Sólin Sólin Rís 08:23 • sest 18:57 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:16 • Síðdegis: 25:08 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:12 • Síðdegis: 18:26 í Reykjavík

Hvað eru vísindi?

JGÞ

Svonefnd vísindaheimspeki fæst meðal annars við spurningar eins og „Hvað eru vísindi?“ og „Hvernig er hægt að greina vísindi frá gervivísindum?“ Vísindaheimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) fjallaði meðal um þessar spurningar. Hann taldi að eitt megineinkenni vísinda væri að ekki sé hægt að sanna eða sýna fram á tiltekin atriði í vísindum, heldur frekar að vísindalegar niðurstöður væru hrekjanlegar.

Við fyrstu sýn gæti þetta komið mönnum á óvart. Ýmsum sem spyrja Vísindavefinn spurninga finnst til dæmis einkennilegt að taka mark á því sem vísindin kenna okkur, Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár! En menn skipta væntanlega fljótt um skoðun þegar þeir átta sig á því að það er merki um traustleika fremur en veikleika að vísindamenn grundvalla kenningar sínar á nýjustu og bestu þekkingu í stað þess að halda fast í gamlar og úreltar kenningar.


Sólin og sólkerfið er á stöðugri hreyfingu kringum miðju Vetrarbrautarinnar. Auk þess eru vetrarbrautirnar sífellt að fjarlægjast hver aðra vegna útþenslu alheimsins.

Einu sinni töldu menn til dæmis að jörðin væri í miðju alheimsins. En svo gerðu menn sér grein fyrir að sú kenning væri hrekjanleg. Kenningin reyndist röng og í stað hennar kom svonefnd sólmiðjukenning.

Eftir þetta héldu menn kannski að sólkerfið væri í miðjum alheiminum. Flest líkön sem vísindamenn gera af alheiminum nú á dögum gera hins vegar ráð fyrir því að í honum sé engin sérstök miðja. Í svari við spurningunni Hver er miðpunktur alheimsins? segir meðal annars:
Þó að heimurinn sé að þenjast út miðast sú þensla ekki við neina tiltekna miðju. -- Hugsum okkur til dæmis að við séum stödd á yfirborði blöðru sem er að þenjast út. Þá er alveg sama hvar við erum á blöðrunni; útþenslan lítur alls staðar eins út og það er engin sérstök miðja í þenslunni.
Saga vísindanna sýnir okkur að vísindin sanna ekki neitt fyrir fullt og allt heldur snúast þau vísindi um að setja fram niðurstöður sem eru hrekjanlegar. Og það er til marks um ágæti þeirra, því þá grundvalla menn vísindin á bestu þekkingu sem er til á hverjum tíma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2011

Spyrjandi

Brynhildur Inga, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvað eru vísindi?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2011. Sótt 4. mars 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=58942.

JGÞ. (2011, 17. mars). Hvað eru vísindi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=58942

JGÞ. „Hvað eru vísindi?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2011. Vefsíða. 4. mar. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=58942>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað eru vísindi?
Svonefnd vísindaheimspeki fæst meðal annars við spurningar eins og „Hvað eru vísindi?“ og „Hvernig er hægt að greina vísindi frá gervivísindum?“ Vísindaheimspekingurinn Karl Popper (1902-1994) fjallaði meðal um þessar spurningar. Hann taldi að eitt megineinkenni vísinda væri að ekki sé hægt að sanna eða sýna fram á tiltekin atriði í vísindum, heldur frekar að vísindalegar niðurstöður væru hrekjanlegar.

Við fyrstu sýn gæti þetta komið mönnum á óvart. Ýmsum sem spyrja Vísindavefinn spurninga finnst til dæmis einkennilegt að taka mark á því sem vísindin kenna okkur, Hvernig geta vísindamenn verið áreiðanlegir ef þeir breyta kenningum ár frá ári? Og það síðustu 400 ár! En menn skipta væntanlega fljótt um skoðun þegar þeir átta sig á því að það er merki um traustleika fremur en veikleika að vísindamenn grundvalla kenningar sínar á nýjustu og bestu þekkingu í stað þess að halda fast í gamlar og úreltar kenningar.


Sólin og sólkerfið er á stöðugri hreyfingu kringum miðju Vetrarbrautarinnar. Auk þess eru vetrarbrautirnar sífellt að fjarlægjast hver aðra vegna útþenslu alheimsins.

Einu sinni töldu menn til dæmis að jörðin væri í miðju alheimsins. En svo gerðu menn sér grein fyrir að sú kenning væri hrekjanleg. Kenningin reyndist röng og í stað hennar kom svonefnd sólmiðjukenning.

Eftir þetta héldu menn kannski að sólkerfið væri í miðjum alheiminum. Flest líkön sem vísindamenn gera af alheiminum nú á dögum gera hins vegar ráð fyrir því að í honum sé engin sérstök miðja. Í svari við spurningunni Hver er miðpunktur alheimsins? segir meðal annars:
Þó að heimurinn sé að þenjast út miðast sú þensla ekki við neina tiltekna miðju. -- Hugsum okkur til dæmis að við séum stödd á yfirborði blöðru sem er að þenjast út. Þá er alveg sama hvar við erum á blöðrunni; útþenslan lítur alls staðar eins út og það er engin sérstök miðja í þenslunni.
Saga vísindanna sýnir okkur að vísindin sanna ekki neitt fyrir fullt og allt heldur snúast þau vísindi um að setja fram niðurstöður sem eru hrekjanlegar. Og það er til marks um ágæti þeirra, því þá grundvalla menn vísindin á bestu þekkingu sem er til á hverjum tíma.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....