Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 07:58 • sest 18:31 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 09:00 • Síðdegis: 21:18 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 02:48 • Síðdegis: 15:22 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Getur geislavirkni „smitast“ á milli manna?

Jónína Guðjónsdóttir

Hugtakið smit er meðal annars notað um það þegar sýklar berast frá einum einstaklingi til annars. Smitið getur borist með beinni snertingu, andrúmslofti eða hlutum. Þessa orðanotkun er vel hægt að heimfæra upp á geislavirkni sem getur hæglega borist manna á milli.

Orðið geislavirkni vísar annars vegar til geislunar og hins vegar til geislavirkra efna.

Geislun er þess eðlis hún staldrar hvergi við, heldur er um að ræða flutning á orku, og stundum örlitlum massa, frá upptökum geislunar. Geislun getur borist langar leiðir í lofti jafnt sem föstu efni, en það fer eftir gerð hennar hversu greiðlega hún smýgur um. Sem dæmi má nefna að svonefndar alfa-agnir, sem eru ein tegund agnageislunar, komast tæplega í gegn um pappírsblað, á meðan fiseindir smjúga svo vel um allt sem fyrir er að menn eiga í mestu erfiðleikum með að finna þær og mæla.

Geislavirkni getur hæglega borist eða smitast manna á milli með geislavirkum efnum.

Geislavirk eru þau efni sem senda frá sér geislun og þau geta auðveldlega borist manna á milli eins og hver önnur efni. Til eru geislavirkar samsætur af efnum sem við þekkjum vel og eru venjulega ekki geislavirk. Dæmi um það er joð sem er mikilvægt fyrir starfsemi líkamans. Önnur efni, eins og til dæmis radín, eru ekki til nema geislavirk, með öðrum orðum eru allar samsætur efnisins geislavirkar. Það er ágætt að hafa í huga að tvær samsætur sama efnis haga sér eins, til dæmis í efnahvörfum, þó að önnur sé geislavirk en hin ekki. Munurinn er einungis sá að önnur samsætan hefur kjarna sem er óstöðugur (vegna þess að hlutfall róteinda og nifteinda er óhagstætt) og mun sá kjarni fyrr eða síðar senda frá sér geislun og breytast við það, oftast í annað efni.

Geislavirk efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham (e. solid), vökvaham (e. liquid) og gasham (e. gas) og umtalsverð geislun getur komið frá örlitlu magni af geislavirku efni. Það er því afar mikilvægt að geislavirk efni berist ekki þangað sem þau eiga ekki að vera. Þegar unnið er með geislavirk efni er þess ávallt gætt að efnið berist ekki milli staða. Það er gert með því að afmarka svæðin sem geislavirk efni mega vera á og nota viðeigandi hlífðarfatnað og vinnulag til að koma í veg fyrir smit.

Mynd:

Höfundur

Jónína Guðjónsdóttir

lektor í geislafræði

Útgáfudagur

16.3.2012

Spyrjandi

Silja D.

Tilvísun

Jónína Guðjónsdóttir. „Getur geislavirkni „smitast“ á milli manna?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2012, sótt 8. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=59671.

Jónína Guðjónsdóttir. (2012, 16. mars). Getur geislavirkni „smitast“ á milli manna? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=59671

Jónína Guðjónsdóttir. „Getur geislavirkni „smitast“ á milli manna?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2012. Vefsíða. 8. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=59671>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Getur geislavirkni „smitast“ á milli manna?
Hugtakið smit er meðal annars notað um það þegar sýklar berast frá einum einstaklingi til annars. Smitið getur borist með beinni snertingu, andrúmslofti eða hlutum. Þessa orðanotkun er vel hægt að heimfæra upp á geislavirkni sem getur hæglega borist manna á milli.

Orðið geislavirkni vísar annars vegar til geislunar og hins vegar til geislavirkra efna.

Geislun er þess eðlis hún staldrar hvergi við, heldur er um að ræða flutning á orku, og stundum örlitlum massa, frá upptökum geislunar. Geislun getur borist langar leiðir í lofti jafnt sem föstu efni, en það fer eftir gerð hennar hversu greiðlega hún smýgur um. Sem dæmi má nefna að svonefndar alfa-agnir, sem eru ein tegund agnageislunar, komast tæplega í gegn um pappírsblað, á meðan fiseindir smjúga svo vel um allt sem fyrir er að menn eiga í mestu erfiðleikum með að finna þær og mæla.

Geislavirkni getur hæglega borist eða smitast manna á milli með geislavirkum efnum.

Geislavirk eru þau efni sem senda frá sér geislun og þau geta auðveldlega borist manna á milli eins og hver önnur efni. Til eru geislavirkar samsætur af efnum sem við þekkjum vel og eru venjulega ekki geislavirk. Dæmi um það er joð sem er mikilvægt fyrir starfsemi líkamans. Önnur efni, eins og til dæmis radín, eru ekki til nema geislavirk, með öðrum orðum eru allar samsætur efnisins geislavirkar. Það er ágætt að hafa í huga að tvær samsætur sama efnis haga sér eins, til dæmis í efnahvörfum, þó að önnur sé geislavirk en hin ekki. Munurinn er einungis sá að önnur samsætan hefur kjarna sem er óstöðugur (vegna þess að hlutfall róteinda og nifteinda er óhagstætt) og mun sá kjarni fyrr eða síðar senda frá sér geislun og breytast við það, oftast í annað efni.

Geislavirk efni geta verið í þrenns konar ham: storkuham (e. solid), vökvaham (e. liquid) og gasham (e. gas) og umtalsverð geislun getur komið frá örlitlu magni af geislavirku efni. Það er því afar mikilvægt að geislavirk efni berist ekki þangað sem þau eiga ekki að vera. Þegar unnið er með geislavirk efni er þess ávallt gætt að efnið berist ekki milli staða. Það er gert með því að afmarka svæðin sem geislavirk efni mega vera á og nota viðeigandi hlífðarfatnað og vinnulag til að koma í veg fyrir smit.

Mynd:...