Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 04:00 • sest 23:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 24:12 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:18 • Síðdegis: 18:39 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:19 • Síðdegis: 12:23 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Í svari JGÞ við spurningunni: Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt? kemur fram að sólarljósið sé í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Í svari SHB við spurningunni: Af hverju er sólin gul og skínandi? segir þetta:

Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegundirnar í lofthjúpnum valda því að þeir endurkastast á mismunandi hátt og af þessu endurkasti hlýst guli liturinn á sólinni. Þannig virðist sólin gul þegar hún er hátt á lofti en rauðleit við sólarupprás eða sólsetur.

Svipað er uppi á teningnum ef við skoðum af hverju himinninn er blár? en bláa ljósið dreifist miklu meira en annað ljós og þess vegna er himinninn blár.

Ef við lítum að lokum á vegg sem hefur verið málaður grænn, þá hefur græna málningin tekið til sín alla aðra liti en grænan sem hún endurkastar og þess vegna verður veggurinn grænn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

1.4.2011

Spyrjandi

Kristján Ingi Gunnlaugsson, Kristín, Þórdís og Ragnheiður, Marín Rún Guðmundsdóttir, öll fædd 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju er sólin gul?“ Vísindavefurinn, 1. apríl 2011, sótt 21. júlí 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59159.

ÍDÞ. (2011, 1. apríl). Af hverju er sólin gul? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59159

ÍDÞ. „Af hverju er sólin gul?“ Vísindavefurinn. 1. apr. 2011. Vefsíða. 21. júl. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59159>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er sólin gul?
Í svari JGÞ við spurningunni: Hvers vegna er sólin gul og grasið grænt? kemur fram að sólarljósið sé í raun hvítt ljós sem er blanda af öllum litum. Í svari SHB við spurningunni: Af hverju er sólin gul og skínandi? segir þetta:

Þegar sólin skín sendir hún ljósgeisla sína til okkar gegnum lofthjúp jarðar. Gastegundirnar í lofthjúpnum valda því að þeir endurkastast á mismunandi hátt og af þessu endurkasti hlýst guli liturinn á sólinni. Þannig virðist sólin gul þegar hún er hátt á lofti en rauðleit við sólarupprás eða sólsetur.

Svipað er uppi á teningnum ef við skoðum af hverju himinninn er blár? en bláa ljósið dreifist miklu meira en annað ljós og þess vegna er himinninn blár.

Ef við lítum að lokum á vegg sem hefur verið málaður grænn, þá hefur græna málningin tekið til sín alla aðra liti en grænan sem hún endurkastar og þess vegna verður veggurinn grænn.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...