Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hversu há upplausn er á spegli og er hún yfirleitt mælanleg?

Ari Ólafsson

Upplausnarmörk eru tengd öldulengd (λ) ljóssins sem notað er við myndyfirfærslu. Ljósið getur ekki flutt upplýsingar um breytingar á áferð yfirborðs á lengdarkvarða sem er minni en öldulengd.

Ef við gætum valið að vild öldulengd ljóss sem notað er við speglun kæmum við að upplausnarmörkum sem er fjarlægð milli nágrannafrumeinda í spegilhúðinni. Þessi fjarlægð er í grennd við hálfan nanómetra (nanó-forskeytið jafngildir margföldun með 10-9). En löngu áður en við náum þessum mörkum missir speglunarhúðin speglunareiginleika sína og fer að drekka í sig orku úr ljósinu.

Upplausnarmörk spegils er fjarlægðin á milli nágrannafrumeinda í spegilhúðinni.

Augu okkar takmarka nýtilegt öldulengdarbil við sýnilega sviðið í grennd við hálfan míkrómetra (míkró-forskeytið jafngildir margföldun með 10-6). Minnsti sýnilegi lengdarkvarði rúmar þannig 1000 frumeindir. Í móttökuendanum, augum okkar, takmarkar þéttleiki ljósnema upplausnina við miklu grófari lengdarkvarða. En þau mörk eru færanleg með hjálpartækjum á við stækkunargler, smásjár og þess háttar.

Tilsvarandi takmörkun á upplausn við öldulengdarkvarða er við myndgerð með örbylgjum (radar) og úthljóði (hljóðsjá, sónar). Þannig sýna hljóðsjármyndir af fóstri í móðurkviði ekki fínni drætti í lögun og útliti fóstursins vegna takmarkana sem öldulengd hljóðsins gefur.

Myndir:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hversu há upplausn er á spegli og ef hún er á annað borð mælanleg? Samsvarar hún fjölda einda á yfirborði spegils sem varpa af sér ljósi?

Höfundur

Ari Ólafsson

dósent emeritus í eðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

5.12.2011

Spyrjandi

Atli Þór Sigurgeirsson, f. 1992

Tilvísun

Ari Ólafsson. „Hversu há upplausn er á spegli og er hún yfirleitt mælanleg?“ Vísindavefurinn, 5. desember 2011. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58773.

Ari Ólafsson. (2011, 5. desember). Hversu há upplausn er á spegli og er hún yfirleitt mælanleg? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58773

Ari Ólafsson. „Hversu há upplausn er á spegli og er hún yfirleitt mælanleg?“ Vísindavefurinn. 5. des. 2011. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58773>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu há upplausn er á spegli og er hún yfirleitt mælanleg?
Upplausnarmörk eru tengd öldulengd (λ) ljóssins sem notað er við myndyfirfærslu. Ljósið getur ekki flutt upplýsingar um breytingar á áferð yfirborðs á lengdarkvarða sem er minni en öldulengd.

Ef við gætum valið að vild öldulengd ljóss sem notað er við speglun kæmum við að upplausnarmörkum sem er fjarlægð milli nágrannafrumeinda í spegilhúðinni. Þessi fjarlægð er í grennd við hálfan nanómetra (nanó-forskeytið jafngildir margföldun með 10-9). En löngu áður en við náum þessum mörkum missir speglunarhúðin speglunareiginleika sína og fer að drekka í sig orku úr ljósinu.

Upplausnarmörk spegils er fjarlægðin á milli nágrannafrumeinda í spegilhúðinni.

Augu okkar takmarka nýtilegt öldulengdarbil við sýnilega sviðið í grennd við hálfan míkrómetra (míkró-forskeytið jafngildir margföldun með 10-6). Minnsti sýnilegi lengdarkvarði rúmar þannig 1000 frumeindir. Í móttökuendanum, augum okkar, takmarkar þéttleiki ljósnema upplausnina við miklu grófari lengdarkvarða. En þau mörk eru færanleg með hjálpartækjum á við stækkunargler, smásjár og þess háttar.

Tilsvarandi takmörkun á upplausn við öldulengdarkvarða er við myndgerð með örbylgjum (radar) og úthljóði (hljóðsjá, sónar). Þannig sýna hljóðsjármyndir af fóstri í móðurkviði ekki fínni drætti í lögun og útliti fóstursins vegna takmarkana sem öldulengd hljóðsins gefur.

Myndir:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hversu há upplausn er á spegli og ef hún er á annað borð mælanleg? Samsvarar hún fjölda einda á yfirborði spegils sem varpa af sér ljósi?
...