Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 03:48 • sest 23:17 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 02:45 • Síðdegis: 15:34 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 09:01 • Síðdegis: 21:55 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?

Geir Sigurðsson

Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar traustar heimildir eru til um ferðir einstaklinga alla þá leið en margt bendir þó til þess að kínverskt silki hafi þekkst í Róm til forna. Rómverski höfundurinn Pliníus eldri (23-79) heldur því jafnvel fram í ritum sínum að mikið af kínversku silku hafi borist á markaði í Róm og gagnrýnir óhóflega notkun þess sem tákn um munaðarlíf yfirstéttarinnar í borginni. Önnur vísbending er latneska orðið yfir silki, serica, sem er bersýnilega dregið af hinu gríska heiti yfir Kína, Seres. Að öllum líkindum barst silkið milli einstakra kaupmanna á leiðinni og náði að síðustu allt til Rómar.

Silkileiðin var í raun net fjölmargra leiða sem kvísluðust í ýmsar áttir. Upptök leiðarinnar voru við forna höfuðborg Kínverja, Chang‘an (nú Xi‘an), og lágu síðan þrjár meginleiðir yfir svæðið sem nú tilheyrir vesturhluta Kína, meðal annars hina miklu Taklamakan-eyðimörk. Þaðan kvíslaðist leiðin í suður í átt til Indlands en jafnframt var unnt að halda áfram í vestur til hinnar miklu viðskiptaborgar Samarkand sem nú er í Úsbekistan en tilheyrði lengst af Persaveldi á gullaldarskeiði silkileiðarinnar á miðöldum. Sem dæmi um vegalengdir eru um 4000 kílómetrar milli Xi‘an og Samarkand. Frá Samarkand til Rómar eru síðan aðrir 4500 kílómetrar.

Silkileiðin var í raun net fjölmargra leiða sem kvísluðust í ýmsar áttir. Hér eru meginleiðirnar eins og þær voru á miðöldum.

Talið er að hluti leiðarinnar hafi þegar verið opinn í kringum 1200 f.Kr. Hún opnaðist þó ekki alla leið til Kínaveldis fyrr en seint á 2. öld f.Kr. þegar Kínverjum tókst eftir langa mæðu að brjóta á bak aftur skæðar hirðingjaþjóðir sem lengi höfðu herjað á þá. Eftir þetta lögðu Kínverjar undir sig víðáttumikil svæði í vestri. Í kjölfarið átti silkileiðin eftir að vera opin milli Kína og umheimsins í vestri í rúm þúsund ár. Það hafði stórfelldar afleiðingar fyrir samskipti Kínverja við aðrar þjóðir og sjálfa menningarþróunina í Kína. Farandkaupmenn ferðuðust þá með alls kyns varning til og frá Kína, ekki aðeins silki heldur einnig krydd, matvörur af ýmsu tagi, te, skrautmuni, eðalsteina, tól og tæki, svo eitthvað sé nefnt. En það var ekki einungis efnislegur varningur sem barst eftir silkileiðinni. Samskipti ólíkra menningarheilda á milli hafði oft ófyrirséðar og gríðarlegar afleiðingar. Þar er einna markverðast að búddismi barst til Kínaveldis með indverskum kaupmönnum á 1. öld e.Kr. og er vart unnt að meta þau áhrif sem búddismi hefur haft á kínverskt samfélag, hugsunarhátt og menningu. Hellamálverkin í Dunhuang í Gansu-héraði í Kína eru til marks um innreið búddískra áhrifa á svæðið. Hið stórbrotna Tang-veldi sem var við lýði frá öndverðri 7. öld og fram á hina 10. var að öllum líkindum fjölþjóðlegasta veldi veraldar á þessum tíma og er glæsileiki þess einkum rakinn til þess að stöðugur straumur erlendra kaupmanna, einkum frá Mið-Asíu, lagði leið sína til veldisins.

Þegar Tang-veldið féll í upphafi 10. aldar misstu Kínverjar tökin á svæðunum í vestri og fljótlega lögðu ýmsir þjóðhópar það undir sig. Þar með lokaðist leiðin að mestu og síðan nánast alfarið þegar Mongólar tóku völdin á 12. og 13. öld. Varla er hægt að segja hana hafa opnast að fullu aftur fyrr en á 19. öld, þótt auðvitað hafi margar kvíslir hennar í Mið-Asíu verið greiðar kaupmönnum og öðrum ferðalöngum.

