Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:49 • sest 15:45 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:52 • Síðdegis: 19:06 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:36 • Síðdegis: 13:09 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvar endar heimurinn og hvernig er hann eiginlega í laginu?

JGÞ

Margir hafa áhuga á að vita hvað heimurinn er stór, hvort hann endi einhvers staðar og hvernig alheimurinn er eiginlega í laginu. Í svari við spurningunni Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars segir þar að alheimurinn geti bæði verið endanlegur og endalaus!

Til þess að útskýra þetta nánar getum við takið dæmi. Ímyndum okkur að við séum stödd á norðurpólnum og förum í ferðalag beint í suður og komum þá á suðupólinn. Þaðan höldum við áfram, förum í norður og komum þá á norðurpólinn, á sama stað og við hófum ferðalagið. Þá höfum við farið heilan hring á yfirborði jarðarinnar. Ferðlagið tók tiltekinn tíma og við fórum ákveðna vegalengd. Samt er ferðalagið endalaust í þeim skilningi að við komum aldrei að neinum endimörkum þar sem við þurftum að snúa við. Við gætum allt eins haldið ferðinni áfram, hring eftir hring.

Einnig mætti hugsa sér að við séum í upphafi stödd á miðbaug og förum í háaustur eftir honum þar til við erum komin heilan hring og komum aftur á sama stað úr vestri.

Lengi vel töldu menn það hugsanlegt að alheimurinn væri af þeirri gerð sem hér hefur verið lýst. Að vísu þrívíður í stað þess að kúluflöturinn sé tvívíður.

Athuganir og rannsóknir á síðustu áratugum 20. aldar benda hins vegar til þess að útilokað sé að heimurinn sé eins og lokuð kúla. Það er vitað að rúmið í kringum okkur hefur sveigju, sérstaklega í kring um mikinn massa. Heildarsveigja rúmsins er hins vegar ekki kúlusveigja og hún gæti jafnvel verið engin eða þá ef til vill söðulsveigja. Ef við færum í ferðalag frá einum stað mundi það þess vegna aldrei taka enda og við kæmum aldrei aftur á sama stað.


Svona hafa menn meðal annars hugsað sér lögun alheimsins. Lengst til vinstri er kúlulaga alheimur, í miðjunni er rúmið sýnt með söðulsveigju og lengst til hægri er alheimur sem hefur enga heildarsveigju.

Um þetta er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Ef maður fer eftir beinni línu frá jörðu út í geiminn nógu lengi, endar maður þá aftur á jörðinni? en þetta svar byggir einmitt á því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.3.2011

Spyrjandi

Ólafur Þórir Ægisson, f. 1997, Natan Elí Finnbjörsson, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Hvar endar heimurinn og hvernig er hann eiginlega í laginu?“ Vísindavefurinn, 17. mars 2011, sótt 2. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58965.

JGÞ. (2011, 17. mars). Hvar endar heimurinn og hvernig er hann eiginlega í laginu? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58965

JGÞ. „Hvar endar heimurinn og hvernig er hann eiginlega í laginu?“ Vísindavefurinn. 17. mar. 2011. Vefsíða. 2. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58965>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvar endar heimurinn og hvernig er hann eiginlega í laginu?
Margir hafa áhuga á að vita hvað heimurinn er stór, hvort hann endi einhvers staðar og hvernig alheimurinn er eiginlega í laginu. Í svari við spurningunni Hvar endar alheimurinn og hvað er hann stór? kemur ýmislegt fram um stærð alheimsins. Meðal annars segir þar að alheimurinn geti bæði verið endanlegur og endalaus!

Til þess að útskýra þetta nánar getum við takið dæmi. Ímyndum okkur að við séum stödd á norðurpólnum og förum í ferðalag beint í suður og komum þá á suðupólinn. Þaðan höldum við áfram, förum í norður og komum þá á norðurpólinn, á sama stað og við hófum ferðalagið. Þá höfum við farið heilan hring á yfirborði jarðarinnar. Ferðlagið tók tiltekinn tíma og við fórum ákveðna vegalengd. Samt er ferðalagið endalaust í þeim skilningi að við komum aldrei að neinum endimörkum þar sem við þurftum að snúa við. Við gætum allt eins haldið ferðinni áfram, hring eftir hring.

Einnig mætti hugsa sér að við séum í upphafi stödd á miðbaug og förum í háaustur eftir honum þar til við erum komin heilan hring og komum aftur á sama stað úr vestri.

Lengi vel töldu menn það hugsanlegt að alheimurinn væri af þeirri gerð sem hér hefur verið lýst. Að vísu þrívíður í stað þess að kúluflöturinn sé tvívíður.

Athuganir og rannsóknir á síðustu áratugum 20. aldar benda hins vegar til þess að útilokað sé að heimurinn sé eins og lokuð kúla. Það er vitað að rúmið í kringum okkur hefur sveigju, sérstaklega í kring um mikinn massa. Heildarsveigja rúmsins er hins vegar ekki kúlusveigja og hún gæti jafnvel verið engin eða þá ef til vill söðulsveigja. Ef við færum í ferðalag frá einum stað mundi það þess vegna aldrei taka enda og við kæmum aldrei aftur á sama stað.


Svona hafa menn meðal annars hugsað sér lögun alheimsins. Lengst til vinstri er kúlulaga alheimur, í miðjunni er rúmið sýnt með söðulsveigju og lengst til hægri er alheimur sem hefur enga heildarsveigju.

Um þetta er hægt að lesa meira í svari við spurningunni Ef maður fer eftir beinni línu frá jörðu út í geiminn nógu lengi, endar maður þá aftur á jörðinni? en þetta svar byggir einmitt á því.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....