Sólin Sólin Rís 05:36 • sest 21:19 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 16:44 • Sest 05:50 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 04:37 • Síðdegis: 17:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:57 • Síðdegis: 23:09 í Reykjavík
Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun

Heimili mitt er undirlagt af erjum vegna málfarsdeilna og því langar mig að vita hvort orðið 'harðsvífinn' sé til?

Guðrún Kvaran

Í söfnum Orðabókar Háskólans finnast engin dæmi um lýsingarorðið harðsvífinn. Leitað var í Ritmálssafni með dæmum úr prentuðum bókum, Talmálssafni og Textasafni með dæmum úr blöðum og bókum á tölvutæku formi. Líklegt er að slegið hafi verið saman orðunum harðsvíraður ‛harður, forhertur’ og ósvífinn ‛óskammfeilinn, frekur, blygðunarlaus’ og myndað nýtt lýsingarorð. Bæði hin orðin eru gömul í málinu.

Harðsvífinn glæpamaður?

Sé aftur á móti leitað í leitarvélinni Google koma fram allnokkur dæmi um notkun orðsins harðsvífinn í sömu merkingu og ósvífinn sem bendir til þess að það sé eitthvað notað í yngsta máli. Við leit í timarit.is fannst elst dæmi úr Morgunblaðinu frá níunda áratug síðustu aldar.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Nú er svo komið að heimili mitt er undirlagt af erjum vegna málfarsdeilna.

Maðurinn minn vill meina að harðsvífinn sé orð. Ég vil meina að það sé ekki til og að hann sé að rugla saman við orðin harðsvíraður og ósvífinn.

Við biðjum um að úr þessu verði skorið þar sem öll tengdafjölskyldan er sammála honum en minn helmingur fjölskyldunnar sammála mér.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

24.8.2011

Spyrjandi

Sandra Dögg Jónsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Heimili mitt er undirlagt af erjum vegna málfarsdeilna og því langar mig að vita hvort orðið 'harðsvífinn' sé til?“ Vísindavefurinn, 24. ágúst 2011. Sótt 20. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=59889.

Guðrún Kvaran. (2011, 24. ágúst). Heimili mitt er undirlagt af erjum vegna málfarsdeilna og því langar mig að vita hvort orðið 'harðsvífinn' sé til? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=59889

Guðrún Kvaran. „Heimili mitt er undirlagt af erjum vegna málfarsdeilna og því langar mig að vita hvort orðið 'harðsvífinn' sé til?“ Vísindavefurinn. 24. ágú. 2011. Vefsíða. 20. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=59889>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Heimili mitt er undirlagt af erjum vegna málfarsdeilna og því langar mig að vita hvort orðið 'harðsvífinn' sé til?
Í söfnum Orðabókar Háskólans finnast engin dæmi um lýsingarorðið harðsvífinn. Leitað var í Ritmálssafni með dæmum úr prentuðum bókum, Talmálssafni og Textasafni með dæmum úr blöðum og bókum á tölvutæku formi. Líklegt er að slegið hafi verið saman orðunum harðsvíraður ‛harður, forhertur’ og ósvífinn ‛óskammfeilinn, frekur, blygðunarlaus’ og myndað nýtt lýsingarorð. Bæði hin orðin eru gömul í málinu.

Harðsvífinn glæpamaður?

Sé aftur á móti leitað í leitarvélinni Google koma fram allnokkur dæmi um notkun orðsins harðsvífinn í sömu merkingu og ósvífinn sem bendir til þess að það sé eitthvað notað í yngsta máli. Við leit í timarit.is fannst elst dæmi úr Morgunblaðinu frá níunda áratug síðustu aldar.

Mynd:

Upprunalega spurningin hljóðaði svo:
Nú er svo komið að heimili mitt er undirlagt af erjum vegna málfarsdeilna.

Maðurinn minn vill meina að harðsvífinn sé orð. Ég vil meina að það sé ekki til og að hann sé að rugla saman við orðin harðsvíraður og ósvífinn.

Við biðjum um að úr þessu verði skorið þar sem öll tengdafjölskyldan er sammála honum en minn helmingur fjölskyldunnar sammála mér.
...