Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 08:19 • sest 18:06 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 17:56 • Sest 04:30 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:32 • Síðdegis: 16:49 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:44 • Síðdegis: 23:08 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju verður ofurmáni?

Sævar Helgi Bragason

Næsta laugardag verður fullt tungl. Á sama tíma er tunglið líka eins nálægt jörðinni og það kemst. Verður því hér um að ræða stærsta fulla tungl ársins 2011, um það bil 14% breiðara og rétt yfir 30% bjartara en önnur full tungl á árinu. Þetta laugardagskvöld mun tunglið sem sagt líta út fyrir að vera aðeins stærra og bjartara en venjulega.

En hvernig stendur á því að tunglið er mislangt frá jörðinni? Jóhannes Kepler áttaði sig á því fyrir næstum 400 árum. Hann komst að því að braut tunglsins um jörðina (og annarra reikistjarna um sólina) er ekki hringur heldur sporaskja. Að þessu sinni verður fjarlægð tunglsins frá jörðinni 356.577 km en hún getur mest orðið rétt rúmlega 406.000 km. Þessi mismunur á jarðnánd (e. perigee) og jarðfirð (e. apogee) tunglsins (mesta og minnsta fjarlægð tunglsins frá jörðu) veldur því að tunglið getur verið misstórt á himninum. Þess má til gamans geta að fyrir næstum 40 árum settu geimfarar fjarlægðarmet í geimnum. Þegar Apollo 13 flaug bak við tunglið í apríl 1970 var tunglið næstum eins langt frá jörðinni og mögulegt er, þá í 400.002 km fjarlægð.

13. febrúar árið 2006 var fjarlægð jarðar frá tunglinu 405.978 km (jarðfirð) en 8. september var hún 357.210 km (jarðnánd).

Stórt tungl, aðeins minna tungl

Fullt tungl rís alltaf á sama tíma og sólin sest. Líti menn í austurátt við sólsetur á laugardagskvöldið má sjá tunglið skríða upp á himininn, risastórt að því er virðist, og appelsínugult. Síðar um kvöldið, þegar tunglið er komið hærra á himininn, virðist það hafa skroppið aðeins saman og gránað. Hvers vegna?

Þessi upplifun nefnist tunglskynvillan svonefnda. Tunglið virðist stærra við sjóndeildarhringinn en það er í raun og veru vegna þess hvernig við skynjum lögun himinhvelfingarinnar. Hægt er að sannreyna skynvilluna með því að beygja sig og horfa á tunglið á hvolfi. Hvað gerist? Tunglið minnkar. En tunglið stækkar svo aftur þegar maður reisir sig við.

Tunglið er alveg jafn stórt við sjóndeildarhringinn og þegar það er hæst á lofti. En hvernig útskýrum við litamuninn? Hvers vegna er tunglið appelsínugult þegar það er lágt á lofti en grátt hátt á lofti? Tunglið endurvarpar því sólarljósi sem á það fellur. Þegar tunglið er lágt á lofti þarf ljósið að ferðast lengri vegalengd í gegnum lofthjúpinn. Við það verður rauði liturinn í ljósinu allsráðandi og tunglið tekur á sig rauðan eða appelsínugulan blæ. Ljósið ferðast skemmri leið þegar tunglið er hátt á lofti og þá er blái liturinn í ljósinu allsráðandi. Vilji lesendur glöggva sig frekar á þessu er bent á svar Ara Ólafssonar við spurningunni: Af hverju er himinninn blár?

Tengsl við náttúruhamfarir?

Til er fólk sem vill tengja fullt tungl í jarðnánd við náttúruhamfarir, allt frá jarðskjálftum til flóða. Að sjálfsögðu hefur ekki orðið nein breyting þar á núna. Og með hjálp internetsins er auðvelt að kynda undir og dreifa þessari vitleysu.

Einhverjir hafa reynt að tengja þetta við jarðskjálftann mikla í Japan. Skjálftinn varð viku fyrir jarðnánd tunglsins, en það breytir auðvitað engu fyrir þá sem reyna að telja fólki trú um að tengsl séu þarna á milli.

Aldrei hefur tekist að tengja tungl í jarðnánd við náttúruhamfarir. Náttúruhamfarir eiga sér aðrar orsakir og tunglið kemur þar hvergi nærri. Jarðskjálftann í Japan má rekja til flekahreyfinga. Tunglið hafði þar ekki nokkur áhrif. Punktur!

Tunglið er í jarðnánd einu sinni í hverjum mánuði. Fjarlægðin sveiflast örlítið til og frá en munurinn nú og venjulega er ekki svo ýkja mikill (nokkur þúsund km) svo áhrifin eru hverfandi.

Árið 2006 var tunglið til dæmis næst okkur í 357.210 km fjarlægð eða aðeins 633 km fjær okkur en nú. Með þyngdarlögmáli Newtons má reikna út kraftinn sem verkaði á okkur þá og bera saman við kraftinn sem verkar á okkur nú. Í ljós kemur að munurinn á kröftunum er aðeins 0,12% — sem sagt hverfandi lítill.

Þennan dag gerðist ekkert merkilegt. Eða skipta þessir 633 km kannski öllu máli?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þessi texti birtist upprunalega á Stjörnufræðivefnum og er birtur hér með góðfúslegu leyfi.

Hér er einnig svarað spurningunni:

Af hverju er tunglið nokkrum kílómetrum nær jörðinni laugardaginn 19. mars?

Höfundur

Sævar Helgi Bragason

stjörnufræðikennari

Útgáfudagur

16.3.2011

Síðast uppfært

24.11.2020

Spyrjandi

Eiríkur Rafn Björnsson, Katrín María Sigurðardóttir, f. 1997

Tilvísun

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju verður ofurmáni?“ Vísindavefurinn, 16. mars 2011, sótt 15. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58849.

