Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:55 • sest 18:34 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 08:27 • Síðdegis: 20:42 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:18 • Síðdegis: 14:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju eru strákar svona hrifnir af brjóstum?

JGÞ

Frá sjónarhóli líffræðinnar er helsti tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmin. Brjóst kvenna eru þó líka eitt mest áberandi kyneinkenni þeirra.

Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til að reyna að útskýra af hverju brjóst eru mun meira áberandi hjá kvenkyni manna en hjá öðrum spendýrum. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Eru brjóst kynfæri eða eru þau bara til að gefa börnum mjólk? segir til að mynda þetta:
Það er til dæmis útbreidd skoðun meðal líffræðinga að ytri gerð brjóstanna hafi líklega þróast sem síðkomið kyneinkenni til að laða að karlmenn. Ein kenning byggir á þeirri staðreynd að ólíkt flestum öðrum prímötum sýna konur ekki greinileg, líkamleg einkenni þegar þær hafa egglos. Kenningin gengur svo út á að við þróun manna hafi þeir smám saman farið að bregðast við minna áberandi merkjum um egglos. Þegar tími eggloss í tíðahring konu nálgast eykst magn estrógena í líkama hennar sem veldur því meðal annars að brjóstin þrútna svolítið. Náttúruval hafi því ef til vill orðið í átt að þrýstnari brjóstum þar sem karlmenn myndu frekar laðast að konum með þrýstin brjóst því þær væru líklegri til að vera með egglos, og þannig líklegra að mökun með þeim leiddi til getnaðar. Þetta hefði svo aftur aukið líkur kvenna með þrýstnari brjóst til að eignast afkvæmi.


Brjóst eru mun meira áberandi hjá kvenkyni manna en hjá öðrum spendýrum.

Heimild og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

4.4.2011

Spyrjandi

Hólmfríður Birta Ragnheiðardóttir, f. 1997

Tilvísun

JGÞ. „Af hverju eru strákar svona hrifnir af brjóstum?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2011, sótt 7. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59206.

JGÞ. (2011, 4. apríl). Af hverju eru strákar svona hrifnir af brjóstum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59206

JGÞ. „Af hverju eru strákar svona hrifnir af brjóstum?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2011. Vefsíða. 7. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59206>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru strákar svona hrifnir af brjóstum?
Frá sjónarhóli líffræðinnar er helsti tilgangur brjósta að framleiða mjólk fyrir afkvæmin. Brjóst kvenna eru þó líka eitt mest áberandi kyneinkenni þeirra.

Ýmsar kenningar hafa verið settar fram til að reyna að útskýra af hverju brjóst eru mun meira áberandi hjá kvenkyni manna en hjá öðrum spendýrum. Í svari Þuríðar Þorbjarnardóttur við spurningunni Eru brjóst kynfæri eða eru þau bara til að gefa börnum mjólk? segir til að mynda þetta:
Það er til dæmis útbreidd skoðun meðal líffræðinga að ytri gerð brjóstanna hafi líklega þróast sem síðkomið kyneinkenni til að laða að karlmenn. Ein kenning byggir á þeirri staðreynd að ólíkt flestum öðrum prímötum sýna konur ekki greinileg, líkamleg einkenni þegar þær hafa egglos. Kenningin gengur svo út á að við þróun manna hafi þeir smám saman farið að bregðast við minna áberandi merkjum um egglos. Þegar tími eggloss í tíðahring konu nálgast eykst magn estrógena í líkama hennar sem veldur því meðal annars að brjóstin þrútna svolítið. Náttúruval hafi því ef til vill orðið í átt að þrýstnari brjóstum þar sem karlmenn myndu frekar laðast að konum með þrýstin brjóst því þær væru líklegri til að vera með egglos, og þannig líklegra að mökun með þeim leiddi til getnaðar. Þetta hefði svo aftur aukið líkur kvenna með þrýstnari brjóst til að eignast afkvæmi.


Brjóst eru mun meira áberandi hjá kvenkyni manna en hjá öðrum spendýrum.

Heimild og frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur. ...