Sólin Sólin Rís 05:40 • sest 21:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 15:13 • Sest 05:59 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 03:57 • Síðdegis: 16:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 10:23 • Síðdegis: 22:34 í Reykjavík

Hvað er forsetabréf?

Ragnar Guðmundsson

Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:
Er hægt að fá eða kaupa bréf í t.d iðngreinum og ef svo er hverjir veita upplýsingar?

Forsetabréf teljast til stjórnsýslufyrirmæla. Stjórnsýslufyrirmæli geta verið með ýmsu móti en þekktust þeirra eru líklega reglugerðir settar af ráðherrum. Stjórnsýslufyrirmæli teljast hafa lægri réttarstöðu en lög samkvæmt fræðikerfi lögfræðinnar. Það merkir í raun að lögum verður ekki breytt með stjórnsýslufyrirmælum, og rekist lög og stjórnsýslufyrirmæli á verður farið eftir lagatextanum. Nánari útlistun á réttarheimildafræði er hins vegar of langt mál fyrir stutt svar eins og þetta.

Forsetabréf eru sem sagt stjórnsýslufyrirmæli sem forseti setur og fela í sér ýmsar reglur sem ætlað er að gildi almennt í samfélaginu. Dæmi um forsetabréf (og forsetaúrskurð sem hafa nánast sama gildi) eru til dæmis Forsetabréf um starfsháttu orðunefndar, Forsetabréf um hina íslensku fálkaorðu, Forsetaúrskurður um fánadaga og fánatíma og Forsetaúrskurður um sendiráð, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og sendiræðisskrifstofur. Að sjálfsögðu er algjörlega óheimilt að reyna að kaupa forsetabréf eða forsetaúrskurð og væri það refsiverð mútuþægni ef forseti féllist á að gefa út forsetabréf gegn greiðslu.

Eins og sést af ofangreindu teljast forsetabréf og forsetaúrskurðir til réttarheimilda eins og lög, reglugerðir, venja og svo framvegis. Bréf í iðngreinum eru töluvert annars eðlis þar sem þau veita starfsréttindi en teljast ekki til réttarheimilda. Um útgáfu slíkra bréfa segir í Iðnaðarlögum nr. 42/1978. Samkvæmt 12. gr. þeirra sér lögreglustjóri um útgáfu meistarabréfa en iðnaðarráðherra um útgáfu sveinsbréfa. Slík bréf eru bundin við nafn viðtakandans og þarf sá sem æskir slíks bréfs að uppfylla tiltekin skilyrði. Sveinspróf er grundvöllur útgáfu sveinsbréfs og einnig til að hefja megi meistaranám.

Um skilyrði þess að öðlast sveinspróf er fjallað í Lögum um framhaldsskóla nr. 80/1996 og aðalnámsskrá framhaldsskóla sem nálgast má á vef menntamálaráðuneytisins. Af þessu öllu er ljóst að menn þurfa að vinna sér inn ákveðin réttindi og uppfylla ákveðin skilyrði til að öðlast iðnbréf og útilokað er að kaupa slík bréf.

Svör um skyld efni á Vísindavefnum eru til dæmis:

Á Vísindavefnum má finna heilmikið af svörum um lögfræði. Þau má finna með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan.

Höfundur

nemi í lögfræði við HÍ

Útgáfudagur

23.6.2006

Spyrjandi

Sigríður Fossdal

Tilvísun

Ragnar Guðmundsson. „Hvað er forsetabréf?“ Vísindavefurinn, 23. júní 2006. Sótt 19. apríl 2024. http://visindavefur.is/svar.php?id=6032.

Ragnar Guðmundsson. (2006, 23. júní). Hvað er forsetabréf? Vísindavefurinn. Sótt af http://visindavefur.is/svar.php?id=6032

Ragnar Guðmundsson. „Hvað er forsetabréf?“ Vísindavefurinn. 23. jún. 2006. Vefsíða. 19. apr. 2024. <http://visindavefur.is/svar.php?id=6032>.

Chicago | APA | MLA

Spyrja

Sendu inn spurningu LeiðbeiningarTil baka

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Senda grein til vinar

=

Hvað er forsetabréf?
Í heild sinni hljóðaði spurningin svona:

Er hægt að fá eða kaupa bréf í t.d iðngreinum og ef svo er hverjir veita upplýsingar?

Forsetabréf teljast til stjórnsýslufyrirmæla. Stjórnsýslufyrirmæli geta verið með ýmsu móti en þekktust þeirra eru líklega reglugerðir settar af ráðherrum. Stjórnsýslufyrirmæli teljast hafa lægri réttarstöðu en lög samkvæmt fræðikerfi lögfræðinnar. Það merkir í raun að lögum verður ekki breytt með stjórnsýslufyrirmælum, og rekist lög og stjórnsýslufyrirmæli á verður farið eftir lagatextanum. Nánari útlistun á réttarheimildafræði er hins vegar of langt mál fyrir stutt svar eins og þetta.

Forsetabréf eru sem sagt stjórnsýslufyrirmæli sem forseti setur og fela í sér ýmsar reglur sem ætlað er að gildi almennt í samfélaginu. Dæmi um forsetabréf (og forsetaúrskurð sem hafa nánast sama gildi) eru til dæmis Forsetabréf um starfsháttu orðunefndar, Forsetabréf um hina íslensku fálkaorðu, Forsetaúrskurður um fánadaga og fánatíma og Forsetaúrskurður um sendiráð, fastanefndir hjá alþjóðastofnunum og sendiræðisskrifstofur. Að sjálfsögðu er algjörlega óheimilt að reyna að kaupa forsetabréf eða forsetaúrskurð og væri það refsiverð mútuþægni ef forseti féllist á að gefa út forsetabréf gegn greiðslu.

Eins og sést af ofangreindu teljast forsetabréf og forsetaúrskurðir til réttarheimilda eins og lög, reglugerðir, venja og svo framvegis. Bréf í iðngreinum eru töluvert annars eðlis þar sem þau veita starfsréttindi en teljast ekki til réttarheimilda. Um útgáfu slíkra bréfa segir í Iðnaðarlögum nr. 42/1978. Samkvæmt 12. gr. þeirra sér lögreglustjóri um útgáfu meistarabréfa en iðnaðarráðherra um útgáfu sveinsbréfa. Slík bréf eru bundin við nafn viðtakandans og þarf sá sem æskir slíks bréfs að uppfylla tiltekin skilyrði. Sveinspróf er grundvöllur útgáfu sveinsbréfs og einnig til að hefja megi meistaranám.

Um skilyrði þess að öðlast sveinspróf er fjallað í Lögum um framhaldsskóla nr. 80/1996 og aðalnámsskrá framhaldsskóla sem nálgast má á vef menntamálaráðuneytisins. Af þessu öllu er ljóst að menn þurfa að vinna sér inn ákveðin réttindi og uppfylla ákveðin skilyrði til að öðlast iðnbréf og útilokað er að kaupa slík bréf.

Svör um skyld efni á Vísindavefnum eru til dæmis:

Á Vísindavefnum má finna heilmikið af svörum um lögfræði. Þau má finna með því að nota leitarvélina hér til vinstri eða smella á efnisorðin hér fyrir neðan....