Eins og orðið kenning felur í sér er ekki um endanlegan sannleika að ræða en þegar rætt er um þróunarkenninguna má leiða að því líkum að við séum komin ansi nálægt því sem satt reynist. Hlutverk vísinda er þannig ekki að sanna tiltekna hluti eða eins og vísindaheimspekingurinn Karl Popper segir, að megineinkenni vísinda sé ekki sannanleikinn, heldur frekar það að vísindalegar niðurstöður séu hrekjanlegar.
Meira má lesa um þróunarkenninguna á Vísindavefnum, til dæmis hvert inntak hennar er, með því að smella á efnisorðið eða nota leitarvélina.
Frekara lesefni og heimild á Vísindavefnum:- Er þróunarkenningin bara kenning eða er hún staðreynd? eftir Steindór J. Erlingsson
- en.wikipedia.org - evolution. Mynd af Charles Darwin. Sótt 21.6.2011.
Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.