Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju þarf maður að borða?

EDS

Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem eru lífsnauðsynleg til þess að allt vinni rétt í líkamanum og heilsan sé í lagi.



Við verðum að borða til þess að lifa. En við borðum líka stundum þegar við ætlum að gera okkur dagamun.

Reyndar getum við komist af án matar í einhvern tíma þar sem líkaminn hefur ákveðinn orkuforða til þess að grípa til í neyð. Hins vegar getum við ekki verið án vatns nema í mjög skamman tíma. Um þetta er meðal annars fjallað í svari við spurningunni Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins? eftir Bryndísi Evu Birgisdóttur. Þar segir:
Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans sem orku og þann aukaforða sem hann hefur af vítamínum og steinefnum. Vatn er ein meginforsenda lífs á jörðinni.

Þó svo að hægt sé að lifa í einhvern tíma án þess að borða þá hefur það veruleg áhrif á heilsuna að svelta sig í lengri tíma og það kemur að því að lokum að líkaminn gefst upp ef hann fær ekki næringu.

Á Vísindavefnum eru ýmis fleiri svör sem fjalla um næringu og næringarefni og áhugasamir lesendur ættu að kynna sér nánar. Til dæmis:

Fleiri svör um þetta efni má finna með því að nota leitarvélina efst til hægri hér á vefnum.

Mynd: Amy Lafayette. Sótt 24. 3. 2011.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

16.3.2011

Spyrjandi

Kristján Wilhelm Gunnarsson, f. 1997

Tilvísun

EDS. „Af hverju þarf maður að borða?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58912.

EDS. (2011, 16. mars). Af hverju þarf maður að borða? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58912

EDS. „Af hverju þarf maður að borða?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58912>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju þarf maður að borða?
Það er einfalt svar við því. Rétt eins og bílar þurfa einhverja orku, til dæmis bensín, til þess að geta ekið þá þarf líkami okkar orku til þess að virka. Þá orku fáum við úr matnum. Án orku geta líffærin ekki starfað og lífveran deyr. En það er fleira en orka sem við fáum úr matnum, við fáum einnig ýmis efni sem eru lífsnauðsynleg til þess að allt vinni rétt í líkamanum og heilsan sé í lagi.



Við verðum að borða til þess að lifa. En við borðum líka stundum þegar við ætlum að gera okkur dagamun.

Reyndar getum við komist af án matar í einhvern tíma þar sem líkaminn hefur ákveðinn orkuforða til þess að grípa til í neyð. Hins vegar getum við ekki verið án vatns nema í mjög skamman tíma. Um þetta er meðal annars fjallað í svari við spurningunni Hver er lágmarksnæringarþörf mannsins? eftir Bryndísi Evu Birgisdóttur. Þar segir:
Líkaminn þarf á vatni, kolvetnum, fitu og próteinum, vítamínum og steinefnum að halda til vaxtar og viðhalds. Án vatns lifir maðurinn ekki nema nokkra daga, en hann getur lifað margfalt lengur án matar (40-60 daga). Þá nýtir hann sér fitu og vöðvavefi líkamans sem orku og þann aukaforða sem hann hefur af vítamínum og steinefnum. Vatn er ein meginforsenda lífs á jörðinni.

Þó svo að hægt sé að lifa í einhvern tíma án þess að borða þá hefur það veruleg áhrif á heilsuna að svelta sig í lengri tíma og það kemur að því að lokum að líkaminn gefst upp ef hann fær ekki næringu.

Á Vísindavefnum eru ýmis fleiri svör sem fjalla um næringu og næringarefni og áhugasamir lesendur ættu að kynna sér nánar. Til dæmis:

Fleiri svör um þetta efni má finna með því að nota leitarvélina efst til hægri hér á vefnum.

Mynd: Amy Lafayette. Sótt 24. 3. 2011.


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

...