Sólin Sólin Rís 05:19 • sest 21:35 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:18 • Sest 04:56 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:07 • Síðdegis: 19:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:08 • Síðdegis: 13:14 í Reykjavík

Af hverju er þróunarkenningin til?

ÍDÞ

Segja má að þróunarkenningin sé til vegna þess að sett hafi verið fram tilgáta um þróun lífsins. Þegar vísindamenn rannsaka ákveðna hluti setja þeir fram tilgátu, því næst þarf að framkvæma tilraunir eða athuganir sem annaðhvort hrekja tilgátuna eða staðfesta hana. Ef tilgátan stenst athuganir nær hún að endingu þeim sessi að verða að kenningu.

Eins og orðið kenning felur í sér er ekki um endanlegan sannleika að ræða en þegar rætt er um þróunarkenninguna má leiða að því líkum að við séum komin ansi nálægt því sem satt reynist. Hlutverk vísinda er þannig ekki að sanna tiltekna hluti eða eins og vísindaheimspekingurinn Karl Popper segir, að megineinkenni vísinda sé ekki sannanleikinn, heldur frekar það að vísindalegar niðurstöður séu hrekjanlegar.

Meira má lesa um þróunarkenninguna á Vísindavefnum, til dæmis hvert inntak hennar er, með því að smella á efnisorðið eða nota leitarvélina.

Frekara lesefni og heimild á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

23.5.2011

Spyrjandi

Petra Wíum Sveinsdóttir, f. 1997

Tilvísun

ÍDÞ. „Af hverju er þróunarkenningin til?“ Vísindavefurinn, 23. maí 2011. Sótt 25. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59796.

ÍDÞ. (2011, 23. maí). Af hverju er þróunarkenningin til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59796

ÍDÞ. „Af hverju er þróunarkenningin til?“ Vísindavefurinn. 23. maí. 2011. Vefsíða. 25. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59796>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Af hverju er þróunarkenningin til?
Segja má að þróunarkenningin sé til vegna þess að sett hafi verið fram tilgáta um þróun lífsins. Þegar vísindamenn rannsaka ákveðna hluti setja þeir fram tilgátu, því næst þarf að framkvæma tilraunir eða athuganir sem annaðhvort hrekja tilgátuna eða staðfesta hana. Ef tilgátan stenst athuganir nær hún að endingu þeim sessi að verða að kenningu.

Eins og orðið kenning felur í sér er ekki um endanlegan sannleika að ræða en þegar rætt er um þróunarkenninguna má leiða að því líkum að við séum komin ansi nálægt því sem satt reynist. Hlutverk vísinda er þannig ekki að sanna tiltekna hluti eða eins og vísindaheimspekingurinn Karl Popper segir, að megineinkenni vísinda sé ekki sannanleikinn, heldur frekar það að vísindalegar niðurstöður séu hrekjanlegar.

Meira má lesa um þróunarkenninguna á Vísindavefnum, til dæmis hvert inntak hennar er, með því að smella á efnisorðið eða nota leitarvélina.

Frekara lesefni og heimild á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er í flokknum „bekkirnir spyrja“ þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....