Sólin Sólin Rís 05:26 • sest 21:28 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:24 • Sest 05:22 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:30 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 00:11 • Síðdegis: 12:20 í Reykjavík

Hversu margar mannætur eru til í heiminum?

MBS

Frá ómunatíð hafa verið sagðar sögur af þjóðflokkum sem leggja sér mannakjöt til munns. Sögnum af þessum þjóðflokkum fjölgaði mikið í kjölfar heimsvaldastefnu vesturheimsríkja upp úr 15. öld. Ástæðan var helst talin sú að ríkin hafi viljað réttlæta hernað sinn í löndum Asíu, Afríku, Ameríku og Ástralíu með því að sýna fram á hversu miklir villimenn það væru sem þar byggju.

Þó sögur af mannáti hafi sennilega verið stórlega ýktar er ekki þar með sagt að það hafi ekki átt sér stað. Í svari Arnars Árnasonar við spurningunni Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær? segir:
Mannfræðingar eru almennt sammála meginatriðinu í kenningu Arens. Flestir halda þeir því þó fram að Arens hafi gengið skrefi of langt, og þó siðurinn sé nú sennilega að öllu aflagður, þá hafi mannát tíðkast víða um heim, sums staðar langt fram á síðustu öld. Þá hafi margir ættbálkar látið af því sem „siðmenntað“ fólk kallar villimennsku, fyrir áhrif miðstýrðs ríkisvalds. Þessa niðurstöðu sína byggja mannfræðingar meðal annars á viðtölum við eldra fólk sem tók þátt í mannáti sem unglingar.
Mannát er oft flokkað niður eftir því hvort um er að ræða að borða þá sem teljast ekki til hópsins eða að borða þá sem tilheyra hópnum. Einnig er gerður greinamunur á svokölluðu stríðsmannaáti og útfara- eða sorgarmannáti. Stríðsmannát felst í því að éta fallna stríðsmenn úr hópi óvina, útfaramannát í því að éta látna ættingja eða tengdafólk.

Meðal þekktra sagna um mannát eru frásagnir mannfræðingsins Beth Conklin af "Wari"-fólkinu sem hún lýsir í bók sinni Consuming grief: compassionate cannibalism in an Amazonian society, sem á íslensku myndi útleggjast Neysla sorgar: samúðarmannát í Amason samfélagi.

Mannát er þó ekki eingöngu tengt við helgisiði og afskekkta ættbálka. Þó nokkrar frásagnir eru til af fólki sem hefur orðið að grípa til mannáts til að koma í veg fyrir að svelta. Sagan af rúgbý liðinu frá Úrugvæ sem lifði af flugslys í Andesfjöllunum varð til dæmis heimsfræg þegar kvikmynd um atburðinn kom út árið 1993. Kvikmyndin sem kallaðist Alive sagði frá því hvernig fólkið lagði sér látna félaga sína til munns og lifði þannig af á ótrúlegan hátt.

Einnig eru þekkt dæmi um fólk sem án sýnilegrar ástæðu hefur lagt sér annað fólk til munns. Þar er einna þekktast mál Þjóðverjans Armin Meiwes sem árið 2003 var ákærður fyrir að hafa drepið mann og í framhaldi af því étið hann. Maðurinn sem hann drap svaraði auglýsingu hans á netinu þar sem Armin óskaði eftir manneskju sem vildi láta éta sig. Réttarhöldin þóttu því snúin þar sem fórnarlambið hafði gefið samþykki sitt fyrir þessari meðferð. Það fór þó svo að lokum að Armin var dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Mannát á sér því greinilega ýmsar orsakir. Það viðgengst þó ekki í flestum samfélögum og því eru sennilega ekki margar mannætur í heiminum. Þó er ómögulegt að segja til um það þar sem mannát er almennt fordæmt og því fáir sem myndu gangast við því.

Mannát hefur alltaf hrætt en jafnframt heillað okkur mannfólkið. Margar þekktar sögur fjalla um þetta viðfangsefni og er sennilega óhætt að segja að frægasta mannæta allra tíma sé Hannibal Lecter sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í bók Thomas Harris Lömbin þagna.

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

12.5.2006

Spyrjandi

Leó Hallgrímsson

Tilvísun

MBS. „Hversu margar mannætur eru til í heiminum?“ Vísindavefurinn, 12. maí 2006. Sótt 23. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5924.

