Sólin Sólin Rís 03:32 • sest 23:21 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 04:00 • Sest 07:28 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:38 • Síðdegis: 22:04 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:36 • Síðdegis: 15:37 í Reykjavík

Hvernig breytist líkami stelpna við kynþroska?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis:
  • Þegar stúlkur byrja á blæðingum, hversu óreglulegar eru þær?
  • Hvenær hætta brjóst að stækka?
  • Hvernig stækka brjóstin?


Á kynþroskaskeiðinu verða ýmsar breytingar á líkamanum vegna áhrifa kynhormóna, eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist við kynþroska? Sumar breytingarnar koma fram hjá báðum kynjum, þó á mis áberandi hátt eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? Þar má nefna vaxtarkipp og breytingu á hlutfalli fitu og vöðva í líkamanum, aukna svitamyndun, unglingabólur, aukinn hárvöxt og dýpkun raddarinnar.

Ýmis einkenni kynþroska koma þó aðeins fram hjá öðru kyninu. Hér á eftir verður fjallað um tvö mjög afgerandi kynþroskaeinkenni sem koma eingöngu fram hjá stelpum, stækkun brjósta og blæðingar.

Kynþroskaskeiðið hjá stelpum stendur yfirleitt yfir frá 9 til 16 ára aldurs, en getur þó hafist þegar stúlkur eru aðeins 8 ára. Því er yfirleitt að fullu lokið við 17 - 18 ára aldur.Stækkun brjósta er gjarnan fyrstu merki þess að stelpa er komin á kynþroskaskeið. Það getur tekið brjóstin allt að 4 ár að þroskast að fullu.

Oftast er fyrsta einkenni kynþroskaskeiðs hjá stelpum hörð, aum kúla sem myndast undir vörtubaug brjóstanna. Gerist þetta að meðaltali við 10-11 ára aldur. Á næstu 6-12 mánuðum mýkist þrotinn og dreifist út fyrir vörtubauga og er bæði hægt að sjá það og finna. Smám saman nálgast brjóstin þá stærð og lögun sem þau koma til með að hafa þegar þau verða fullþroska. Á þeim tíma mynda varta og vörtubaugur síðkominn hól sem í flestum tilfellum rennur svo saman við fullþroska brjóstið. Það getur tekið brjóstin allt að 4 ár að ná fullum þroska. Stærð þeirra getur þó breyst eftir það, bæði vegna meðgöngu og eins ef holdafar breytist. Nánar er fjallað um brjóst í svari sama höfundar við spurningunni Eru brjóst kynfæri eða eru þau bara til að gefa börnum mjólk?

Algengt er að fyrstu tíðablæðingar verði um það bil tveimur árum eftir að brjóst fara að stækka. Kynstýrihormónin frá heiladingli örva eggjastokka til að mynda kvenkynhormón og til að þroska og losa eggfrumur sem hafa verið í geymslu í eggjastokkum frá því fyrir fæðingu. Eggjastokkarnir eru tveir, hvor sínum megin við legið eða móðurlífið. Í hverjum tíðahring losnar ein eggfruma úr öðrum hvorum eggjastokki. Hún berst í eggrásina (líka kölluð eggjaleiðari) og þaðan niður í legið á 3-4 dögum. Á þessum tíma hefur legslíman sem klæðir legið að innan þykknað með því að fyllast blóði og öðrum vökva. Ef eggfruman hefur frjóvgast í eggrásinni getur okfruman sem við það myndast fest sig og þroskast í fóstur og síðar barn. Frjóvgist eggfruman ekki hrörnar hún og deyr. Legslíman losnar þá frá legveggnum og berst úr líkamanum um leggöngin. Þetta er tíðablóðið. Nánar er fjallað um frjóvgun í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig verðum við til?Ýmsar breytingar verða á líkama stelpna á kynþroskaskeiði.

Nokkuð algengt er að egglos fylgi ekki hverjum tíðahring til að byrja með. Yfir 90% stelpna sem hafa fyrstu tíðir 13 ára eða yngri eru þó komnar með reglulegan tíðahring með egglosi innan tveggja ára frá því blæðingar hófust. Hjá þeim sem hafa fyrstu tíðir seinna en þetta getur það tekið allt að fjögur ár að regla komist á tíðir og egglos. Nánar er fjallað um tíðahringinn í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju hafa konur blæðingar?

