Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 17:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 11:08 • Sest 04:21 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:27 • Síðdegis: 25:03 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 06:10 • Síðdegis: 18:40 í Reykjavík

Hvenær verður næsti sólmyrkvi á Íslandi?

Sævar Helgi Bragason

Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vestnorðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands. Honum lýkur svo klukkan 22:48. Ef veður leyfir sést myrkvinn af öllu landinu þar sem fjöll byrgja ekki sýn.

Sólmyrkvar eru jafnan sjónarspil. Þeir geta aðeins orðið þegar sólin, tunglið og jörðin liggja hér um bil í beinni línu. Sólmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er nýtt og varpar skugga á jörðina. Þrátt fyrir það verða sólmyrkvar ekki mánaðarlega því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ósamsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi tunglsins alla jafna undir eða yfir jörðina.

Deildarmyrkvi á sólu 31. maí 2003 séður frá Blönduósi. Skömmu seinna varð hringmyrkvi.

Við myrkvann nú eru sólin og tunglið ekki alveg í línu. Því hylur tunglið aðeins hluta sólarinnar svo úr verður svonefndur deildarmyrkvi.

Sólmyrkvar sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni, ólíkt tunglmyrkvum sem sjást frá allri næturhlið jarðar í einu. Ástæðan er sú að tunglskugginn er mjög lítill. Frá Íslandi sést deildarmyrkvinn vel þótt sólin sé tiltölulega lágt á lofti á kvöldhimninum í vest-norðvestri.

Opið hús hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness:

Hyggist fólk fylgjast með myrkvanum er mjög mikilvægt að fara með gát og tryggja öryggi sitt og annarra. Sólmyrkvaskoðun krefst mikillar árverkni enda getur augnablikskæruleysi valdið óbætanlegum augnskaða. Horfið aldrei upp í sólina, hvorki með berum augum né sjónaukum, án viðeigandi hlífðarbúnaðar. Einfaldasta og ódýrasta aðferðin til að skoða myrkvann er að verða sér úti um logsuðugler af styrkleika 14 sem fást í öllum helstu byggingavöruverslunum. Athugaðu að það er alls ekki óhætt að horfa í gegnum logsuðuglerið með handsjónauka eða stjörnusjónauka.

Nauðsynlegt er að nota viðeigandi búnað þegar horft er á sólmyrkva.

Félagsmenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness verða með opið hús í Valhúsaskóla miðvikudagskvöldið 1. júní. Ef veður leyfir gefst gestum og gangandi tækifæri til að virða fyrir sér myrkvann á öruggan hátt með sérstökum sólarsjónaukum.

Húsið verður opnað klukkan 21:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um deildarmyrkvann á sólu 1. júní á Stjörnufræðivefnum og er birt hér með góðfúslegu leyfi.

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

1.6.2011

Spyrjandi

Ásdís Birta Árnadóttir, f. 1997

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Hvenær verður næsti sólmyrkvi á Íslandi?“ Vísindavefurinn, 1. júní 2011. Sótt 29. janúar 2023. http://visindavefur.is/svar.php?id=59880.

Sævar Helgi Bragason. (2011, 1. júní). Hvenær verður næsti sólmyrkvi á Íslandi? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59880

Sævar Helgi Bragason. „Hvenær verður næsti sólmyrkvi á Íslandi?“ Vísindavefurinn. 1. jún. 2011. Vefsíða. 29. jan. 2023. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59880>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvenær verður næsti sólmyrkvi á Íslandi?
Miðvikudagskvöldið 1. júní verður deildarmyrkvi á sólu. Frá höfuðborgarsvæðinu séð hefst myrkvinn klukkan 21:14 þegar sólin er lágt á himni í vestnorðvestri og byrjar þá tunglið að hylja skífu sólar frá hægri. Myrkvinn nær hámarki klukkan 22:01 og hylur tunglið þá 46% af þvermáli sólar samkvæmt upplýsingum úr Almanaki Háskóla Íslands. Honum lýkur svo klukkan 22:48. Ef veður leyfir sést myrkvinn af öllu landinu þar sem fjöll byrgja ekki sýn.

Sólmyrkvar eru jafnan sjónarspil. Þeir geta aðeins orðið þegar sólin, tunglið og jörðin liggja hér um bil í beinni línu. Sólmyrkvar verða því aðeins þegar tungl er nýtt og varpar skugga á jörðina. Þrátt fyrir það verða sólmyrkvar ekki mánaðarlega því brautarplan tunglsins og brautarplan jarðar eru ósamsíða. Tunglbrautin hallar um 5° frá braut jarðar og vegna hallans fellur skuggi tunglsins alla jafna undir eða yfir jörðina.

Deildarmyrkvi á sólu 31. maí 2003 séður frá Blönduósi. Skömmu seinna varð hringmyrkvi.

Við myrkvann nú eru sólin og tunglið ekki alveg í línu. Því hylur tunglið aðeins hluta sólarinnar svo úr verður svonefndur deildarmyrkvi.

Sólmyrkvar sjást aðeins frá takmörkuðu svæði á jörðinni, ólíkt tunglmyrkvum sem sjást frá allri næturhlið jarðar í einu. Ástæðan er sú að tunglskugginn er mjög lítill. Frá Íslandi sést deildarmyrkvinn vel þótt sólin sé tiltölulega lágt á lofti á kvöldhimninum í vest-norðvestri.

Opið hús hjá Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness:

Hyggist fólk fylgjast með myrkvanum er mjög mikilvægt að fara með gát og tryggja öryggi sitt og annarra. Sólmyrkvaskoðun krefst mikillar árverkni enda getur augnablikskæruleysi valdið óbætanlegum augnskaða. Horfið aldrei upp í sólina, hvorki með berum augum né sjónaukum, án viðeigandi hlífðarbúnaðar. Einfaldasta og ódýrasta aðferðin til að skoða myrkvann er að verða sér úti um logsuðugler af styrkleika 14 sem fást í öllum helstu byggingavöruverslunum. Athugaðu að það er alls ekki óhætt að horfa í gegnum logsuðuglerið með handsjónauka eða stjörnusjónauka.

Nauðsynlegt er að nota viðeigandi búnað þegar horft er á sólmyrkva.

Félagsmenn í Stjörnuskoðunarfélagi Seltjarnarness verða með opið hús í Valhúsaskóla miðvikudagskvöldið 1. júní. Ef veður leyfir gefst gestum og gangandi tækifæri til að virða fyrir sér myrkvann á öruggan hátt með sérstökum sólarsjónaukum.

Húsið verður opnað klukkan 21:00 og eru allir hjartanlega velkomnir.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um deildarmyrkvann á sólu 1. júní á Stjörnufræðivefnum og er birt hér með góðfúslegu leyfi....