Sólin Sólin Rís 10:48 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 07:25 • Sest 15:18 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:30 • Síðdegis: 16:44 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:47 • Síðdegis: 23:01 í Reykjavík

Getið þið sagt mér eitthvað um beltisþara?

JMH

Beltisþari (Laminaria saccharina) telst til brúnþörunga (Fucophyceae). Hann finnst allt í kringum landið og vex neðst í fjöru og allt niður á 25 metra dýpi. Kjörbotngerð beltisþarans er malarbotn. Á heimsvísu vex hann allt í kringum norðurhvel jarðar frá Norður-Rússlandi og Skandinavíu suður til Galisíu á Spáni. Beltisþari er algengur í fjörum bæði við Bretlandseyjar og á Írlandi.Beltisþari (Laminaria saccharina)

Í riti Karls Gunnarssonar um þara er beltisþaranum lýst á eftirfarandi hátt:
Beltisþarinn hefur heilt óklofið blað sem situr á tiltölulega stuttum stilk. Á einstaklingum sem vaxa á skjólstæðum stöðum er yfirborðið stundum slétt en blaðjaðrarnir oftast bylgjóttir. Beltisþarinn getur orðið meira en 5 metra langur og blaðið rúmur metri á lengd. Algengast er hins vegar að blaðið á fullvöxnum beltisþara sé 1,5 til 2,0 metrar á lengd og 20 til 30 cm á breidd. Stilkur beltisþara er sívalur og heill í gegn. Hann er oftast á bilinu 20 til 100 cm á lengd.

Í fjörðunum fyrir austan vex afbrigði af beltisþara sem er með holan stilk. Áður var þessi þari flokkaður sem sér tegund, Laminaria faeroensis, en er nú skilgreindur sem deilitegund beltisþarans.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Karl Gunnarsson. 1997. Þari. Námsgagnastofnun - Hafrannsóknastofnun.
  • Biopix

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

3.5.2006

Spyrjandi

Kolbrún Gunnarsdóttir

Tilvísun

JMH. „Getið þið sagt mér eitthvað um beltisþara?“ Vísindavefurinn, 3. maí 2006. Sótt 2. desember 2021. http://visindavefur.is/svar.php?id=5857.

JMH. (2006, 3. maí). Getið þið sagt mér eitthvað um beltisþara? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5857

JMH. „Getið þið sagt mér eitthvað um beltisþara?“ Vísindavefurinn. 3. maí. 2006. Vefsíða. 2. des. 2021. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5857>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Getið þið sagt mér eitthvað um beltisþara?
Beltisþari (Laminaria saccharina) telst til brúnþörunga (Fucophyceae). Hann finnst allt í kringum landið og vex neðst í fjöru og allt niður á 25 metra dýpi. Kjörbotngerð beltisþarans er malarbotn. Á heimsvísu vex hann allt í kringum norðurhvel jarðar frá Norður-Rússlandi og Skandinavíu suður til Galisíu á Spáni. Beltisþari er algengur í fjörum bæði við Bretlandseyjar og á Írlandi.Beltisþari (Laminaria saccharina)

Í riti Karls Gunnarssonar um þara er beltisþaranum lýst á eftirfarandi hátt:
Beltisþarinn hefur heilt óklofið blað sem situr á tiltölulega stuttum stilk. Á einstaklingum sem vaxa á skjólstæðum stöðum er yfirborðið stundum slétt en blaðjaðrarnir oftast bylgjóttir. Beltisþarinn getur orðið meira en 5 metra langur og blaðið rúmur metri á lengd. Algengast er hins vegar að blaðið á fullvöxnum beltisþara sé 1,5 til 2,0 metrar á lengd og 20 til 30 cm á breidd. Stilkur beltisþara er sívalur og heill í gegn. Hann er oftast á bilinu 20 til 100 cm á lengd.

Í fjörðunum fyrir austan vex afbrigði af beltisþara sem er með holan stilk. Áður var þessi þari flokkaður sem sér tegund, Laminaria faeroensis, en er nú skilgreindur sem deilitegund beltisþarans.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:
  • Karl Gunnarsson. 1997. Þari. Námsgagnastofnun - Hafrannsóknastofnun.
  • Biopix
  • ...