Sólin Sólin Rís 09:04 • sest 18:20 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 12:35 • Sest 10:41 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:58 • Síðdegis: 17:25 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:23 • Síðdegis: 23:25 í Reykjavík

Af hverju eru heimsálfurnar sjö?

EDS

Þó venjan sé að tala um heimsálfurnar sjö þá er það ekki algilt, sumir vilja álíta þær sex talsins og enn aðrir meina að þær séu aðeins fimm. Hvaða tölu fólk aðhyllist ræðst af því hvernig það vill skilgreina heimsálfur og eins af því hvaða hefðir hafa skapast í tímans rás.

Það er erfitt að finna eina endanlega skilgreiningu á því hvað heimsálfa er en á íslensku nær orðið heimsálfa yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er hins vegar gjarnan skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó, þótt landbrýr geti tengt þau saman. Við þetta bætist svo að ákveðin hefð hefur skapast í því hvað telst heimsálfa og hvað ekki.

Venjulega eru heimsálfurnar sagðar vera Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Ef við lítum á heimskort og höfum skilgreininguna á meginlandi í huga má sjá að þetta er raunhæft þar sem hver heimsálfa, að Evrópu undanskilinni, er nokkurn veginn sjálfstæður landmassi. Evrópa er hins vegar ekki sjálfstætt meginland í þessum skilningi heldur skagi sem gengur út úr meginlandi Asíu. Hins vegar hefur skapast sú hefð að telja Evrópu og Asíu tvær aðskildar heimsálfur.

Til eru þeir sem segja heimsálfurnar aðeins vera sex talsins þar sem Norður- og Suður-Ameríka skuli teljast ein heimsálfa en ekki tvær. Að sama skapi fækkar heimsálfunum um eina hjá þeim sem vilja ekki skipta Evrópu og Asíu í tvær heimsálfur heldur líta á það meginland sem eina heild. Þeir eru þó sjálfsagt fáir og gera það þá fyrst og fremst af jarðfræðilegum ástæðum en taka ekki tillit til hefðarinnar.

Svo eru sumir sem vilja meina að Suðurskautslandið teljist ekki heimsálfa þar sem enginn hefur fasta búsetu þar. Með því að sleppa Suðurskautslandinu og telja Ameríku aðeins eina heimsálfu eru þær aðeins fimm.

Loks má nefna að stundum er Ameríku skipt upp í þrjú svæði, auk Norður- og Suður-Ameríku er talað um Mið-Ameríku. Mið-Ameríka er þó ekki sjálfstæð heimsálfa í þeim skilningi sem lagt er í orðið hér að ofan eins og lesa má í svari við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku?

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um heimsálfur og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

19.5.2006

Spyrjandi

Ásthildur Einarsdóttir, f. 1993

Tilvísun

EDS. „Af hverju eru heimsálfurnar sjö?“ Vísindavefurinn, 19. maí 2006. Sótt 21. febrúar 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=5948.

EDS. (2006, 19. maí). Af hverju eru heimsálfurnar sjö? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=5948

EDS. „Af hverju eru heimsálfurnar sjö?“ Vísindavefurinn. 19. maí. 2006. Vefsíða. 21. feb. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=5948>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju eru heimsálfurnar sjö?
Þó venjan sé að tala um heimsálfurnar sjö þá er það ekki algilt, sumir vilja álíta þær sex talsins og enn aðrir meina að þær séu aðeins fimm. Hvaða tölu fólk aðhyllist ræðst af því hvernig það vill skilgreina heimsálfur og eins af því hvaða hefðir hafa skapast í tímans rás.

Það er erfitt að finna eina endanlega skilgreiningu á því hvað heimsálfa er en á íslensku nær orðið heimsálfa yfir meginland og þær eyjar sem því tilheyra. Meginland er hins vegar gjarnan skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó, þótt landbrýr geti tengt þau saman. Við þetta bætist svo að ákveðin hefð hefur skapast í því hvað telst heimsálfa og hvað ekki.

Venjulega eru heimsálfurnar sagðar vera Afríka, Asía, Ástralía, Evrópa, Norður-Ameríka, Suður-Ameríka og Suðurskautslandið. Ef við lítum á heimskort og höfum skilgreininguna á meginlandi í huga má sjá að þetta er raunhæft þar sem hver heimsálfa, að Evrópu undanskilinni, er nokkurn veginn sjálfstæður landmassi. Evrópa er hins vegar ekki sjálfstætt meginland í þessum skilningi heldur skagi sem gengur út úr meginlandi Asíu. Hins vegar hefur skapast sú hefð að telja Evrópu og Asíu tvær aðskildar heimsálfur.

Til eru þeir sem segja heimsálfurnar aðeins vera sex talsins þar sem Norður- og Suður-Ameríka skuli teljast ein heimsálfa en ekki tvær. Að sama skapi fækkar heimsálfunum um eina hjá þeim sem vilja ekki skipta Evrópu og Asíu í tvær heimsálfur heldur líta á það meginland sem eina heild. Þeir eru þó sjálfsagt fáir og gera það þá fyrst og fremst af jarðfræðilegum ástæðum en taka ekki tillit til hefðarinnar.

Svo eru sumir sem vilja meina að Suðurskautslandið teljist ekki heimsálfa þar sem enginn hefur fasta búsetu þar. Með því að sleppa Suðurskautslandinu og telja Ameríku aðeins eina heimsálfu eru þær aðeins fimm.

Loks má nefna að stundum er Ameríku skipt upp í þrjú svæði, auk Norður- og Suður-Ameríku er talað um Mið-Ameríku. Mið-Ameríka er þó ekki sjálfstæð heimsálfa í þeim skilningi sem lagt er í orðið hér að ofan eins og lesa má í svari við spurningunni Í hvaða heimsálfu er Mexíkó, Norður- eða Suður-Ameríku?

Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem fjalla um heimsálfur og eru lesendur hvattir til að kynna sér þau:...