson. Sótt 15.6.2011.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

1.7.2011

Spyrjandi

Anna Hildigunnur Jónasdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins heimskur?“ Vísindavefurinn, 1. júlí 2011. Sótt 18. júní 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59527.

Guðrún Kvaran. (2011, 1. júlí). Hver er uppruni orðsins heimskur? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59527

Guðrún Kvaran. „Hver er uppruni orðsins heimskur?“ Vísindavefurinn. 1. júl. 2011. Vefsíða. 18. jún. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59527>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hver er uppruni orðsins heimskur?
Orðið heimskur ‛vitgrannur, fávís’ er náskylt orðunum heim ‛(í átt) til heimkynna’ og heima ‛heimkynni, heimili’ og ‛í heimkynnum sínum’. Orðið heimskur þekkist allt frá fornu máli. Ekki þótti það karlmannlegt að sitja alltaf heima og fara ekkert. Í Hávamálum stendur (5. erindi):

Vits er þörf

þeim er víða ratar

dælt er heima hvað.

Dælt merkir þarna ‛auðvelt’, það er auðvelt að halda sig heima en vit er nauðsynlegt ef fara á víða. Heimskur er þá upphaflega sá sem heldur sig heima við og aflar sér ekki þekkingar á ferðum.


Heimskur er sá sem heldur sig heima.

Mynd:

  • Flickr.com. Hrafnseyri. Ljósmyndari er Étienne Ljóni Poisson. Sótt 15.6.2011.
...