Brjóst karla hafa mjólkurkirtla eins og brjóst kvenna. Mjólkurkirtlar karlmanna þroskast hins vegar ekki undir eðlilegum kringumstæðun, en það gerist hjá konum á meðgöngu. Þó eru til dæmi um það að brjóst hjá karlmönnum þroskist og einnig geta karlmenn myndað mjólk, til dæmis vegna aukaverkana ákveðinna lyfja, vegna mikillar streitu eða vegna kvilla í innkirtlum.
Fyrsti vísirinn að geirvörtum myndast áður en fóstur í móðurkviði ber þess merki hvort það er karl- eða kvenkyns. Vegna hormónaáhrifa frá móður getur stundum komið mjólk úr geirvörtum nýbura og skiptir þá engu máli hvort um stúlku eða dreng er að ræða.
Heimildir, mynd og frekara lesefni á Vísindavefnum:- Af hverju hafa karlmenn geirvörtur? eftur Eyju Margréti Brynjarsdóttur
- Eru brjóst kynfæri eða eru þau bara til að gefa börnum mjólk? eftir Þuríði Þorbjarnardóttur
- Hvers vegna hylja konur brjóstin á Vesturlöndum en ekki sums staðar í Afríku? eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.