Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík

Hvað er í sígarettum?

MBS

Sígarettur eru í dag vel þekktar fyrir þau skaðlegu áhrif sem þær geta haft á heilsuna og rekja má til áhrifa frá þeim efnum sem þær innihalda. Í tóbaksreyk eru meira en 4.000 efnasambönd, en af þeim eru að minnsta kosti 40 sem vitað er að valda krabbameini. Þessi efnasambönd eru ýmist á formi lofttegunda, vökva eða örsmárra fastra efnisagna.

Sígarettur eru venjulega samsettar úr tóbaki, pappír og síu. Yfirleitt er það ekki hreint tóbak sem notað er í sígaretturnar heldur er ýmsum aukaefnum blandað saman við það. Í svari sínu við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? segir Alda Ásgeirsóttir:
Í laufum tóbaksjurtarinnar eru um tvö þúsund efni.

Gera þarf greinamun á:
  • efnasamsetningu laufa tóbaksjurtarinnar
  • efnum sem bætt er í tóbak við vinnslu
  • efnasamböndum í tóbaksreyknum sem myndast við brunann þegar reykt er
  • efnasamböndum í tóbaki sem myndast við blöndun við líkamsvessa
Af þeim skaðlegu efnum sem er að finna í sígarettum eru nikótín, tjara og kolsýrlingur lang best þekkt. Nikótín og sölt þess eru með eitruðustu efnum sem þekkjast. Nikótín er mjög ávanabindandi og kröfugt efni, en það tekur það ekki nema um 7 sekúndur að ná til heilans. Alda Ásgeirsdóttir segir um nikótín í áðurnefndu svari sínu:
Nikótín raskar á margan hátt eðlilegri líkamsstarfsemi. Það örvar meðal annars hjartslátt um 15-30 slög á mínútu, þrengir slagæðar, ekki síst í höndum og fótum, og hækkar blóðþrýsting, eykur viðloðunartilhneigingu blóðflagna auk þess sem það getur valdið hjartakveisu hjá þeim sem eru með hjartasjúkdóm fyrir. Nikótín ruglar hraða efnaskipta í líkamanum og minnkar matarlyst þannig að tóbaksnotendur eru stundum undir kjörþyngd. Þá eykur það munnvatnsrennsli og slímrennsli í nefi og berkjum. Sýrustig í munni eykst en það breytir bakteríuflórunni og veldur andremmu auk þess sem munnvatnskirtlar þorna og tennur geta losnað. Samdráttur í innyflum eykst og hægðir ganga hraðar fyrir sig. Saltsýrumyndun í maga eykst einnig nokkuð. Nikótín hefur áhrif á varnarkerfi líkamans gegn æðakölkun, öndun örvast og sömuleiðis svokölluð uppsölumiðstöð í heilastofni.
Tjara inniheldur tugi efnasambanda sem talin eru krabbameinsvaldandi. Við innöndun tóbaksreyks situr um 70% af tjörunni í reyknum eftir í lungunum. Tjaran skaðar starfsemi lungnanna auk þessa að valda einkennandi blettum á tönnum og nöglum reykingamanna.

Kolsýrlingur sem einnig er í sígarettureyk getur verið lífshættulegur í stórum skömmtum. Kolsýrlingur hamlar flutning súrefnis með blóðinu og veldur þannig fjölgun rauðra blóðkorna. Þetta gerir það að verkum að blóðið verður seigara og mun meiri hætta er á blóðtöppum og öðrum alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum.

Reykingar eru í dag ein helsta orsök krabbameins í heiminum. Á Íslandi greinast árlega um 100 manns með krabbamein og af þeim eru um 85 fólk sem reykir. Hjarta- og æðasjúkdómar og lungnaþemba eru einnig mjög algeng meðal reykingamanna.

Það er ljóst að þau skaðlegu efni sem er að finna í sígarettureyk hafa ekki eingöngu áhrif á reykingamanninn heldur berast þau til allra nærstaddra og er það kallað óbeinar reykingar. Fólk sem verður fyrir miklum óbeinum reykingum getur fengið sambærilega sjúkdóma og reykingafólk.

Nánari upplýsingar má meðal annars finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér að neðan.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

12.5.2006

Spyrjandi

Rebekka Jóhannesdóttir, f. 1994

Tilvísun

MBS. „Hvað er í sígarettum? “ Vísindavefurinn, 12. maí 2006. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5919.

