Sólin Sólin Rís 05:15 • sest 21:38 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:18 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:36 • Síðdegis: 19:53 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:39 • Síðdegis: 13:42 í Reykjavík

Hvernig dýr eru sæapar?

Jón Már Halldórsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:
Hvernig dýr eru sæapar eða "seamonkeys" og hvar lifa þau?

Dýr það sem á ensku nefnist Sea-Monkey mætti kannski kalla sæapa á íslensku. Um er að ræða ræktað afbrigði af saltkefa (Artemia salina), en það er smávaxið krabbadýr af ættbálki tálknfætlna (Branchiopoda) og ættkvísl saltvatnsrækja (e. brine shrimps; Artemia). Í vísindaritum er fræðiheitið Artemia salina nyos gjarnan notað um þessa deilitegund saltkefans.

Saltkefar verða venjulega um aðeins um 15 mm á lengd. Líkt og svo mörg smávaxin krabbadýr nærast þeir með því að sía vatnið af þörungum með reglubundnum hreyfingum fóta sem eru alsettir hárum. Eins og nafnið gefur til kynna eru þeir ákaflega seltuþolnir, en þeir finnast helst í selturíkum vötnum. Kunnasta vatnið sem saltkefinn lifir í er líklega Great Salt Lake í Utah ríki í Bandaríkjunum, en þar er seltan á bilinu 12-25% (selta úthafanna er venjulega í kringum 3,5%). Saltkefar geta aðeins lifað í um 5 tíma í fersku vatni. Kjörhitastig þeirra er við 24-30 °C.



Saltkefi (Artemia salina).

Þessi litlu krabbadýr hafa slegið í gegn sem "gæludýr" bæði vestanhafs og austan. Þau eru ódýr og krefjast lítillar fyrirhafnar og eru því þægileg gæludýr. Vitað er að þau geta fjölga sér kynlaust því rannsóknir á villtum dýrum hafa staðfest að þegar hlutfall karldýra fer undir ákveðin mörk þá fjölgar meyfæðingum.

Annað sem hefur gert verslun og flutninga með saltkefa auðvelda er að við þurrk fara eggin í eins konar geymsluástand, það er þau mynda rakaþolinn hjúp og þorna því ekki upp. Slíkt er algengt meðal fjölmargra hryggleysingja og gerir þeim kleift að lifa af öfgafullar sveiflur í umhverfi sínu og tryggir þannig afkomu næstu kynslóðar.

Verslun með saltkefa hófst fyrst fyrir um hálfri öld og má rekja hana til Bandaríkjamannsins Harolds von Braunhuts. Upphaflega var þetta litla krabbadýr markaðssett undir heitinu "Instant life" en seinna breytti hann nafninu í Sea-Monkeys. Hugmyndin um sæapa sem gæludýr sló í gegn og í kjölfarið hafa verið framleiddar ýmsar vörur sem fylgja ræktun og umhirðu þeirra.

Þess má að lokum geta að saltkefar hafa verið mjög mikið notaðir sem fiskeldisfóður þar sem þeir eru góðir prótíngjafar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd: Krajinski Park - ljósmyndari M. Richter.

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

19.4.2006

Spyrjandi

Garðar Þröstur, f. 1990

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvernig dýr eru sæapar?“ Vísindavefurinn, 19. apríl 2006. Sótt 26. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5827.

Jón Már Halldórsson. (2006, 19. apríl). Hvernig dýr eru sæapar? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5827

Jón Már Halldórsson. „Hvernig dýr eru sæapar?“ Vísindavefurinn. 19. apr. 2006. Vefsíða. 26. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5827>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig dýr eru sæapar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Hvernig dýr eru sæapar eða "seamonkeys" og hvar lifa þau?

Dýr það sem á ensku nefnist Sea-Monkey mætti kannski kalla sæapa á íslensku. Um er að ræða ræktað afbrigði af saltkefa (Artemia salina), en það er smávaxið krabbadýr af ættbálki tálknfætlna (Branchiopoda) og ættkvísl saltvatnsrækja (e. brine shrimps; Artemia). Í vísindaritum er fræðiheitið Artemia salina nyos gjarnan notað um þessa deilitegund saltkefans.

Saltkefar verða venjulega um aðeins um 15 mm á lengd. Líkt og svo mörg smávaxin krabbadýr nærast þeir með því að sía vatnið af þörungum með reglubundnum hreyfingum fóta sem eru alsettir hárum. Eins og nafnið gefur til kynna eru þeir ákaflega seltuþolnir, en þeir finnast helst í selturíkum vötnum. Kunnasta vatnið sem saltkefinn lifir í er líklega Great Salt Lake í Utah ríki í Bandaríkjunum, en þar er seltan á bilinu 12-25% (selta úthafanna er venjulega í kringum 3,5%). Saltkefar geta aðeins lifað í um 5 tíma í fersku vatni. Kjörhitastig þeirra er við 24-30 °C.



Saltkefi (Artemia salina).

Þessi litlu krabbadýr hafa slegið í gegn sem "gæludýr" bæði vestanhafs og austan. Þau eru ódýr og krefjast lítillar fyrirhafnar og eru því þægileg gæludýr. Vitað er að þau geta fjölga sér kynlaust því rannsóknir á villtum dýrum hafa staðfest að þegar hlutfall karldýra fer undir ákveðin mörk þá fjölgar meyfæðingum.

Annað sem hefur gert verslun og flutninga með saltkefa auðvelda er að við þurrk fara eggin í eins konar geymsluástand, það er þau mynda rakaþolinn hjúp og þorna því ekki upp. Slíkt er algengt meðal fjölmargra hryggleysingja og gerir þeim kleift að lifa af öfgafullar sveiflur í umhverfi sínu og tryggir þannig afkomu næstu kynslóðar.

Verslun með saltkefa hófst fyrst fyrir um hálfri öld og má rekja hana til Bandaríkjamannsins Harolds von Braunhuts. Upphaflega var þetta litla krabbadýr markaðssett undir heitinu "Instant life" en seinna breytti hann nafninu í Sea-Monkeys. Hugmyndin um sæapa sem gæludýr sló í gegn og í kjölfarið hafa verið framleiddar ýmsar vörur sem fylgja ræktun og umhirðu þeirra.

Þess má að lokum geta að saltkefar hafa verið mjög mikið notaðir sem fiskeldisfóður þar sem þeir eru góðir prótíngjafar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum eftir sama höfund:

Mynd: Krajinski Park - ljósmyndari M. Richter....