Hvernig líta berserkjasveppir út og hvaða áhrif hafa þeir á mann?

Eins og fram kemur í svari Guðríðar Gyðu eru berserkjasveppir eitraðir, en í þeim finnast fjögur ofskynjunarefni: Ibotenic-sýra, muscimol, muscazone og muscarine. Eitrunaráhrif geta komið fram þó að sveppsins sé neytt í mjög litlu magni, en innbyrði maður meira en 1 g af sveppinum getur það valdið ógleði og uppköstum, niðurgangi, sljóleika, ósjálfráðum kippum, öndunarerfiðleikum, kólínergum áhrifum (lækkaður blóðþrýstingur, aukin svita- og munnvatnsframleiðsla), sjóntruflunum, skapsveiflum, algleymi, máttleysi og ofskynjunum. Í nær banvænum skömmtum getur sveppurinn einnig valdið miklum bólgum, reiði og sturlun sem lýsir sér helst í ofvirkni og ofskynjunum. Það er mjög einstaklingsbundið hvaða áhrif eitrið hefur á fólk og tveir einstaklingar geta sýnt mjög ólík viðbrögð við sama magni af sveppnum. Áhrif eitursins koma fram um það bil klukkustund eftir neyslu og ná venjulega hámarki innan þriggja stunda, en einkennin geta þó varað í tíu til tólf stundir. Mikilvægt er að fólk sem hefur neytt sveppsins komist sem fyrst undir læknishendur. Reifasveppir eru þeir sveppir sem helst valda eitrunum í fólki.

- Hvað eru kólfsveppir og hvernig er lífsferill þeirra? eftir Guðríði Gyðu Eyjólfsdóttur
- Er bannað að tína ofskynjunarsveppi af túnum í Reykjavíkurborg? Hver eru viðurlög og refsingar? eftir Magnús Viðar Skúlason
- Hvernig myndast nornabaugar eða nornahringir í mosa? eftir Guríði Gyðu Eyjólfsdóttur
- Hver er munurinn á fléttum og skófum? Eru skófir fléttur? eftir Hörð Kristinsson