Hver tíðahringur tekur um einn mánuð (25-32 daga) eins og lesa má í svari Herdísar Sveinsdóttur við spurningunni Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum? Í fyrstu er hann oft óreglulegur, það geta liðið tvær vikur eða tveir mánuðir milli tíðablæðinga, en með tímanum kemst regla á hann. Oftast fylgja engin óþægindi hinum ýmsu skeiðum tíðahringsins. Vægir krampar finnast þó oft í leginu við upphaf blæðinga, svokallaðir túrverkir. Séu þessir verkir mjög sárir ætti þó að hafa samband við heimilislækni. Ýmis önnur einkenni geta komið fram á tíðahringnum. Sem dæmi má nefna fyrirtíðaspennu eða FTS (e. premenstrual syndrome=PMS), en hennar verður yfirleitt vart rétt fyrir blæðingar eða í upphafi þeirra og einkennist af skapsveiflum og þrota í líkamanum.

Kvenkynhormón hafa að sjálfsögðu mikil áhrif á æxlunarfærin. Slímhúð legganga verður þykkari og litur hennar breytist úr skærrauðu í bleikt. Milli tíðablæðinga er eðlilegt að glær eða hvítleit útferð berist frá leggöngum. Á fyrstu tveimur árum kynþroskaskeiðs stækka bæði legið og eggjastokkarnir og hægt er að greina blöðrur á þeim síðarnefndu í ómskoðun.

Eins og fram kemur í upphafi svars er hægt að lesa um ýmis önnur einkenni kynþroskaskeiðs í svari við spurningunni Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? Tekið skal fram að það er mjög einstaklingsbundið hvenær þessar og aðrar breytingar sem fylgja kynþroska koma fram. Það er þó ljóst að á endanum fara allir í gegnum þessar breytingar og enda á svipuðum stað hvað kynþroska varðar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

23.3.2007

Spyrjandi

N.N.

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig breytist líkami stelpna við kynþroska?“ Vísindavefurinn, 23. mars 2007. Sótt 28. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6552.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2007, 23. mars). Hvernig breytist líkami stelpna við kynþroska? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6552

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvernig breytist líkami stelpna við kynþroska?“ Vísindavefurinn. 23. mar. 2007. Vefsíða. 28. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6552>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvernig breytist líkami stelpna við kynþroska?
Vísindavefurinn hefur fengið töluvert af spurningum sem tengjast kynþroska á einn eða annan hátt. Til dæmis:

  • Þegar stúlkur byrja á blæðingum, hversu óreglulegar eru þær?
  • Hvenær hætta brjóst að stækka?
  • Hvernig stækka brjóstin?


Á kynþroskaskeiðinu verða ýmsar breytingar á líkamanum vegna áhrifa kynhormóna, eins og fjallað er um í svari sama höfundar við spurningunni Hvað gerist við kynþroska? Sumar breytingarnar koma fram hjá báðum kynjum, þó á mis áberandi hátt eins og fram kemur í svari sama höfundar við spurningunni Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? Þar má nefna vaxtarkipp og breytingu á hlutfalli fitu og vöðva í líkamanum, aukna svitamyndun, unglingabólur, aukinn hárvöxt og dýpkun raddarinnar.

Ýmis einkenni kynþroska koma þó aðeins fram hjá öðru kyninu. Hér á eftir verður fjallað um tvö mjög afgerandi kynþroskaeinkenni sem koma eingöngu fram hjá stelpum, stækkun brjósta og blæðingar.

Kynþroskaskeiðið hjá stelpum stendur yfirleitt yfir frá 9 til 16 ára aldurs, en getur þó hafist þegar stúlkur eru aðeins 8 ára. Því er yfirleitt að fullu lokið við 17 - 18 ára aldur.Stækkun brjósta er gjarnan fyrstu merki þess að stelpa er komin á kynþroskaskeið. Það getur tekið brjóstin allt að 4 ár að þroskast að fullu.