MBS. (2006, 12. maí). Hversu margar mannætur eru til í heiminum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5924

MBS. „Hversu margar mannætur eru til í heiminum?“ Vísindavefurinn. 12. maí. 2006. Vefsíða. 23. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5924>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hversu margar mannætur eru til í heiminum?
Frá ómunatíð hafa verið sagðar sögur af þjóðflokkum sem leggja sér mannakjöt til munns. Sögnum af þessum þjóðflokkum fjölgaði mikið í kjölfar heimsvaldastefnu vesturheimsríkja upp úr 15. öld. Ástæðan var helst talin sú að ríkin hafi viljað réttlæta hernað sinn í löndum Asíu, Afríku, Ameríku og Ástralíu með því að sýna fram á hversu miklir villimenn það væru sem þar byggju.

Þó sögur af mannáti hafi sennilega verið stórlega ýktar er ekki þar með sagt að það hafi ekki átt sér stað. Í svari Arnars Árnasonar við spurningunni Eru til þjóðir sem borða mannakjöt? Hvar eru þær? segir:
Mannfræðingar eru almennt sammála meginatriðinu í kenningu Arens. Flestir halda þeir því þó fram að Arens hafi gengið skrefi of langt, og þó siðurinn sé nú sennilega að öllu aflagður, þá hafi mannát tíðkast víða um heim, sums staðar langt fram á síðustu öld. Þá hafi margir ættbálkar látið af því sem „siðmenntað“ fólk kallar villimennsku, fyrir áhrif miðstýrðs ríkisvalds. Þessa niðurstöðu sína byggja mannfræðingar meðal annars á viðtölum við eldra fólk sem tók þátt í mannáti sem unglingar.
Mannát er oft flokkað niður eftir því hvort um er að ræða að borða þá sem teljast ekki til hópsins eða að borða þá sem tilheyra hópnum. Einnig er gerður greinamunur á svokölluðu stríðsmannaáti og útfara- eða sorgarmannáti. Stríðsmannát felst í því að éta fallna stríðsmenn úr hópi óvina, útfaramannát í því að éta látna ættingja eða tengdafólk.

Meðal þekktra sagna um mannát eru frásagnir mannfræðingsins Beth Conklin af "Wari"-fólkinu sem hún lýsir í bók sinni Consuming grief: compassionate cannibalism in an Amazonian society, sem á íslensku myndi útleggjast Neysla sorgar: samúðarmannát í Amason samfélagi.

Mannát er þó ekki eingöngu tengt við helgisiði og afskekkta ættbálka. Þó nokkrar frásagnir eru til af fólki sem hefur orðið að grípa til mannáts til að koma í veg fyrir að svelta. Sagan af rúgbý liðinu frá Úrugvæ sem lifði af flugslys í Andesfjöllunum varð til dæmis heimsfræg þegar kvikmynd um atburðinn kom út árið 1993. Kvikmyndin sem kallaðist Alive sagði frá því hvernig fólkið lagði sér látna félaga sína til munns og lifði þannig af á ótrúlegan hátt.

Einnig eru þekkt dæmi um fólk sem án sýnilegrar ástæðu hefur lagt sér annað fólk til munns. Þar er einna þekktast mál Þjóðverjans Armin Meiwes sem árið 2003 var ákærður fyrir að hafa drepið mann og í framhaldi af því étið hann. Maðurinn sem hann drap svaraði auglýsingu hans á netinu þar sem Armin óskaði eftir manneskju sem vildi láta éta sig. Réttarhöldin þóttu því snúin þar sem fórnarlambið hafði gefið samþykki sitt fyrir þessari meðferð. Það fór þó svo að lokum að Armin var dæmdur í lífstíðarfangelsi.

Mannát á sér því greinilega ýmsar orsakir. Það viðgengst þó ekki í flestum samfélögum og því eru sennilega ekki margar mannætur í heiminum. Þó er ómögulegt að segja til um það þar sem mannát er almennt fordæmt og því fáir sem myndu gangast við því.

Mannát hefur alltaf hrætt en jafnframt heillað okkur mannfólkið. Margar þekktar sögur fjalla um þetta viðfangsefni og er sennilega óhætt að segja að frægasta mannæta allra tíma sé Hannibal Lecter sem fyrst kom fram á sjónarsviðið í bók Thomas Harris Lömbin þagna.

Nánari upplýsingar má finna í eftirfarandi svörum á Vísindavefnum:

Frekara lesefni má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....