Sólin Sólin Rís 03:26 • sest 23:27 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 03:21 • Sest 11:47 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 11:44 • Síðdegis: 24:16 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:37 • Síðdegis: 17:48 í Reykjavík

Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?

MBS

Botnlanginn er lítil tota sem gengur út frá botnristlinum. Jónas Magnússonar segir í svari sínu við spurningunni Til hvers er botnlanginn?:
Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir botnlanginn mikilvægu hlutverki í ýmsum dýrum. Talið er að botnlangi í mönnum sé leifar frá forverum okkar í þróuninni og hann sé smám saman að hverfa með áframhaldandi þróun en slíkt tekur hins vegar langan tíma.
Botnlanginn getur auðveldlega stíflast þegar bólgur í veggjum hans loka fyrir opið inn í ristilinn eða þegar hörð efni setjast fyrir í opið. Þegar þetta gerist þenst botnlanginn út og er það kallað botnalangabólga. Verði botnlanginn mjög bólginn veldur það fólki sárum kvölum. Að lokum getur hann sprungið sem er oft mjög hættulegt. Botnlangabólga er læknuð með því að fjarlægja botnlangann með skurðaðgerð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Nánari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

Margrét Björk Sigurðardóttir

líffræðingur

Útgáfudagur

19.5.2006

Spyrjandi

María Ólafsdóttir, f. 1993
Helga Dóra Kristjánsdóttir, f. 1996

Tilvísun

MBS. „Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2006. Sótt 30. maí 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5947.

MBS. (2006, 19. maí). Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5947

MBS. „Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2006. Vefsíða. 30. maí. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5947>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju fæðumst við með botnlanga fyrst hann er óþarfi í líkamanum?
Botnlanginn er lítil tota sem gengur út frá botnristlinum. Jónas Magnússonar segir í svari sínu við spurningunni Til hvers er botnlanginn?:

Hlutverk hans eða tilgangur í mönnum er mjög á huldu. Til dæmis virðist unnt að fjarlægja hann hvenær sem er á ævinni án þess að það hafi nein sýnileg áhrif. Hins vegar gegnir botnlanginn mikilvægu hlutverki í ýmsum dýrum. Talið er að botnlangi í mönnum sé leifar frá forverum okkar í þróuninni og hann sé smám saman að hverfa með áframhaldandi þróun en slíkt tekur hins vegar langan tíma.
Botnlanginn getur auðveldlega stíflast þegar bólgur í veggjum hans loka fyrir opið inn í ristilinn eða þegar hörð efni setjast fyrir í opið. Þegar þetta gerist þenst botnlanginn út og er það kallað botnalangabólga. Verði botnlanginn mjög bólginn veldur það fólki sárum kvölum. Að lokum getur hann sprungið sem er oft mjög hættulegt. Botnlangabólga er læknuð með því að fjarlægja botnlangann með skurðaðgerð.

Frekara lesefni á Vísindavefnum

Nánari upplýsingar má finna með því að nota leitarvél Vísindavefsins eða með því að smella á efnisorðin hér fyrir neðan....