Lest kaupmanna á ferð um silkiveginn. Mynd frá 14. öld.

Um þessar mundir er í bígerð verkefnið „belti og braut“ sem er afar umfangsmikið samstarfsverkefni ýmissa ríkja undir forystu Kínverja og miðar að því að opna hina svokölluðu „nýju silkileið“, það er net háhraðalesta sem nær allt frá austurhluta Kína og til Vestur-Evrópu, að sjálfsögðu með ýmsum kvíslum sem teygja munu anga sína víða til jafnt norðurs sem suðurs á leiðinni, alls ekki ólíkt hinni hefðbundnu silkileið. Í byrjun árs 2017 hófust beinir lestarflutningar milli Kína og Bretlands með viðkomu í Kasakstan, suðurhluta Rússlands, Hvíta-Rússlandi, Póllandi, Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi. Slíkt ferðalag sem spannar um 7500 kílómetra tekur nú 17 daga. Markmiðið er að nýta sér beinni leið í gegnum Mið-Asíu og innleiða þá háhraðalestar alla leiðina og er þá áætlað að ferðin frá Shanghai til Lundúna geti tekið aðeins tvo til þrjá daga. Hvort sem þetta verður að veruleika eður ei er ljóst að nýja silkileiðin er heldur hraðari yfirferðar en sú gamla.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Geir Sigurðsson

heimspekingur og prófessor í kínverskum fræðum

Útgáfudagur

12.9.2017

Síðast uppfært

5.9.2019

Spyrjandi

Embla Dís Haraldsdóttir, Sandra Ósk Valdemarsdóttir

Tilvísun

Geir Sigurðsson. „Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?“ Vísindavefurinn, 12. september 2017, sótt 17. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58723.

Geir Sigurðsson. (2017, 12. september). Hvað er silkileiðin og hvar lá hún? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58723

Geir Sigurðsson. „Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?“ Vísindavefurinn. 12. sep. 2017. Vefsíða. 17. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58723>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er silkileiðin og hvar lá hún?
Silkileiðin á sér langa og margbrotna sögu. Þýski landfræðingurinn og baróninn Ferdinand Paul Wilhelm von Richthofen (1833–1905) ljáði henni þetta rómantíska heiti (þ. Seidenstraße) og hefur það loðað við hana síðan. Hann taldi að leiðin hefði fyrr á tímum verið eins konar breiðgata milli Rómaveldis og Kína. Engar traustar heimildir eru til um ferðir einstaklinga alla þá leið en margt bendir þó til þess að kínverskt silki hafi þekkst í Róm til forna. Rómverski höfundurinn Pliníus eldri (23-79) heldur því jafnvel fram í ritum sínum að mikið af kínversku silku hafi borist á markaði í Róm og gagnrýnir óhóflega notkun þess sem tákn um munaðarlíf yfirstéttarinnar í borginni. Önnur vísbending er latneska orðið yfir silki, serica, sem er bersýnilega dregið af hinu gríska heiti yfir Kína, Seres. Að öllum líkindum barst silkið milli einstakra kaupmanna á leiðinni og náði að síðustu allt til Rómar.

Silkileiðin var í raun net fjölmargra leiða sem kvísluðust í ýmsar áttir. Upptök leiðarinnar voru við forna höfuðborg Kínverja, Chang‘an (nú Xi‘an), og lágu síðan þrjár meginleiðir yfir svæðið sem nú tilheyrir vesturhluta Kína, meðal annars hina miklu Taklamakan-eyðimörk. Þaðan kvíslaðist leiðin í suður í átt til Indlands en jafnframt var unnt að halda áfram í vestur til hinnar miklu viðskiptaborgar Samarkand sem nú er í Úsbekistan en tilheyrði lengst af Persaveldi á gullaldarskeiði silkileiðarinnar á miðöldum. Sem dæmi um vegalengdir eru um 4000 kílómetrar milli Xi‘an og Samarkand. Frá Samarkand til Rómar eru síðan aðrir 4500 kílómetrar.