Sævar Helgi Bragason. (2011, 16. mars). Af hverju verður ofurmáni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58849

Sævar Helgi Bragason. „Af hverju verður ofurmáni?“ Vísindavefurinn. 16. mar. 2011. Vefsíða. 15. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58849>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju verður ofurmáni?
Næsta laugardag verður fullt tungl. Á sama tíma er tunglið líka eins nálægt jörðinni og það kemst. Verður því hér um að ræða stærsta fulla tungl ársins 2011, um það bil 14% breiðara og rétt yfir 30% bjartara en önnur full tungl á árinu. Þetta laugardagskvöld mun tunglið sem sagt líta út fyrir að vera aðeins stærra og bjartara en venjulega.

En hvernig stendur á því að tunglið er mislangt frá jörðinni? Jóhannes Kepler áttaði sig á því fyrir næstum 400 árum. Hann komst að því að braut tunglsins um jörðina (og annarra reikistjarna um sólina) er ekki hringur heldur sporaskja. Að þessu sinni verður fjarlægð tunglsins frá jörðinni 356.577 km en hún getur mest orðið rétt rúmlega 406.000 km. Þessi mismunur á jarðnánd (e. perigee) og jarðfirð (e. apogee) tunglsins (mesta og minnsta fjarlægð tunglsins frá jörðu) veldur því að tunglið getur verið misstórt á himninum. Þess má til gamans geta að fyrir næstum 40 árum settu geimfarar fjarlægðarmet í geimnum. Þegar Apollo 13 flaug bak við tunglið í apríl 1970 var tunglið næstum eins langt frá jörðinni og mögulegt er, þá í 400.002 km fjarlægð.

13. febrúar árið 2006 var fjarlægð jarðar frá tunglinu 405.978 km (jarðfirð) en 8. september var hún 357.210 km (jarðnánd).

Stórt tungl, aðeins minna tungl

Fullt tungl rís alltaf á sama tíma og sólin sest. Líti menn í austurátt við sólsetur á laugardagskvöldið má sjá tunglið skríða upp á himininn, risastórt að því er virðist, og appelsínugult. Síðar um kvöldið, þegar tunglið er komið hærra á himininn, virðist það hafa skroppið aðeins saman og gránað. Hvers vegna?

Þessi upplifun nefnist tunglskynvillan svonefnda. Tunglið virðist stærra við sjóndeildarhringinn en það er í raun og veru vegna þess hvernig við skynjum lögun himinhvelfingarinnar. Hægt er að sannreyna skynvilluna með því að beygja sig og horfa á tunglið á hvolfi. Hvað gerist? Tunglið minnkar. En tunglið stækkar svo aftur þegar maður reisir sig við.

Tunglið er alveg jafn stórt við sjóndeildarhringinn og þegar það er hæst á lofti. En hvernig útskýrum við litamuninn? Hvers vegna er tunglið appelsínugult þegar það er lágt á lofti en grátt hátt á lofti? Tunglið endurvarpar því sólarljósi sem á það fellur. Þegar tunglið er lágt á lofti þarf ljósið að ferðast lengri vegalengd í gegnum lofthjúpinn. Við það verður rauði liturinn í ljósinu allsráðandi og tunglið tekur á sig rauðan eða appelsínugulan blæ. Ljósið ferðast skemmri leið þegar tunglið er hátt á lofti og þá er blái liturinn í ljósinu allsráðandi. Vilji lesendur glöggva sig frekar á þessu er bent á svar Ara Ólafssonar við spurningunni: Af hverju er himinninn blár?

Tengsl við náttúruhamfarir?

Til er fólk sem vill tengja fullt tungl í jarðnánd við náttúruhamfarir, allt frá jarðskjálftum til flóða. Að sjálfsögðu hefur ekki orðið nein breyting þar á núna. Og með hjálp internetsins er auðvelt að kynda undir og dreifa þessari vitleysu.

Einhverjir hafa reynt að tengja þetta við jarðskjálftann mikla í Japan. Skjálftinn varð viku fyrir jarðnánd tunglsins, en það breytir auðvitað engu fyrir þá sem reyna að telja fólki trú um að tengsl séu þarna á milli.

Aldrei hefur tekist að tengja tungl í jarðnánd við náttúruhamfarir. Náttúruhamfarir eiga sér aðrar orsakir og tunglið kemur þar hvergi nærri. Jarðskjálftann í Japan má rekja til flekahreyfinga. Tunglið hafði þar ekki nokkur áhrif. Punktur!

Tunglið er í jarðnánd einu sinni í hverjum mánuði. Fjarlægðin sveiflast örlítið til og frá en munurinn nú og venjulega er ekki svo ýkja mikill (nokkur þúsund km) svo áhrifin eru hverfandi.

Árið 2006 var tunglið til dæmis næst okkur í 357.210 km fjarlægð eða aðeins 633 km fjær okkur en nú. Með þyngdarlögmáli Newtons má reikna út kraftinn sem verkaði á okkur þá og bera saman við kraftinn sem verkar á okkur nú. Í ljós kemur að munurinn á kröftunum er aðeins 0,12% — sem sagt hverfandi lítill.

Þennan dag gerðist ekkert merkilegt. Eða skipta þessir 633 km kannski öllu máli?

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Mynd:


Þessi texti birtist upprunalega á Stjörnufræðivefnum og er birtur hér með góðfúslegu leyfi.

Hér er einnig svarað spurningunni:

Af hverju er tunglið nokkrum kílómetrum nær jörðinni laugardaginn 19. mars?
...