Sólin Sólin Rís 08:51 • sest 18:32 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 19:50 • Sest 09:27 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:10 • Síðdegis: 19:28 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:03 • Síðdegis: 13:25 í Reykjavík

Hvers vegna kom jarðskjálfti í Japan?

ÍDÞ

Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni: Hvað veldur jarðskjálftum? er fjallað um mismunandi gerðir jarðskjálfta eftir flekasamskeytum.

Á flekamótum þar sem einn fleki þrýstist undir annan verða svokallaðir þrýstigengisskjálftar. Allra stærstu skjálftar á jörðinni eru gjarnan af þessari gerð og þessir skjálftar eru best fallnir til að mynda flóðbylgjur eða tsunami.

Austan við Japan er Kyrrahafsflekinn og í jarðskjálftanum sem varð 11. mars 2011 gekk hann til vesturs undir annan fleka við Japan. Flekaskil við Japan eru nokkuð flókin og samanstanda af nokkrum smáflekum. Japan situr á einum slíkum. Vestan við Japan er svo Evrasíuflekinn sem austurhluti Íslands situr á. Þegar Kyrrahafsflekinn sekkur undir flekann sem er vestan megin verður til fyrirstaða. Við það læsast flekarnir saman á kafla en að lokum losna þeir og við það skelfur jörðin.

Eins og sjá má er eyðileggingin mikil í Japan eftir jarðskjálftann 11. mars 2011.

Jarðskjálftar af þessu tagi geta ekki orðið hér á landi. Á Íslandi á sér stað svokölluð gliðnun og skjálftar sem verða á gliðnunarbeltum kallast siggengisskjálftar. Slíkir skjálftar verða sjaldnast stórir og verða yfirleitt ekki stærri en um það bil 6 á Richterskvarða.

Sniðgengisskjáfltar eru einnig algengir á Íslandi en þá nuddast flekarnir saman og þar getur byggst upp mikil spenna sem kemur fram í stórum skjálftum. Rekja má stærstu skjálfa landsins til sniðgengishreyfinga. Lesa má nánar um sniðgengisskjálfta í áðurnefndu svari Steinunnar:
Á skilum þar sem flekarnir renna hvor fram hjá öðrum eru algengastir svokallaðir sniðgengisskjálftar og ef brotið nær yfirborði geta vegir, girðingar og annað hliðrast um jafnvel nokkra metra. Það fer meðal annars eftir þykkt jarðskorpunnar á flekaskilunum hversu mikil spenna getur byggst upp og þar með hversu stórir þessir skjálftar geta orðið. Stærstu skjálftarnir á Íslandi eru af þessari gerð, samanber Suðurlandsskjálftarnir. Hér á landi verða skjálftar ekki stærri en um 7,2 á Richterskvarða, en í Kaliforníu geta þeir orðið þó nokkuð stærri.

Sniðgengisskjálftar valda mjög sjaldan flóðbylgjum. Í jarðskjálftanum í Japan voru svokallaðar lóðréttar hreyfingar þegar landið fór upp og niður. Við það fór flóðbylgja af stað. Í sniðgengisskjálftum er þessi lóðrétta hreyfing hverfandi og þannig litlar líkur á flóðbylgju af völdum þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:

Af hverju kom flóðið í Japan?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Karolina Darnowskaf, f. 1997, Yrsa Ír Scheving, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Hvers vegna kom jarðskjálfti í Japan?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011. Sótt 25. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58888.

ÍDÞ. (2011, 16. mars). Hvers vegna kom jarðskjálfti í Japan? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58888

ÍDÞ. „Hvers vegna kom jarðskjálfti í Japan?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 25. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58888>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna kom jarðskjálfti í Japan?
Í svari Steinunnar S. Jakobsdóttur við spurningunni: Hvað veldur jarðskjálftum? er fjallað um mismunandi gerðir jarðskjálfta eftir flekasamskeytum.

Á flekamótum þar sem einn fleki þrýstist undir annan verða svokallaðir þrýstigengisskjálftar. Allra stærstu skjálftar á jörðinni eru gjarnan af þessari gerð og þessir skjálftar eru best fallnir til að mynda flóðbylgjur eða tsunami.

Austan við Japan er Kyrrahafsflekinn og í jarðskjálftanum sem varð 11. mars 2011 gekk hann til vesturs undir annan fleka við Japan. Flekaskil við Japan eru nokkuð flókin og samanstanda af nokkrum smáflekum. Japan situr á einum slíkum. Vestan við Japan er svo Evrasíuflekinn sem austurhluti Íslands situr á. Þegar Kyrrahafsflekinn sekkur undir flekann sem er vestan megin verður til fyrirstaða. Við það læsast flekarnir saman á kafla en að lokum losna þeir og við það skelfur jörðin.

Eins og sjá má er eyðileggingin mikil í Japan eftir jarðskjálftann 11. mars 2011.

Jarðskjálftar af þessu tagi geta ekki orðið hér á landi. Á Íslandi á sér stað svokölluð gliðnun og skjálftar sem verða á gliðnunarbeltum kallast siggengisskjálftar. Slíkir skjálftar verða sjaldnast stórir og verða yfirleitt ekki stærri en um það bil 6 á Richterskvarða.

Sniðgengisskjáfltar eru einnig algengir á Íslandi en þá nuddast flekarnir saman og þar getur byggst upp mikil spenna sem kemur fram í stórum skjálftum. Rekja má stærstu skjálfa landsins til sniðgengishreyfinga. Lesa má nánar um sniðgengisskjálfta í áðurnefndu svari Steinunnar:
Á skilum þar sem flekarnir renna hvor fram hjá öðrum eru algengastir svokallaðir sniðgengisskjálftar og ef brotið nær yfirborði geta vegir, girðingar og annað hliðrast um jafnvel nokkra metra. Það fer meðal annars eftir þykkt jarðskorpunnar á flekaskilunum hversu mikil spenna getur byggst upp og þar með hversu stórir þessir skjálftar geta orðið. Stærstu skjálftarnir á Íslandi eru af þessari gerð, samanber Suðurlandsskjálftarnir. Hér á landi verða skjálftar ekki stærri en um 7,2 á Richterskvarða, en í Kaliforníu geta þeir orðið þó nokkuð stærri.

Sniðgengisskjálftar valda mjög sjaldan flóðbylgjum. Í jarðskjálftanum í Japan voru svokallaðar lóðréttar hreyfingar þegar landið fór upp og niður. Við það fór flóðbylgja af stað. Í sniðgengisskjálftum er þessi lóðrétta hreyfing hverfandi og þannig litlar líkur á flóðbylgju af völdum þeirra.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:

Hér er einnig svarað spurningunni:

Af hverju kom flóðið í Japan?


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....