Sólin Sólin Rís 05:51 • sest 21:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 09:47 • Sest 06:52 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 00:02 • Síðdegis: 12:48 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:36 • Síðdegis: 18:53 í Reykjavík

Hvaða áhrif hafa berserkjasveppir á mann?

Margrét Björk Sigurðardóttir

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
Hvernig líta berserkjasveppir út og hvaða áhrif hafa þeir á mann?

Berserkjasveppurinn (Amanita muscaria) tilheyrir ættkvísl reifasveppa eða Amanita. Nánari upplýsingar um útlit og líffræði berserkjasveppsins má finna í svari Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur við spurningunni Hvaða sveppur er á þessari mynd?

Eins og fram kemur í svari Guðríðar Gyðu eru berserkjasveppir eitraðir, en í þeim finnast fjögur ofskynjunarefni: Ibotenic-sýra, muscimol, muscazone og muscarine. Eitrunaráhrif geta komið fram þó að sveppsins sé neytt í mjög litlu magni, en innbyrði maður meira en 1 g af sveppinum getur það valdið ógleði og uppköstum, niðurgangi, sljóleika, ósjálfráðum kippum, öndunarerfiðleikum, kólínergum áhrifum (lækkaður blóðþrýstingur, aukin svita- og munnvatnsframleiðsla), sjóntruflunum, skapsveiflum, algleymi, máttleysi og ofskynjunum. Í nær banvænum skömmtum getur sveppurinn einnig valdið miklum bólgum, reiði og sturlun sem lýsir sér helst í ofvirkni og ofskynjunum.

Það er mjög einstaklingsbundið hvaða áhrif eitrið hefur á fólk og tveir einstaklingar geta sýnt mjög ólík viðbrögð við sama magni af sveppnum. Áhrif eitursins koma fram um það bil klukkustund eftir neyslu og ná venjulega hámarki innan þriggja stunda, en einkennin geta þó varað í tíu til tólf stundir. Mikilvægt er að fólk sem hefur neytt sveppsins komist sem fyrst undir læknishendur.

Reifasveppir eru þeir sveppir sem helst valda eitrunum í fólki. Þeirra banvænstur er grænserkur (Amanita phalloides), en hann kemur upphaflega frá Evrópu en má nú einnig finna í Norður- og Suður-Ameríku, Ástralíu og Afríku. Hann vex helst við rætur trjáa og er mest áberandi á haustin og í byrjun vetrar. Ekki er vitað til þess að hann hafi fundist hér á landi.

Flest dauðsföll af völdum sveppaeitrunar í heiminum stafa af neyslu grænserksins Það eiturefni sveppsins sem veldur mestum skaða er alfa-amanitin, en það hefur einna helst áhrif á lifur og nýru. Lifrarígræðsla er oft eina lækningin við grænserkseitrun og er dánartíðnin því há. Um 50 g af sveppinum eru talin vera banvænn skammtur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

Höfundur

Útgáfudagur

2.5.2006

Spyrjandi

Bjarki Kristinsson

Tilvísun

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvaða áhrif hafa berserkjasveppir á mann?“ Vísindavefurinn, 2. maí 2006. Sótt 16. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5855.

Margrét Björk Sigurðardóttir. (2006, 2. maí). Hvaða áhrif hafa berserkjasveppir á mann? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5855

Margrét Björk Sigurðardóttir. „Hvaða áhrif hafa berserkjasveppir á mann?“ Vísindavefurinn. 2. maí. 2006. Vefsíða. 16. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5855>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvaða áhrif hafa berserkjasveppir á mann?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Hvernig líta berserkjasveppir út og hvaða áhrif hafa þeir á mann?

Berserkjasveppurinn (Amanita muscaria) tilheyrir ættkvísl reifasveppa eða Amanita. Nánari upplýsingar um útlit og líffræði berserkjasveppsins má finna í svari Guðríðar Gyðu Eyjólfsdóttur við spurningunni Hvaða sveppur er á þessari mynd?

Eins og fram kemur í svari Guðríðar Gyðu eru berserkjasveppir eitraðir, en í þeim finnast fjögur ofskynjunarefni: Ibotenic-sýra, muscimol, muscazone og muscarine. Eitrunaráhrif geta komið fram þó að sveppsins sé neytt í mjög litlu magni, en innbyrði maður meira en 1 g af sveppinum getur það valdið ógleði og uppköstum, niðurgangi, sljóleika, ósjálfráðum kippum, öndunarerfiðleikum, kólínergum áhrifum (lækkaður blóðþrýstingur, aukin svita- og munnvatnsframleiðsla), sjóntruflunum, skapsveiflum, algleymi, máttleysi og ofskynjunum. Í nær banvænum skömmtum getur sveppurinn einnig valdið miklum bólgum, reiði og sturlun sem lýsir sér helst í ofvirkni og ofskynjunum.

Það er mjög einstaklingsbundið hvaða áhrif eitrið hefur á fólk og tveir einstaklingar geta sýnt mjög ólík viðbrögð við sama magni af sveppnum. Áhrif eitursins koma fram um það bil klukkustund eftir neyslu og ná venjulega hámarki innan þriggja stunda, en einkennin geta þó varað í tíu til tólf stundir. Mikilvægt er að fólk sem hefur neytt sveppsins komist sem fyrst undir læknishendur.

Reifasveppir eru þeir sveppir sem helst valda eitrunum í fólki. Þeirra banvænstur er grænserkur (Amanita phalloides), en hann kemur upphaflega frá Evrópu en má nú einnig finna í Norður- og Suður-Ameríku, Ástralíu og Afríku. Hann vex helst við rætur trjáa og er mest áberandi á haustin og í byrjun vetrar. Ekki er vitað til þess að hann hafi fundist hér á landi.

Flest dauðsföll af völdum sveppaeitrunar í heiminum stafa af neyslu grænserksins Það eiturefni sveppsins sem veldur mestum skaða er alfa-amanitin, en það hefur einna helst áhrif á lifur og nýru. Lifrarígræðsla er oft eina lækningin við grænserkseitrun og er dánartíðnin því há. Um 50 g af sveppinum eru talin vera banvænn skammtur.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir og mynd:

...