MBS. (2006, 12. maí). Hvað er í sígarettum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5919

MBS. „Hvað er í sígarettum? “ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5919>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er í sígarettum?
Sígarettur eru í dag vel þekktar fyrir þau skaðlegu áhrif sem þær geta haft á heilsuna og rekja má til áhrifa frá þeim efnum sem þær innihalda. Í tóbaksreyk eru meira en 4.000 efnasambönd, en af þeim eru að minnsta kosti 40 sem vitað er að valda krabbameini. Þessi efnasambönd eru ýmist á formi lofttegunda, vökva eða örsmárra fastra efnisagna.

Sígarettur eru venjulega samsettar úr tóbaki, pappír og síu. Yfirleitt er það ekki hreint tóbak sem notað er í sígaretturnar heldur er ýmsum aukaefnum blandað saman við það. Í svari sínu við spurningunni Hvaða hættulegu efni eru í sígarettum? segir Alda Ásgeirsóttir:
Í laufum tóbaksjurtarinnar eru um tvö þúsund efni.

Gera þarf greinamun á:
  • efnasamsetningu laufa tóbaksjurtarinnar
  • efnum sem bætt er í tóbak við vinnslu
  • efnasamböndum í tóbaksreyknum sem myndast við brunann þegar reykt er
  • efnasamböndum í tóbaki sem myndast við blöndun við líkamsvessa
Af þeim skaðlegu efnum sem er að finna í sígarettum eru nikótín, tjara og kolsýrlingur lang best þekkt. Nikótín og sölt þess eru með eitruðustu efnum sem þekkjast. Nikótín er mjög ávanabindandi og kröfugt efni, en það tekur það ekki nema um 7 sekúndur að ná til heilans. Alda Ásgeirsdóttir segir um nikótín í áðurnefndu svari sínu:
Nikótín raskar á margan hátt eðlilegri líkamsstarfsemi. Það örvar meðal annars hjartslátt um 15-30 slög á mínútu, þrengir slagæðar, ekki síst í höndum og fótum, og hækkar blóðþrýsting, eykur viðloðunartilhneigingu blóðflagna auk þess sem það getur valdið hjartakveisu hjá þeim sem eru með hjartasjúkdóm fyrir. Nikótín ruglar hraða efnaskipta í líkamanum og minnkar matarlyst þannig að tóbaksnotendur eru stundum undir kjörþyngd. Þá eykur það munnvatnsrennsli og slímrennsli í nefi og berkjum. Sýrustig í munni eykst en það breytir bakteríuflórunni og veldur andremmu auk þess sem munnvatnskirtlar þorna og tennur geta losnað. Samdráttur í innyflum eykst og hægðir ganga hraðar fyrir sig. Saltsýrumyndun í maga eykst einnig nokkuð. Nikótín hefur áhrif á varnarkerfi líkamans gegn æðakölkun, öndun örvast og sömuleiðis svokölluð uppsölumiðstöð í heilastofni.
Tjara inniheldur tugi efnasambanda sem talin eru krabbameinsvaldandi. Við innöndun tóbaksreyks situr um 70% af tjörunni í reyknum eftir í lungunum. Tjaran skaðar starfsemi lungnanna auk þessa að valda einkennandi blettum á tönnum og nöglum reykingamanna.

Kolsýrlingur sem einnig er í sígarettureyk getur verið lífshættulegur í stórum skömmtum. Kolsýrlingur hamlar flutning súrefnis með blóðinu og veldur þannig fjölgun rauðra blóðkorna. Þetta gerir það að verkum að blóðið verður seigara og mun meiri hætta er á blóðtöppum og öðrum alvarlegum hjarta- og æðasjúkdómum.

Reykingar eru í dag ein helsta orsök krabbameins í heiminum. Á Íslandi greinast árlega um 100 manns með krabbamein og af þeim eru um 85 fólk sem reykir. Hjarta- og æðasjúkdómar og lungnaþemba eru einnig mjög algeng meðal reykingamanna.

Það er ljóst að þau skaðlegu efni sem er að finna í sígarettureyk hafa ekki eingöngu áhrif á reykingamanninn heldur berast þau til allra nærstaddra og er það kallað óbeinar reykingar. Fólk sem verður fyrir miklum óbeinum reykingum getur fengið sambærilega sjúkdóma og reykingafólk.

Nánari upplýsingar má meðal annars finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér að neðan....