Oftast er fyrsta einkenni kynþroskaskeiðs hjá stelpum hörð, aum kúla sem myndast undir vörtubaug brjóstanna. Gerist þetta að meðaltali við 10-11 ára aldur. Á næstu 6-12 mánuðum mýkist þrotinn og dreifist út fyrir vörtubauga og er bæði hægt að sjá það og finna. Smám saman nálgast brjóstin þá stærð og lögun sem þau koma til með að hafa þegar þau verða fullþroska. Á þeim tíma mynda varta og vörtubaugur síðkominn hól sem í flestum tilfellum rennur svo saman við fullþroska brjóstið. Það getur tekið brjóstin allt að 4 ár að ná fullum þroska. Stærð þeirra getur þó breyst eftir það, bæði vegna meðgöngu og eins ef holdafar breytist. Nánar er fjallað um brjóst í svari sama höfundar við spurningunni Eru brjóst kynfæri eða eru þau bara til að gefa börnum mjólk?

Algengt er að fyrstu tíðablæðingar verði um það bil tveimur árum eftir að brjóst fara að stækka. Kynstýrihormónin frá heiladingli örva eggjastokka til að mynda kvenkynhormón og til að þroska og losa eggfrumur sem hafa verið í geymslu í eggjastokkum frá því fyrir fæðingu. Eggjastokkarnir eru tveir, hvor sínum megin við legið eða móðurlífið. Í hverjum tíðahring losnar ein eggfruma úr öðrum hvorum eggjastokki. Hún berst í eggrásina (líka kölluð eggjaleiðari) og þaðan niður í legið á 3-4 dögum. Á þessum tíma hefur legslíman sem klæðir legið að innan þykknað með því að fyllast blóði og öðrum vökva. Ef eggfruman hefur frjóvgast í eggrásinni getur okfruman sem við það myndast fest sig og þroskast í fóstur og síðar barn. Frjóvgist eggfruman ekki hrörnar hún og deyr. Legslíman losnar þá frá legveggnum og berst úr líkamanum um leggöngin. Þetta er tíðablóðið. Nánar er fjallað um frjóvgun í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig verðum við til?Ýmsar breytingar verða á líkama stelpna á kynþroskaskeiði.

Nokkuð algengt er að egglos fylgi ekki hverjum tíðahring til að byrja með. Yfir 90% stelpna sem hafa fyrstu tíðir 13 ára eða yngri eru þó komnar með reglulegan tíðahring með egglosi innan tveggja ára frá því blæðingar hófust. Hjá þeim sem hafa fyrstu tíðir seinna en þetta getur það tekið allt að fjögur ár að regla komist á tíðir og egglos. Nánar er fjallað um tíðahringinn í svari sama höfundar við spurningunni Af hverju hafa konur blæðingar?

Hver tíðahringur tekur um einn mánuð (25-32 daga) eins og lesa má í svari Herdísar Sveinsdóttur við spurningunni Hvað er tíðahringurinn langur hjá konum? Í fyrstu er hann oft óreglulegur, það geta liðið tvær vikur eða tveir mánuðir milli tíðablæðinga, en með tímanum kemst regla á hann. Oftast fylgja engin óþægindi hinum ýmsu skeiðum tíðahringsins. Vægir krampar finnast þó oft í leginu við upphaf blæðinga, svokallaðir túrverkir. Séu þessir verkir mjög sárir ætti þó að hafa samband við heimilislækni. Ýmis önnur einkenni geta komið fram á tíðahringnum. Sem dæmi má nefna fyrirtíðaspennu eða FTS (e. premenstrual syndrome=PMS), en hennar verður yfirleitt vart rétt fyrir blæðingar eða í upphafi þeirra og einkennist af skapsveiflum og þrota í líkamanum.

Kvenkynhormón hafa að sjálfsögðu mikil áhrif á æxlunarfærin. Slímhúð legganga verður þykkari og litur hennar breytist úr skærrauðu í bleikt. Milli tíðablæðinga er eðlilegt að glær eða hvítleit útferð berist frá leggöngum. Á fyrstu tveimur árum kynþroskaskeiðs stækka bæði legið og eggjastokkarnir og hægt er að greina blöðrur á þeim síðarnefndu í ómskoðun.

Eins og fram kemur í upphafi svars er hægt að lesa um ýmis önnur einkenni kynþroskaskeiðs í svari við spurningunni Hver eru helstu einkenni kynþroskaskeiðs? Tekið skal fram að það er mjög einstaklingsbundið hvenær þessar og aðrar breytingar sem fylgja kynþroska koma fram. Það er þó ljóst að á endanum fara allir í gegnum þessar breytingar og enda á svipuðum stað hvað kynþroska varðar.

Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:

Heimildir og myndir:...