Silkileiðin var í raun net fjölmargra leiða sem kvísluðust í ýmsar áttir. Hér eru meginleiðirnar eins og þær voru á miðöldum.

Talið er að hluti leiðarinnar hafi þegar verið opinn í kringum 1200 f.Kr. Hún opnaðist þó ekki alla leið til Kínaveldis fyrr en seint á 2. öld f.Kr. þegar Kínverjum tókst eftir langa mæðu að brjóta á bak aftur skæðar hirðingjaþjóðir sem lengi höfðu herjað á þá. Eftir þetta lögðu Kínverjar undir sig víðáttumikil svæði í vestri. Í kjölfarið átti silkileiðin eftir að vera opin milli Kína og umheimsins í vestri í rúm þúsund ár. Það hafði stórfelldar afleiðingar fyrir samskipti Kínverja við aðrar þjóðir og sjálfa menningarþróunina í Kína. Farandkaupmenn ferðuðust þá með alls kyns varning til og frá Kína, ekki aðeins silki heldur einnig krydd, matvörur af ýmsu tagi, te, skrautmuni, eðalsteina, tól og tæki, svo eitthvað sé nefnt. En það var ekki einungis efnislegur varningur sem barst eftir silkileiðinni. Samskipti ólíkra menningarheilda á milli hafði oft ófyrirséðar og gríðarlegar afleiðingar. Þar er einna markverðast að búddismi barst til Kínaveldis með indverskum kaupmönnum á 1. öld e.Kr. og er vart unnt að meta þau áhrif sem búddismi hefur haft á kínverskt samfélag, hugsunarhátt og menningu. Hellamálverkin í Dunhuang í Gansu-héraði í Kína eru til marks um innreið búddískra áhrifa á svæðið. Hið stórbrotna Tang-veldi sem var við lýði frá öndverðri 7. öld og fram á hina 10. var að öllum líkindum fjölþjóðlegasta veldi veraldar á þessum tíma og er glæsileiki þess einkum rakinn til þess að stöðugur straumur erlendra kaupmanna, einkum frá Mið-Asíu, lagði leið sína til veldisins.

Þegar Tang-veldið féll í upphafi 10. aldar misstu Kínverjar tökin á svæðunum í vestri og fljótlega lögðu ýmsir þjóðhópar það undir sig. Þar með lokaðist leiðin að mestu og síðan nánast alfarið þegar Mongólar tóku völdin á 12. og 13. öld. Varla er hægt að segja hana hafa opnast að fullu aftur fyrr en á 19. öld, þótt auðvitað hafi margar kvíslir hennar í Mið-Asíu verið greiðar kaupmönnum og öðrum ferðalöngum.

Lest kaupmanna á ferð um silkiveginn. Mynd frá 14. öld.

Um þessar mundir er í bígerð verkefnið „belti og braut“ sem er afar umfangsmikið samstarfsverkefni ýmissa ríkja undir forystu Kínverja og miðar að því að opna hina svokölluðu „nýju silkileið“, það er net háhraðalesta sem nær allt frá austurhluta Kína og til Vestur-Evrópu, að sjálfsögðu með ýmsum kvíslum sem teygja munu anga sína víða til jafnt norðurs sem suðurs á leiðinni, alls ekki ólíkt hinni hefðbundnu silkileið. Í byrjun árs 2017 hófust beinir lestarflutningar milli Kína og Bretlands með viðkomu í Kasakstan, suðurhluta Rússlands, Hvíta-Rússlandi, Póllandi, Þýskalandi, Belgíu og Frakklandi. Slíkt ferðalag sem spannar um 7500 kílómetra tekur nú 17 daga. Markmiðið er að nýta sér beinni leið í gegnum Mið-Asíu og innleiða þá háhraðalestar alla leiðina og er þá áætlað að ferðin frá Shanghai til Lundúna geti tekið aðeins tvo til þrjá daga. Hvort sem þetta verður að veruleika eður ei er ljóst að nýja silkileiðin er heldur hraðari yfirferðar en sú gamla.

Heimildir og myndir:

...